Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 08:03 Bílinn vekur alltaf mikla athygli þegar hann er á ferðinni á Ísafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum. „Hann er búin að standa sig alveg eins og hetja, búin að snúa nokkrum höfðum og búin að fá slatta af myndum af sér. Það eru margir mjög hissa að sjá mig á bílnum en þetta er bara sendibíllinn minn í dag. Það eru margir búnir að spyrja hvort maður sé ekki hræddur að vera á þessu en ég segi bara, það eru góðir andar í bílnum, það er ekkert annað, þetta er bara góðir andar,“ segir Sigurður Bjarki Guðbjartsson, eigandi útfararbílsins. Sigurður Bjarki sá bílinn auglýstan til sölu á Facebook og klukkutíma síðar var hann búin að kaupa hann. Bílinn var fluttur notaður inn til landsins og var til fjölda ára í eigu útfararþjónustu í Reykjavík. Bílinn er árgerð 1992 og það er búin að keyra hann 100 þúsund kílómetra á þessum 30 árum. Sigurður Bjarki, sem keypti bílinn eftir að hann hafði séð auglýsingum á Facebook að hann væri til sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Bjarki segir heimamenn á Ísafirði hafa miklar skoðanir á bílnum, mörgum finnist mjög skrýtið að nota útfararbíl, sem sendibíl á götum bæjarins fyrir tælenskan veitingastað alla daga, á meðan öðrum finnst þetta töff og setja skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Bíddu við, af hverju má þetta ekki vera sendibíll eins og kirkja getur verið leikskóli, ég held að þetta sé ekkert annað. Eins og staðan er í dag þá er þetta bara sendiferðabílinn minn,“ segir Sigurður Bjarki, veitingamaður og sendibílstjóri á Ísafirði. Bílinn stendur mikið við Nettó á Ísafirði en veitingastaðurinn hjá Sigurðir Bjarka og fjölskyldu hans er í sama húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ísafjarðarbær Bílar Veitingastaðir Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira
„Hann er búin að standa sig alveg eins og hetja, búin að snúa nokkrum höfðum og búin að fá slatta af myndum af sér. Það eru margir mjög hissa að sjá mig á bílnum en þetta er bara sendibíllinn minn í dag. Það eru margir búnir að spyrja hvort maður sé ekki hræddur að vera á þessu en ég segi bara, það eru góðir andar í bílnum, það er ekkert annað, þetta er bara góðir andar,“ segir Sigurður Bjarki Guðbjartsson, eigandi útfararbílsins. Sigurður Bjarki sá bílinn auglýstan til sölu á Facebook og klukkutíma síðar var hann búin að kaupa hann. Bílinn var fluttur notaður inn til landsins og var til fjölda ára í eigu útfararþjónustu í Reykjavík. Bílinn er árgerð 1992 og það er búin að keyra hann 100 þúsund kílómetra á þessum 30 árum. Sigurður Bjarki, sem keypti bílinn eftir að hann hafði séð auglýsingum á Facebook að hann væri til sölu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Bjarki segir heimamenn á Ísafirði hafa miklar skoðanir á bílnum, mörgum finnist mjög skrýtið að nota útfararbíl, sem sendibíl á götum bæjarins fyrir tælenskan veitingastað alla daga, á meðan öðrum finnst þetta töff og setja skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Bíddu við, af hverju má þetta ekki vera sendibíll eins og kirkja getur verið leikskóli, ég held að þetta sé ekkert annað. Eins og staðan er í dag þá er þetta bara sendiferðabílinn minn,“ segir Sigurður Bjarki, veitingamaður og sendibílstjóri á Ísafirði. Bílinn stendur mikið við Nettó á Ísafirði en veitingastaðurinn hjá Sigurðir Bjarka og fjölskyldu hans er í sama húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ísafjarðarbær Bílar Veitingastaðir Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Gera kröfu um að varaaflsstöðin verði áfram í Vík Sjá meira