Kílómetrahá flóðbylgja við áreksturinn sem grandaði risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2022 21:00 Loftsteinninn sem grandaði risaeðlunum hefur verið kenndur við Chicxulub í Mexíkó. Vísindamennirnir gáfu sér að hann hefði verið rúmlega fjórtán kílómetrar að þvermáli og eðlismassi hans hafi verið meira en 2,6 tonn á rúmmetra. Vísir/Getty Ógurleg flóðbylgja, hátt í tveggja kílómetra há, fylgdi í kjölfar áreksturs loftsteins við jörðina sem grandaði risaeðlunum fyrir tugum milljóna ára. Ný hermun tölvulíkans bendir til þess að flóðbylgjan hafi náð yfir alla jörðina. Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára. Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Talið er að tími risaeðlanna hafi að mestu liðið undir lok þegar meira en fjórtán kílómetra breiður loftsteinn skall á því sem er nú er hafsbotninn rétt norðan við Yucatán-skaga í Mexíkó fyrir um 66 milljónum ára. Auk þess þurrkaðist um þrír fjórði hluti alls dýra- og plöntulífs út við hamfarirnar. Áreksturinn þeytti gríðarlegu magni ryks og bergs sem gufaði upp í einu vetfangi upp í andrúmsloftið og stormar af völdum brennandi ofurheitra elda kunna að hafa geisað um alla jörð. Rykið, bergagnirnar og sótið frá eldunum skyggðu á sólarljós lengi á eftir og olli kólnun loftslagsins. Höfin súrnuðu þegar brennisteinsríku rykið olli súru regni. Lengi hefur verið vitað að áreksturinn olli flóðbylgjum sem gengu á land um alla jörð en ný rannsókn sem byggði meðal annars á keyrslu tölvulíkans sýnir fram á hversu tröllauknar þær voru. Bylgjan sem myndaðist við áreksturinn sjálfan er þannig talin hafa verið meira en 1,6 kílómetra há. Til samanburðar stendur Eyjafjallajökull rúmlega 1.600 metra yfir sjávarmáli. „Þetta var hnattræn flóðbylgja. Allur heimurinn sá hana,“ segir Molly Range, einn höfunda rannsóknarinnar frá Michigan-háskóla, við Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu AGU Advances. Um 30.000 sinnum öflugri en flóðbylgjan á Súmötru Upphaflega árekstursbylgjan var þó aðeins byrjunin. Um tíu mínútum eftir áreksturinn þegar gígur hafði myndast og allt stærra brakið sem þeyttist upp í andrúmsloftið var fallið niður aftur fór flóðbylgja af stað á hraða sem er sambærilegur við farþegaþotu. Range segir að þegar bylgjan skall á austurströnd Norður-Ameríku og norðurströnd Afríku hafi öldurnar verið að minnsta kosti átta metra háar. Á þessum tíma var ekki land á milli Norður- og Suður-Ameríku þannig að flóðbylgjan barst óhindrað í gegnum Kyrrahafið. Til að setja stærðargráðu flóðbylgjunnar í samhengi grípur Range til samanburðar við þá sem varð fleiri en 200.000 manns að bana eftir jarðskjálfta upp á 9,2 undan vesturströnd norðanveðrar Súmötru árið 2004. Krafturinn sem leyndist í flóðbylgjunni eftir loftsteinsárekturinn var um það bil 30.000 sinnum meiri. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni studdust einnig við jarðfræðirannsóknir um leið og kraft flóðbylgjunnar. Fundu þeir meðal annars merki um að hún hafi verið nógu kröftug til þess að raska verulega setlögum á hásléttum á hafsbotninum og við strandlengjur á fleiri en hundrað stöðum. Þær rannsóknir styðja hermun tölvulíkananna. Ýmsum spurning um áhrif flóðbylgjunnar er enn ósvarað, til dæmis um hversu mikil flóð á landi urðu. Til þess að leggja mat á það þurfa vísindamenn að hafa betri þekkingu á landslagi hafbotnsins og dýpt hafsins á jörðinni á þessum tíma fyrir tugum milljóna ára.
Vísindi Risaeðlur Geimurinn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Leifarnar sem fundust í miðvesturhluta Bandaríkjanna eru taldar sýna atburðarásina nokkrum mínútum eða klukkustundum eftir að stór loftsteinn skall á jörðinni fyrir um 66 milljónum ára. 30. mars 2019 11:34