Myndaveisla: Opnun tónlistarforlagsins Wise Music Iceland Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 16:00 inga Magnes Weisshappel er rekstarstjóri Wise Music Iceland. Cat Gundry-Beck Alþjóðlega tónlistarforlagið Wise Music Group mun opna höfuðstöðvar hér í Reykjavík undir nafninu Wise Music Iceland og því var fagnað með veislu í Ásmundarsal í fyrradag. Inga Magnes Weisshappel er rekstrarstjóri Wise Music Iceland en blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Ævintýralegt símtal Inga Magnes er útskrifað tónskáld og fór í kvikmyndatónlist eftir útskrift. Það gekk mjög vel og ætlaði hún ekki endilega að færa sig annað fyrr en hún fékk áhugavert símtal frá vini sínum. „Hann segir mér að breskur maður sé að leita að einhverjum frá Íslandi til að vera music supervisor eða sjá um tónlistarstjórnun á Íslandi. Sem er starf sem er í ekki raun til á Íslandi, þetta er þó mjög þekkt í til dæmis Bandaríkjunum og Bretlandi.“ Það var margt um manninn í Ásmundarsal í opnunarteiti Wise Music Iceland. Listaverkin eru eftir Helenu Margréti.Cat Gundry-Beck Í kjölfarið fer Inga í viðtal og fær starfið. Þá er hún send til Kaupmannahafnar í þjálfun. „Að því loknu var ég bara send út í djúpu laugina, ég kem heim og er að vinna sem tónlistarstjórnandi fyrir Wise Music Group á Íslandi. Þetta er starf innan íslenska kvikmyndabransans þannig ég er að halda utan um tónlist í kvikmyndum í verkefnum sem ég tek að mér, hjálpa til við að ráða tónskáld og fleira. Þetta er því svona yfirumsjón með allri músík og öllu sem því fylgir. Þetta gengur mjög vel og það var skortur hér á Íslandi á þessu starfi. Þetta skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólkið líka, fyrir til dæmis tónlistarmenn sem langar að fara að semja fyrir kvikmyndir eða vilja fá tónlistina sína inn í kvikmyndabransann. Þannig að ég er jafn mikið að vinna fyrir tónlistarfólkið og ég er að vinna fyrir framleiðandann. Þetta er góð leið fyrir mig til að hjálpa þeim líka að fá tækifæri.“ Inga Magnes Weisshappel, Charlotte Paludan, Steven Tallamy og Loui Törnqvist starfa öll hjá Wise Music.Cat Gundry-Beck Fyrsta alþjóðlega tónlistarforlagið Inga vinnur bæði með íslensku og erlendu tónlistarfólki og segir hún erlend tónskáld sýna Íslandi mikinn áhuga. Þetta hefur gengið mjög vel og fyrir nokkrum mánuðum síðan ákveður Wise Music að koma líka með tónlistarforlag (e. music publishing) til Íslands. „Þeim finnst íslenskt tónlistarfólk svo flott og hæfileikaríkt en það hefur verið lítil alþjóðleg tenging og erfitt fyrir íslenskt tónlistarfólk að komast út. Þetta var því ákveðið og mér var boðið að taka yfir þetta. Það er því að fara af stað núna og við erum að fara að opna höfuðstöðvar hérlendis. Ég verð því bæði tónlistarstjórnandi (e. music supervision) og með umsjón yfir tónlistarforlaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegt tónlistarforlag er að opna hér heima og þetta er mjög góð viðbót við þau forlög sem eru hér núna. INNI Music og Iceland Sync eru hér heima með mjög góða þekkingu á íslenska tónlistarheiminum og við erum í miklu sambandi við þau.“ Inga segir markmiðið vera að hjálpa íslensku tónlistarfólki að komast út og fá alþjóðlegri dreifingu. „Svo erum við mikið að pæla í kvikmyndatónlist og viljum hjálpa íslensku tónlistarfólki að koma lögunum sínum inn í alþjóðlega kvikmyndabransann.“ Inga Magnes hlakkar til að geta aukið samvinnu milli Íslands og hins stóra heims.Cat Gundry-Beck Fjölskyldufyrirtæki Wise Music Group er upprunalega fjölskyldufyrirtæki sem hefur fjárfest í öðrum fjölskyldufyrirtækjum víða um heim. „Allar höfuðstöðvarnar koma því frá litlum fjölskyldufyrirtækjum og maður finnur fyrir því í samstarfinu. Fólkið er keyrt áfram af mikilli ástríðu og þetta er allt jarðbundið og yndislegt fólk. Þau eru að koma hingað til lands til að kynnast íslensku listafólki og vonandi geta hjálpað bransanum að þróast og stækka.“ Forlagið ætlar sér að fara hægt af stað að sögn Ingu. „Við erum ekki að taka marga inn, við viljum fá færri og sinna þeim mjög vel. Draumurinn er svo að við í samstarfi við hin tónlistarforlögin getum komið þessari senu betur af stað.“ Wise Music Iceland fagnaði komu sinni til landsins með veislu.Cat Gundry-Beck Myndaveisla frá veislu í Ásmundarsal Í gær fagnaði Wise Music Group komu sinni til landsins með pomp og prakt í Ásmundarsal. Fyrr um daginn voru þau með tónlistarforlags panel með ÚTON en Inga segir þau vinna mikið með þeim. „Við vildum svo fagna því að þessar höfuðstöðvar séu að opna með partýi,“ segir Inga og bætir að lokum við: „Wise Music Group er líka með fullt af flottu tónlistarfólki um allan heim og margir listamenn sem vilja mjög mikið koma til Íslands. Tónskáld sem vilja íslensk verkefni, vinna með íslenskum leikstjóra, koma fram á íslenskum tónlistarhátíðum og vera partur af íslensku senunni. Við erum því að koma Íslendingum út og í leiðinni opna dyrnar fyrir alþjóðlegum tónlistarmönnum.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá opnunarteitinu: Plötusnúðurinn Benni B-Ruff hélt uppi stemningu með góðum tónum.Cat Gundry-Beck Inga Magnes býður gesti velkomna. Verk Helenu Margrétar njóta sín í bakgrunni.Cat Gundry-Beck Sophia Blume, David Holley, Inga Magnes Weisshappel, Loui Törnqvist, Marcus Wise, Michael Ohst, Charlotte Paludan og Steven Tallamy.Cat Gundry-Beck Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds skemmti sér vel.Cat Gundry-Beck Steven Tallamy, Ólafur Arnalds, Loui Törnqvist og Michael Ohst.Cat Gundry-Beck Áhugasamir tónlistarunnendur sameinuðust í Ásmundarsal.Cat Gundry-Beck Stuð og stemning.Cat Gundry-Beck Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Óli Palli poppar Skagann upp Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ. 4. nóvember 2022 13:37 Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ævintýralegt símtal Inga Magnes er útskrifað tónskáld og fór í kvikmyndatónlist eftir útskrift. Það gekk mjög vel og ætlaði hún ekki endilega að færa sig annað fyrr en hún fékk áhugavert símtal frá vini sínum. „Hann segir mér að breskur maður sé að leita að einhverjum frá Íslandi til að vera music supervisor eða sjá um tónlistarstjórnun á Íslandi. Sem er starf sem er í ekki raun til á Íslandi, þetta er þó mjög þekkt í til dæmis Bandaríkjunum og Bretlandi.“ Það var margt um manninn í Ásmundarsal í opnunarteiti Wise Music Iceland. Listaverkin eru eftir Helenu Margréti.Cat Gundry-Beck Í kjölfarið fer Inga í viðtal og fær starfið. Þá er hún send til Kaupmannahafnar í þjálfun. „Að því loknu var ég bara send út í djúpu laugina, ég kem heim og er að vinna sem tónlistarstjórnandi fyrir Wise Music Group á Íslandi. Þetta er starf innan íslenska kvikmyndabransans þannig ég er að halda utan um tónlist í kvikmyndum í verkefnum sem ég tek að mér, hjálpa til við að ráða tónskáld og fleira. Þetta er því svona yfirumsjón með allri músík og öllu sem því fylgir. Þetta gengur mjög vel og það var skortur hér á Íslandi á þessu starfi. Þetta skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólkið líka, fyrir til dæmis tónlistarmenn sem langar að fara að semja fyrir kvikmyndir eða vilja fá tónlistina sína inn í kvikmyndabransann. Þannig að ég er jafn mikið að vinna fyrir tónlistarfólkið og ég er að vinna fyrir framleiðandann. Þetta er góð leið fyrir mig til að hjálpa þeim líka að fá tækifæri.“ Inga Magnes Weisshappel, Charlotte Paludan, Steven Tallamy og Loui Törnqvist starfa öll hjá Wise Music.Cat Gundry-Beck Fyrsta alþjóðlega tónlistarforlagið Inga vinnur bæði með íslensku og erlendu tónlistarfólki og segir hún erlend tónskáld sýna Íslandi mikinn áhuga. Þetta hefur gengið mjög vel og fyrir nokkrum mánuðum síðan ákveður Wise Music að koma líka með tónlistarforlag (e. music publishing) til Íslands. „Þeim finnst íslenskt tónlistarfólk svo flott og hæfileikaríkt en það hefur verið lítil alþjóðleg tenging og erfitt fyrir íslenskt tónlistarfólk að komast út. Þetta var því ákveðið og mér var boðið að taka yfir þetta. Það er því að fara af stað núna og við erum að fara að opna höfuðstöðvar hérlendis. Ég verð því bæði tónlistarstjórnandi (e. music supervision) og með umsjón yfir tónlistarforlaginu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegt tónlistarforlag er að opna hér heima og þetta er mjög góð viðbót við þau forlög sem eru hér núna. INNI Music og Iceland Sync eru hér heima með mjög góða þekkingu á íslenska tónlistarheiminum og við erum í miklu sambandi við þau.“ Inga segir markmiðið vera að hjálpa íslensku tónlistarfólki að komast út og fá alþjóðlegri dreifingu. „Svo erum við mikið að pæla í kvikmyndatónlist og viljum hjálpa íslensku tónlistarfólki að koma lögunum sínum inn í alþjóðlega kvikmyndabransann.“ Inga Magnes hlakkar til að geta aukið samvinnu milli Íslands og hins stóra heims.Cat Gundry-Beck Fjölskyldufyrirtæki Wise Music Group er upprunalega fjölskyldufyrirtæki sem hefur fjárfest í öðrum fjölskyldufyrirtækjum víða um heim. „Allar höfuðstöðvarnar koma því frá litlum fjölskyldufyrirtækjum og maður finnur fyrir því í samstarfinu. Fólkið er keyrt áfram af mikilli ástríðu og þetta er allt jarðbundið og yndislegt fólk. Þau eru að koma hingað til lands til að kynnast íslensku listafólki og vonandi geta hjálpað bransanum að þróast og stækka.“ Forlagið ætlar sér að fara hægt af stað að sögn Ingu. „Við erum ekki að taka marga inn, við viljum fá færri og sinna þeim mjög vel. Draumurinn er svo að við í samstarfi við hin tónlistarforlögin getum komið þessari senu betur af stað.“ Wise Music Iceland fagnaði komu sinni til landsins með veislu.Cat Gundry-Beck Myndaveisla frá veislu í Ásmundarsal Í gær fagnaði Wise Music Group komu sinni til landsins með pomp og prakt í Ásmundarsal. Fyrr um daginn voru þau með tónlistarforlags panel með ÚTON en Inga segir þau vinna mikið með þeim. „Við vildum svo fagna því að þessar höfuðstöðvar séu að opna með partýi,“ segir Inga og bætir að lokum við: „Wise Music Group er líka með fullt af flottu tónlistarfólki um allan heim og margir listamenn sem vilja mjög mikið koma til Íslands. Tónskáld sem vilja íslensk verkefni, vinna með íslenskum leikstjóra, koma fram á íslenskum tónlistarhátíðum og vera partur af íslensku senunni. Við erum því að koma Íslendingum út og í leiðinni opna dyrnar fyrir alþjóðlegum tónlistarmönnum.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá opnunarteitinu: Plötusnúðurinn Benni B-Ruff hélt uppi stemningu með góðum tónum.Cat Gundry-Beck Inga Magnes býður gesti velkomna. Verk Helenu Margrétar njóta sín í bakgrunni.Cat Gundry-Beck Sophia Blume, David Holley, Inga Magnes Weisshappel, Loui Törnqvist, Marcus Wise, Michael Ohst, Charlotte Paludan og Steven Tallamy.Cat Gundry-Beck Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds skemmti sér vel.Cat Gundry-Beck Steven Tallamy, Ólafur Arnalds, Loui Törnqvist og Michael Ohst.Cat Gundry-Beck Áhugasamir tónlistarunnendur sameinuðust í Ásmundarsal.Cat Gundry-Beck Stuð og stemning.Cat Gundry-Beck
Tónlist Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Óli Palli poppar Skagann upp Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ. 4. nóvember 2022 13:37 Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00 Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Óli Palli poppar Skagann upp Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ. 4. nóvember 2022 13:37
Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3. nóvember 2022 22:00
Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3. nóvember 2022 17:01