„Allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2022 11:31 Lydía er sjálf sálfræðingur en trúði því ekki að kulnun væri eitthvað sem gæti gerst fyrir hana. Sífellt fleiri finna fyrir kulnun en hvað er kulnun? Hver eru einkennin og hvers vegna upplifa ekki allir slík veikindi? Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira