„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Sverrir Mar Smárason skrifar 8. október 2022 16:38 Viktor Jónsson var ekki svona svekktur í dag, hann var bara mjög glaður. Vísir/Diego Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Sjá meira
„Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Sjá meira
Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00