Umfjöllun og viðtöl: KR-Höttur 72-83 | Höttur hafði betur í fimmta leiknum sínum í röð Hjörvar Ólafsson skrifar 4. nóvember 2022 19:54 Matej Karlovic lék listir sínar í Vesturbænum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Höttur lagði KR að velli 72-83 þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld. KR vann langþráðan sigur í síðustu umferð deildarinnar en Höttur hafði hins vegar haft betur í tveimur síðustu deildarleikjum sínum og tveimur bikarleikjum fyrir þessa rimmu. Höttur er þar af leiðandi kominn með sex stig og situr í fjórða til sjötta sæti. KR er aftur á móti í 10. - 11. sæti með tvö stig. Sóknarleikur KR-liðsins var stirður og klaufalegur framan af leik og nýr leikmaður liðsins, EC Matthews, komst ekki í takt við leikinn. Matthews skoraði þrjú stig í fyrri hálfleik en þegar yfir lauk hafði hann skorað 13 stig. Gestirnir frá Egilsstöðum léku hins vegar vel á báðum endum vallarins en Obadiah Nelson Trotter skoraði mest fyrir Hött framan af leiknum. Það lögðu hins vegar sjö leikmenn eitthvað í púkkinn fyrir Hattarliðið í fyrri hálfleik. Fínn kafli hjá KR-liðinu undir lok annars leikhluta sá til þess að munurinn var sex stig, 34-40, í hálfleik. Höttur hleypti KR aldrei yfir í seinni hálfleik og fór að lokum með sannfærandi 11 stiga sigur af hólmi. Timothy Guers var stigahæstur hjá Hetti með 16 stig en Obadiah Nelson Trotter kom næstur með 14 stig og Matej Karlovic setti niður 12 stig. David Guardia Ramos bætti 11 stigum við í púkkinn og Nemanja Knezevic stigum. Hjá KR voru Dagur Kár Jónsson og EC Matthews atkvæðamestir með 13 stig hvor en Veigar Áki Hlynsson skoraði 11 stig og Jordan Sample 10 stig. Helgi Már Magnússon var ósáttur við lærisveina sína. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Már: Allir að bíða eftir að næsti maður tæki af skarið „Við komumst aldrei almennilega í takt við þennan leik og það voru allir leikmenn mínir að bíða eftir því að næsti maður tæki af skarið. Við vorum hver í okkar horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR að leik loknum. „Um leið og við náðum einhverju smá áhlaupi þá svaraði Höttur því. Hattarliðið er bara mjög sterkt og þeir unnu sanngjarnan sigur," sagði Helgi Már enn fremur. „Það sem veldur mér mestum áhyggjum er hversu líflausir og andlausir við vorum. Þetta var mjög flatt og það vantaði allan anda og baráttu í liðið. Við verðum að gera mikið betur í næstu leikjum ef við ætlum að fara að fikra okkur upp töfluna," sagði þjálfari Vesturbæinga. Viðar Örn: Náðum að stýra hraðanum í leiknum „Okkur tókst ætlunarverk okkar, það er að stýra hraðanum í leiknum. Leikurinn fór að miklu leyti fram á hálfum velli og það hentar okkur mun betur en KR-liðinu. Þetta var sterkur sigur og ég er mjög sáttur," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, kampakátur. „Við töpuðum fáum boltum og sýndum stöðugleika í spilamennsku okkar. Við erum nú komnir með fimm sigurleiki í röð í deild og bikar og erum á fínu róli, bæði hvað frammistöðu varðar og stigasöfnun," sagði hann einnig. „Mér fannst góð liðsframmistaða einna helst skila þessum sigri. Við viljum hafa það þannig að allir leikmenn vinni saman og leggi sín lóð á vogarskálina. Ef það væri ekki þannig þá ættu menn bara að fara að gera eitthvað annað, fara til dæmis í kúluvarp," sagði Hattarmaðurinn léttur í lundu. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, getur verið sáttur við sína menn. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Af hverju vann Höttur? Höttur náði að stýra hraðanum í leiknum og leikurinn fór fram að mestu leyti á hálfum velli. Frammistaða Hattarliðsins var góð þá einkum og sér í lagi í sóknarleiknum. Það munaði miklu um að leikmenn Hattar töpuðu boltanum sjö sinnum á meðan KR gerði það 18 sinnum. Hverjir sköruðu fram úr? Hattarliðið var mjög jafnt og þetta í raun og veru var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri. Það er erfitt að taka einhvern einn út úr liði gestanna og í raun komst enginn leikmaður KR almennilega á flug í leiknum. Hvað gekk illa? KR-liðinu gekk illa að ná flæði í sóknarleik sinn og þegar leikmenn liðsins fengu opin skot þá brenndu þeir af þeim trekk í trekk. Skotnýtingin inni í teig var afar slök hjá KR liðinu og mikið um einstaklingsframtak í sókninni. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé á deildinni vegna landsleikja en KR fær erkifjanda sinn, Val, í heimsókn í næstu umferð deildarinnar sunnudaginn 20. október. Höttur leggur hins vegar leið sína í Ásgarð í Garðabæinn mánudaginn 21. október og etur kappi við Stjörnuna. Körfubolti Subway-deild karla KR Höttur
Höttur lagði KR að velli 72-83 þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld. KR vann langþráðan sigur í síðustu umferð deildarinnar en Höttur hafði hins vegar haft betur í tveimur síðustu deildarleikjum sínum og tveimur bikarleikjum fyrir þessa rimmu. Höttur er þar af leiðandi kominn með sex stig og situr í fjórða til sjötta sæti. KR er aftur á móti í 10. - 11. sæti með tvö stig. Sóknarleikur KR-liðsins var stirður og klaufalegur framan af leik og nýr leikmaður liðsins, EC Matthews, komst ekki í takt við leikinn. Matthews skoraði þrjú stig í fyrri hálfleik en þegar yfir lauk hafði hann skorað 13 stig. Gestirnir frá Egilsstöðum léku hins vegar vel á báðum endum vallarins en Obadiah Nelson Trotter skoraði mest fyrir Hött framan af leiknum. Það lögðu hins vegar sjö leikmenn eitthvað í púkkinn fyrir Hattarliðið í fyrri hálfleik. Fínn kafli hjá KR-liðinu undir lok annars leikhluta sá til þess að munurinn var sex stig, 34-40, í hálfleik. Höttur hleypti KR aldrei yfir í seinni hálfleik og fór að lokum með sannfærandi 11 stiga sigur af hólmi. Timothy Guers var stigahæstur hjá Hetti með 16 stig en Obadiah Nelson Trotter kom næstur með 14 stig og Matej Karlovic setti niður 12 stig. David Guardia Ramos bætti 11 stigum við í púkkinn og Nemanja Knezevic stigum. Hjá KR voru Dagur Kár Jónsson og EC Matthews atkvæðamestir með 13 stig hvor en Veigar Áki Hlynsson skoraði 11 stig og Jordan Sample 10 stig. Helgi Már Magnússon var ósáttur við lærisveina sína. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Helgi Már: Allir að bíða eftir að næsti maður tæki af skarið „Við komumst aldrei almennilega í takt við þennan leik og það voru allir leikmenn mínir að bíða eftir því að næsti maður tæki af skarið. Við vorum hver í okkar horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra," sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR að leik loknum. „Um leið og við náðum einhverju smá áhlaupi þá svaraði Höttur því. Hattarliðið er bara mjög sterkt og þeir unnu sanngjarnan sigur," sagði Helgi Már enn fremur. „Það sem veldur mér mestum áhyggjum er hversu líflausir og andlausir við vorum. Þetta var mjög flatt og það vantaði allan anda og baráttu í liðið. Við verðum að gera mikið betur í næstu leikjum ef við ætlum að fara að fikra okkur upp töfluna," sagði þjálfari Vesturbæinga. Viðar Örn: Náðum að stýra hraðanum í leiknum „Okkur tókst ætlunarverk okkar, það er að stýra hraðanum í leiknum. Leikurinn fór að miklu leyti fram á hálfum velli og það hentar okkur mun betur en KR-liðinu. Þetta var sterkur sigur og ég er mjög sáttur," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, kampakátur. „Við töpuðum fáum boltum og sýndum stöðugleika í spilamennsku okkar. Við erum nú komnir með fimm sigurleiki í röð í deild og bikar og erum á fínu róli, bæði hvað frammistöðu varðar og stigasöfnun," sagði hann einnig. „Mér fannst góð liðsframmistaða einna helst skila þessum sigri. Við viljum hafa það þannig að allir leikmenn vinni saman og leggi sín lóð á vogarskálina. Ef það væri ekki þannig þá ættu menn bara að fara að gera eitthvað annað, fara til dæmis í kúluvarp," sagði Hattarmaðurinn léttur í lundu. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, getur verið sáttur við sína menn. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Af hverju vann Höttur? Höttur náði að stýra hraðanum í leiknum og leikurinn fór fram að mestu leyti á hálfum velli. Frammistaða Hattarliðsins var góð þá einkum og sér í lagi í sóknarleiknum. Það munaði miklu um að leikmenn Hattar töpuðu boltanum sjö sinnum á meðan KR gerði það 18 sinnum. Hverjir sköruðu fram úr? Hattarliðið var mjög jafnt og þetta í raun og veru var það liðsheildin sem skilaði þessum sigri. Það er erfitt að taka einhvern einn út úr liði gestanna og í raun komst enginn leikmaður KR almennilega á flug í leiknum. Hvað gekk illa? KR-liðinu gekk illa að ná flæði í sóknarleik sinn og þegar leikmenn liðsins fengu opin skot þá brenndu þeir af þeim trekk í trekk. Skotnýtingin inni í teig var afar slök hjá KR liðinu og mikið um einstaklingsframtak í sókninni. Hvað gerist næst? Fram undan er hlé á deildinni vegna landsleikja en KR fær erkifjanda sinn, Val, í heimsókn í næstu umferð deildarinnar sunnudaginn 20. október. Höttur leggur hins vegar leið sína í Ásgarð í Garðabæinn mánudaginn 21. október og etur kappi við Stjörnuna.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu