Skaðaminnkandi þjónusta Kristín Davíðsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 11:01 Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita. Tekið skal fram að starfsfólk Frú Ragnheiðar hefur ekki vitneskju um það að hvaða börnum Guðmundur er að leita hverju sinni enda slíkar upplýsingar eingöngu aðgengilegar ákveðnum aðilum. Nú veit ég ekki hvaðan Guðmundur hefur þessar upplýsingar en hitt get ég þó fullyrt, að í minni tíð sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar hefur verkefnið átt í góðu samstarfi við barnavernd, og starfsmenn hennar, í þeim tilfellum sem við á. Það sem er áhugavert, og ekki síður umhugsunarvert, er það hvers vegna lögreglumaðurinn finnur sig knúinn til að „átelja“ Rauða krossinn fyrir það að hafa mögulega veitt þjónustu til handa einstaklingum undir lögaldri sem hann telur óásættanlegt. Hvort einstaklingar undir lögaldri hafi fengið þjónustu í Frú Ragnheiði á þeim 13 árum sem verkefnið hefur verið starfandi skal ósagt látið enda geta þeir einstaklingar sem þangað leita komið fram undir dulnefni og án þess að gefa upp aldur. Sú þjónusta sem veitt er í Frú Ragnheiði er ekki bara nálaskiptaþjónusta heldur koma einstaklingar þangað einnig til að fá lágmarksheilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning og ráðgjöf - mat, hlýjan fatnað, tjöld og svefnpoka. Það að þessir einstaklingar skuli hafa stað til að leita á þar sem þeir geta fengið þessa þjónustu án þess að gerðar séu nokkrar kröfur er mikilvægara en orð fá lýst og getur reynst lífsbjörg. Hér erum við að tala um einstaklinga allt niður í 18 ára sem leita í bílinn vegna þess að þeir bera fullt traust til verkefnisins og starfsmanna þess. Vegna þess að það er komið fram við þau sem manneskjur og af virðingu, en ekki sem glæpamenn sem þarf að koma höndum yfir. Þá er einnig mikilvægt að við höfum hugfast að ekki verið að dreifa neinu ólöglegu í bílnum heldur er þetta staður þar sem hægt er að nálgast ofan talið á einum og sama staðnum, notanda að kostnaðarlausu. Ég hef unnið mikið og náið með þessum hópi undanfarin ár og leyfi mér að fullyrða það að það traust sem einstaklingar innan hópsins bera til lögreglunnar er afskaplega takmarkað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það að einstaklingar skuli frekar hringja í Frú Ragnheiði en neyðarþjónustu 112 þegar upp kemur neyðarástand segir í raun allt sem segja þarf. Flest þeirra segjast gera allt frekar en að hringja í lögregluna. Þarna skulum við staldra aðeins við. Við erum með ákveðna neyðarþjónustu í landinu sem á að vera fyrir ALLA íbúa landsins. Hvernig stendur þá á því að við erum með gríðarlega stóran hóp, hátt í 1000 einstaklinga sem eru sannanlega mjög veikir margir hverjir og í viðkvæmri stöðu, sem forðast það í lengstu lög að kalla eftir aðstoð hins opinbera þegar þörf er á. Getur verið að kerfið eins og það er uppbyggt í dag sé einfaldlega ekki að virka fyrir alla? Getur verið að þau börn sem Guðmundur leitar að, og telur að Frú Ragnheiður sé að þjónusta, hafi svo neikvæða reynslu af opinbera kerfinu í gegnum árin að þau beiti öllum brögðum til að komast hjá því að lenda í höndum hins opinbera? Getur verið að þau hafi alist upp við það alla tíð að þau séu vandamálið en ekki kerfið sem átti að grípa þau og sinna þeim? Hann kvartar yfir því að ekki sé hringt í hann þegar inn koma einstaklingar sem að hans sögn eru undir 18 ára og á forræði foreldra. Í því sambandi langar mig að benda á það að einstaklingur sem er kominn á þann stað að hann finni sig knúinn til að leita til Frú Ragnheiðar hefur ekki lent á þar á einni nóttu. Aðdragandinn er langur og ég leyfi mér að fullyrða það að mikið hefur gengið á í lífi þess einstaklings í langan tíma áður en hann leitar aðstoðar í Frúnni. Getur því mögulega verið að það sé jákvætt að einstaklingar leiti þangað? Að þeir leiti sér einhverrar þjónustu yfirhöfuð? Að þeir hafi aðgengi að einhverri þjónustu? Guðmundur talar um að hann óski eftir aukinni samvinnu við Frú Ragnheiði en af umfjöllun Fréttablaðsins fæst ekki annað skilið en að ósk hans snúi fyrst og fremst að því að fá aðgang að upplýsingum um það hverjir leiti í Frú Ragnheiði. Það að við höfum hér einstaklinga allt niður í 18 ára sem eru heimilislausir – sofa úti og nota vímuefni til þess eins og þrauka nóttina, lifa af ofbeldið og deyfa tilfinningarnar sem fylgja því að „búa“ á götunni er gríðarlegur áfellisdómur fyrir íslenskt samfélag. Það er enginn meðvitaðri en einstaklingarnir sjálfir hvaða álit samfélagið hefur á þeim – það fá þau að finna á hverjum degi. Frétt Björns Þorlákssonar í Fréttablaðinu sýnir nokkuð vel hvert álit samfélagsins er á þessum hópi, þeirra stöðu og veikindum. Orðanotkun á borð við „sprautufíklar“ og „sprautuaðstoð“ er bæði gildishlaðin og úrelt. Rauði krossinn er mannúðarsamtök sem koma einstaklingum í neyð til aðstoðar þegar neyðin er hvað mest. Ég legg til að Guðmundur og félagar í lögreglunni hnýti frekar í yfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila sem eru ekki að veita þessum einstaklingum þá þjónustu sem þeir þurfa frekar en að agnúast út í þá sem eru aðgengilegir og til staðar þegar leitað er til þeirra, án allra skuldbindinga og kostnaðar. Ég held að hið opinbera ætti frekar að leita til Frú Ragnheiðar vegna þess að þar hefur heilmikið áunnist undanfarin ár, ekki síst varðandi það hvernig hægt er að öðlast traust þeirra sem lifa á jaðrinum og eru vanir að geta ekki treyst neinum – allra síst hinu opinbera. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Landspítalinn Heilbrigðismál Lögreglan Málefni heimilislausra Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita. Tekið skal fram að starfsfólk Frú Ragnheiðar hefur ekki vitneskju um það að hvaða börnum Guðmundur er að leita hverju sinni enda slíkar upplýsingar eingöngu aðgengilegar ákveðnum aðilum. Nú veit ég ekki hvaðan Guðmundur hefur þessar upplýsingar en hitt get ég þó fullyrt, að í minni tíð sem verkefnastýra Frú Ragnheiðar hefur verkefnið átt í góðu samstarfi við barnavernd, og starfsmenn hennar, í þeim tilfellum sem við á. Það sem er áhugavert, og ekki síður umhugsunarvert, er það hvers vegna lögreglumaðurinn finnur sig knúinn til að „átelja“ Rauða krossinn fyrir það að hafa mögulega veitt þjónustu til handa einstaklingum undir lögaldri sem hann telur óásættanlegt. Hvort einstaklingar undir lögaldri hafi fengið þjónustu í Frú Ragnheiði á þeim 13 árum sem verkefnið hefur verið starfandi skal ósagt látið enda geta þeir einstaklingar sem þangað leita komið fram undir dulnefni og án þess að gefa upp aldur. Sú þjónusta sem veitt er í Frú Ragnheiði er ekki bara nálaskiptaþjónusta heldur koma einstaklingar þangað einnig til að fá lágmarksheilbrigðisþjónustu, sálrænan stuðning og ráðgjöf - mat, hlýjan fatnað, tjöld og svefnpoka. Það að þessir einstaklingar skuli hafa stað til að leita á þar sem þeir geta fengið þessa þjónustu án þess að gerðar séu nokkrar kröfur er mikilvægara en orð fá lýst og getur reynst lífsbjörg. Hér erum við að tala um einstaklinga allt niður í 18 ára sem leita í bílinn vegna þess að þeir bera fullt traust til verkefnisins og starfsmanna þess. Vegna þess að það er komið fram við þau sem manneskjur og af virðingu, en ekki sem glæpamenn sem þarf að koma höndum yfir. Þá er einnig mikilvægt að við höfum hugfast að ekki verið að dreifa neinu ólöglegu í bílnum heldur er þetta staður þar sem hægt er að nálgast ofan talið á einum og sama staðnum, notanda að kostnaðarlausu. Ég hef unnið mikið og náið með þessum hópi undanfarin ár og leyfi mér að fullyrða það að það traust sem einstaklingar innan hópsins bera til lögreglunnar er afskaplega takmarkað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það að einstaklingar skuli frekar hringja í Frú Ragnheiði en neyðarþjónustu 112 þegar upp kemur neyðarástand segir í raun allt sem segja þarf. Flest þeirra segjast gera allt frekar en að hringja í lögregluna. Þarna skulum við staldra aðeins við. Við erum með ákveðna neyðarþjónustu í landinu sem á að vera fyrir ALLA íbúa landsins. Hvernig stendur þá á því að við erum með gríðarlega stóran hóp, hátt í 1000 einstaklinga sem eru sannanlega mjög veikir margir hverjir og í viðkvæmri stöðu, sem forðast það í lengstu lög að kalla eftir aðstoð hins opinbera þegar þörf er á. Getur verið að kerfið eins og það er uppbyggt í dag sé einfaldlega ekki að virka fyrir alla? Getur verið að þau börn sem Guðmundur leitar að, og telur að Frú Ragnheiður sé að þjónusta, hafi svo neikvæða reynslu af opinbera kerfinu í gegnum árin að þau beiti öllum brögðum til að komast hjá því að lenda í höndum hins opinbera? Getur verið að þau hafi alist upp við það alla tíð að þau séu vandamálið en ekki kerfið sem átti að grípa þau og sinna þeim? Hann kvartar yfir því að ekki sé hringt í hann þegar inn koma einstaklingar sem að hans sögn eru undir 18 ára og á forræði foreldra. Í því sambandi langar mig að benda á það að einstaklingur sem er kominn á þann stað að hann finni sig knúinn til að leita til Frú Ragnheiðar hefur ekki lent á þar á einni nóttu. Aðdragandinn er langur og ég leyfi mér að fullyrða það að mikið hefur gengið á í lífi þess einstaklings í langan tíma áður en hann leitar aðstoðar í Frúnni. Getur því mögulega verið að það sé jákvætt að einstaklingar leiti þangað? Að þeir leiti sér einhverrar þjónustu yfirhöfuð? Að þeir hafi aðgengi að einhverri þjónustu? Guðmundur talar um að hann óski eftir aukinni samvinnu við Frú Ragnheiði en af umfjöllun Fréttablaðsins fæst ekki annað skilið en að ósk hans snúi fyrst og fremst að því að fá aðgang að upplýsingum um það hverjir leiti í Frú Ragnheiði. Það að við höfum hér einstaklinga allt niður í 18 ára sem eru heimilislausir – sofa úti og nota vímuefni til þess eins og þrauka nóttina, lifa af ofbeldið og deyfa tilfinningarnar sem fylgja því að „búa“ á götunni er gríðarlegur áfellisdómur fyrir íslenskt samfélag. Það er enginn meðvitaðri en einstaklingarnir sjálfir hvaða álit samfélagið hefur á þeim – það fá þau að finna á hverjum degi. Frétt Björns Þorlákssonar í Fréttablaðinu sýnir nokkuð vel hvert álit samfélagsins er á þessum hópi, þeirra stöðu og veikindum. Orðanotkun á borð við „sprautufíklar“ og „sprautuaðstoð“ er bæði gildishlaðin og úrelt. Rauði krossinn er mannúðarsamtök sem koma einstaklingum í neyð til aðstoðar þegar neyðin er hvað mest. Ég legg til að Guðmundur og félagar í lögreglunni hnýti frekar í yfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila sem eru ekki að veita þessum einstaklingum þá þjónustu sem þeir þurfa frekar en að agnúast út í þá sem eru aðgengilegir og til staðar þegar leitað er til þeirra, án allra skuldbindinga og kostnaðar. Ég held að hið opinbera ætti frekar að leita til Frú Ragnheiðar vegna þess að þar hefur heilmikið áunnist undanfarin ár, ekki síst varðandi það hvernig hægt er að öðlast traust þeirra sem lifa á jaðrinum og eru vanir að geta ekki treyst neinum – allra síst hinu opinbera. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar