Hljóta friðarverðlaunin fyrir mannréttindabaráttu í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:06 Hvítrússinn Ales Bialiatski hefur lengi barist fyrir mannréttindum í heimalandi sínu. EPA Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hljóta í sameiningu friðarverðlaun Nóbels í ár. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi segir að Bialiatski og samtökin séu „einstakir talsmenn mannréttinda, lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar“. BREAKING NEWS:The Norwegian Nobel Committee has decided to award the 2022 #NobelPeacePrize to human rights advocate Ales Bialiatski from Belarus, the Russian human rights organisation Memorial and the Ukrainian human rights organisation Center for Civil Liberties. #NobelPrize pic.twitter.com/9YBdkJpDLU— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 7, 2022 Hinn sextugi Bialiatski er stofnandi mannréttindamiðstöðvarinnar Viasna, eða Vor, og er nú gæsluvarðhaldi og bíður réttarhalda. Hann stofnaði miðstöðina árið 1996 sem viðbrögð við aðgerða lögreglu í Hvíta-Rússlandi í kjölfar mótmæla gegn einræðisherranum Alexander Lukashenko árið 1996. Bialitski hefur áður setið í fangelsi, á árunum 2011 til 2014, eftir að hann var sakfellfur fyrir skattsvik. Hann hefur þó ávallt hafnað þeim ásökunum. Samtökin Memorial eru elstu mannréttindasamtökin í Rússlandi en þeim var gert að hætta starfsemi af rússneskum yfirvöldum fyrr á þessum árum. Miðstöð um borgararéttindi (e. Ukrainian Center for Civil Liberties (CGS)) eru ein helstu mannréttindasamtök Úkraínu, stofnuð árið 2007 þegar leiðtogar nokkurra mannréttindasamtaka frá níu fyrrverandi Sovétlýðveldum tóku sig saman og stofna fjölþjóðleg samtök með aðsetur í Kænugarði. Frá innrás Rússa í Úkraínu hafa samtökin unnið að skrá stríðsglæpi rússneskra hersveita. 343 tilnefningar Alls voru 343 einstaklingar eða samtök tilnefnd til friðarverðlaunanna að þessu sinni. Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. Nóbelsverðlaunin verða formlega afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð þann 10. desember næstkomandi. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2022 Mánudagur 3. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 4. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 5. október: Efnafræði Fimmtudagur 6. október: Bókmenntir Föstudagur 7. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 10. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Noregur Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56 Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Franski rithöfundurinn Annie Ernaux hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 6. október 2022 11:02
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sviði smellefnafræði Efnafræðingarnir Carolyn R. Bertozzi frá Bandaríkjunum, Morten Meldal frá Danmörku and K. Barry Sharpless frá Bandaríkjunum hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sviði smellefnafræði. 5. október 2022 09:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Eðlisfræðingarnir Alain Aspect frá Frakklandi, John F. Clauser frá Bandaríkjunum og Anton Zeilinger frá Austurríki hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 4. október 2022 09:56
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38