Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 15:19 ´Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað í Reykjavík á undanförnum árum. Nú er til að mynda verið að byggja íbúðarhúsnæði þar sem BYKO var áður við Hringbraut. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30
Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21