Hyggjast halda opin réttarhöld yfir þúsundum mótmælenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2022 07:10 Konur hafa mótmælt með því að brenna slæður sínar og skera hár sitt. AP Dómstólar í Íran hyggjast halda opin réttarhöld yfir allt að þúsund einstaklingum sem voru handteknir í mótmælum í Tehran og fleiri en þúsund mótmælendum sem voru handteknir annars staðar í landinu. Um er að ræða fólk sem flykktist út á götur landsins í kjölfar þess að hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi eftir að hafa verið handtekinn af siðferðislögeglu fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur og námsmenn hafa verið í fararbroddi mótmælanna. Búið er að rétta yfir nokkrum þeirra sem hafa verið handteknir en það er til marks um réttlætið sem dómsvaldið útdeilir að Mohammad Ghobadlo, 22 ára, var dæmdur til dauða fyrir þátttöku sína í mótmælunum, eftir réttarhöld sem vörðu í einn dag. Að sögn móður Ghobadlo hafa sakborningar ekki fengið að hafa lögmenn með sér í dómsal. Að minnsta kosti 253 hafa látið lífið í mótmælunum, þeirra á meðal 34 börn. Þá hafa mörg þúsund manns verið handteknir. Valdamenn í Íran eru sagðir skiptast í tvo hópa hvað varðar mögulegar lausnir á mótmælaöldunni; annars vegar að handtaka fólk og fangelsa og hins vegar að reyna að efna til viðræðna til að ná samfélagssátt. Framganga stjórnvalda hefur vakið hörð viðbrögð á Vesturlöndum og þá hefur verið kallað eftir því að Írönum verði bönnuð þátttaka í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en einnig vegna sölu þeirra á drónum og vopnum til Rússa. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Um er að ræða fólk sem flykktist út á götur landsins í kjölfar þess að hin 22 ára Mahsa Amini lést í varðhaldi eftir að hafa verið handtekinn af siðferðislögeglu fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur og námsmenn hafa verið í fararbroddi mótmælanna. Búið er að rétta yfir nokkrum þeirra sem hafa verið handteknir en það er til marks um réttlætið sem dómsvaldið útdeilir að Mohammad Ghobadlo, 22 ára, var dæmdur til dauða fyrir þátttöku sína í mótmælunum, eftir réttarhöld sem vörðu í einn dag. Að sögn móður Ghobadlo hafa sakborningar ekki fengið að hafa lögmenn með sér í dómsal. Að minnsta kosti 253 hafa látið lífið í mótmælunum, þeirra á meðal 34 börn. Þá hafa mörg þúsund manns verið handteknir. Valdamenn í Íran eru sagðir skiptast í tvo hópa hvað varðar mögulegar lausnir á mótmælaöldunni; annars vegar að handtaka fólk og fangelsa og hins vegar að reyna að efna til viðræðna til að ná samfélagssátt. Framganga stjórnvalda hefur vakið hörð viðbrögð á Vesturlöndum og þá hefur verið kallað eftir því að Írönum verði bönnuð þátttaka í heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en einnig vegna sölu þeirra á drónum og vopnum til Rússa.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira