KR reyndi að semja aftur við Kjartan: „Gefur karlinum fokk-merki“ Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2022 12:04 Kjartan Henry Finnbogason sneri aftur til KR fyrir síðasta tímabil en endurkoman hefur ekki gengið upp sem skyldi. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason virðist vera á förum frá KR að loknu tímabilinu. Hann gaf í skyn á Twitter að kveðjurnar frá uppeldisfélaginu væru kaldar. Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Kjartan, sem er 36 ára gamall, hefur aðeins byrjað sjö deildarleiki í Bestu deildinni á þessari leiktíð. Hann er á sínu öðru ári hjá KR eftir að hafa snúið aftur heim úr atvinnumennsku. Þegar Kjartan kom heim frá Danmörku vorið 2021 skrifaði hann undir samning sem gilda átti út leiktíðina 2023. Samkvæmt upplýsingum Vísis er hins vegar uppsagnarákvæði í samningnum sem KR ákvað núna að nýta sér, þó með það í huga að endursemja við framherjann. Eftir því sem Vísir kemst næst hafa aftur á móti viðræður um nýjan samning siglt í strand, og birti Kjartan myndskeið á Twitter með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr grínþættinum Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ pic.twitter.com/TEMQXkTGNT— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) October 14, 2022 Hvorki Kjartan né Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildu að svo stöddu nokkuð tjá sig um stöðuna þegar Vísir leitaði eftir því í dag. Það virðist hins vegar allt benda til þess að ætli Kjartan að spila áfram fótbolta verði það ekki í búningi KR. Kjartan hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Atriðið eftirminnilega úr Steypustöðinni má sjá að neðan.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira