Generalprufa Messi og Ronaldo fyrir HM: Annar skoraði en hinn með magakveisu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 12:31 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa báðir spilað á HM 2006 í Þýskalandi, HM 2010 í Suður-Afríku, HM 2014 í Brasilíu, HM 2018 í Rússlandi og nú á HM 2022 í Katar. Getty/Lars Baron Landslið Argentína og Portúgals hafa innan borðs goðsagnakennda leikmenn á tímamótum og mæta á heimsmeistaramótið í Katar til að reyna að færa hetjum sínum langþráðan heimsmeistaratitil. Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo. HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Hér erum við auðvitað að tala um þá Lionel Messi hjá Argentínu og Cristiano Ronaldo hjá Portúgal sem voru tveir langbestu fótboltamenn heimsins í meira en áratug. Bara spurning um hvor þeirra væri betri. Nú er hins vegar farið að styttast í leiðarlokin hjá þeim báðum. Messi gerir sér vel grein fyrir því en ekki er það sama hægt að segja um Cristiano Ronaldo sem er þó tveimur árum eldri. Þeir mæta nú báðir á sitt fimmta heimsmeistaramót en eiga enn eftir að hampa þeim stóra sem gæti fært nauðsynlegt forskot þegar menn fara að velja besta knattspyrnumann sögunnar. Á síðasta tímabili leit út fyrir að Messi væri „búinn“ á meðan Ronaldo raðaði inn mörkum fyrir Manchester United. Á þessu tímabili hefur þetta snúist við. Could we see Messi or Ronaldo win their first World Cup? pic.twitter.com/Jfr6Rj8WLi— ESPN FC (@ESPNFC) November 16, 2022 Messi raðar inn mörkum og stoðsendingum með Paris Saint Germain á meðan Ronaldo er í mikilli fýlu að komast ekki í liðið hjá Manchester United. Messi er þegar kominn með ellefu mörk og fjórtán stoðsendingar í átján leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni en uppskera Ronaldo í öllum leikjum United eru bara þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Nú síðast stal Ronaldo öllum fyrirsögnum dag eftir dag eftir að hafa drullað yfir allt og alla hjá Manchester United. Staðan á þeim félögum er því auðvitað mjög ólík og hún kristallast kannski best í síðasta undirbúningsleik liða þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Generalprufan var afar frábrugðin hjá Ronaldo borið saman við Messi. Messi fór á kostum með því að skora laglegt mark og gefa einnig stoðsendingu í 5-0 sigri á Sameinuðu arabísku furstadæmunum og er þar með kominn með ellefu mörk og þrjár stoðsendingar í sjö landsleikjum sínum á árinu 2022. Lionel Messi vs Cristiano Ronaldo FIFA World Cup Records Messi Ronaldo 19 games 17 games 6 goals 7 goals 5 assists 2 assists Best Achievement Messi-Brazil 20144 Ronaldo-Germany 2006#FIFAWorldCup|#Qatar2022 pic.twitter.com/C4VMGP7Yh2— FIFA World Cup Qatar 2022 Live (@LIVEWORLDCUP4K) November 17, 2022 Ronaldo verður aftur á móti hvergi sjáanlegur í generalprufu Portúgala í kvöld því hann er með magakveisu og missir af leiknum. Mörgum varð vissulega flökurt að hlusta á hann úthúða öllu hjá Manchester United en Ronaldo æfði ekki í gær vegna veikindanna. Félagarnir hafa verið og verða alltaf í eilífum samanburði og það gerir þetta heimsmeistaramóti að einhvers konar uppgjöri. Það minnkar ekki spennan þegar menn reiknuðu það út að góðar líkur eru að landslið þeirra mætist í úrslitaleiknum fari þau alla leið í keppninni. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn milli Messi og Ronaldo væri vissulega frábær endir á tíma Messi og Ronaldo á toppi fótboltafjallsins. Messi er klár og líklegur til að komast alla leið en við verðum að bíða og sjá með heilsu og háttalag Ronaldo.
HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira