Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2022 12:03 Margrét Friðriksdóttir var á leið til Þýskalands og þaðan til Moskvu þegar henni var vísað úr flugvél Icelandair. VÍSIR/VILHELM/AÐSEND Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr. Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Vísir greindi frá því í september að Margrét hefði verið á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt að handfarangur hennar þyrfti að fara niður í farangursrými vegna plássleysis. Sjálf sagðist Margrét hafa verið mjög ósátt en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að vera með grímu. Eftir nokkrar deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni en hún ákvað þá að ganga inn í flugstjórnarklefann og ræða við flugmanninn. Talsmaður Icelandair sagði þá í samtali við fréttastofu að starfsfólk hefði ekki átt annarra kosta völ en að fylgja henni frá borði. Uppfært kl. 13.49: Margrét kveðst ekki hafa gengið inn í flugstjórnarklefann, heldur hafi hann verið opinn og því „auðvelt fyrir hana að ræða við flugstjórann.“ „Ég stóð við útganginn fyrir miðju þar sem ég var að bíða eftir lögreglunni. Ég setti upp grímuna en komst svo að því að flugfreyjurnar hafi sagt ósatt um að ekki væri pláss fyrir handfarandurstöskuna mína sem uppfyllir öll skilyrði sem slík ég reyndi bara að standa á mínum rétti og augljóst að flugfélagið er brotlegt þarna,“ segir hún mjög ósátt. Margrét hefur nú sent bótakröfu til Icelandair með fulltingi lögmannsstofunnar Griffon. Það er lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sem aðstoðar hana við málið. Frá þessu greinir hún á vefnum Frettin.is og birtir bótakröfuna í heild sinni. Hún krefst 29.168.000 króna sem sundurliðast svona: Vegna farmiða: 550.000 kr. Vegna aukins launakostnaðar: 7 dagar x kr. 150.000 = 1.050.000 kr. Vegna útlagðs hótelkostnaðar: 1.080.000 kr. (6 nætur x 180.000 kr.) Vegna eyðilagðrar heimildarmyndar: 20.000.000 kr. Vegna leigubifreiðar frá flugvelli: 18.000 kr. Beint vinnutap: 1.050.000 kr. Þegar áfallinn kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar: 420.000 kr. Vegna ólögmætrar ærumeingerðar og grímuskipunar: 3.000.000 kr. Vegna þjáninga og þá einkum áfallastreitu og lækniskostnaðar: 2.000.000 kr.
Icelandair Fréttir af flugi Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24. september 2022 13:35
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33