Blússandi aðsókn í Skógarböðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:05 Eigendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María, sem eru alsæl með hvað reksturinn hefur gengið vel frá því að þau opnuðu 22. maí í vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira