Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 12:02 Til stendur að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna á bryggjum landsins. Vísir/Vilhelm Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira