Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2022 17:15 Parísarbúar geta ekki safnast saman fyrir framan risaskjá í miðborginni líkt og hefð er fyrir. Sömu sögu er að segja af öðrum borgum í Frakklandi. Joao Bolan/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum. HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
HM í Katar hefst þann 20. nóvember og stendur fram til 18. desember. Frakkar eiga titil að verja en þeir unnu Króatíu í úrslitum HM í Rússlandi árið 2018. Gríðarmikil stemning myndaðist þá víða um Frakkland þar sem risaskjáir voru settir upp í miðbæjum stærstu borga landsins. Yfirvöld í París tilkynntu hins vegar um ákvörðun sína í gær og fetuðu þá í fótspor margra annarra borga í landinu sem höfðu tekið samskonar ákvörðun. Borgaryfirvöld í Lille, Strasbourg, Reims, Bordeaux og Marseille munu öll sniðganga mótið með sama hætti. Pierre Rabadan, aðstoðarborgarstjóri Parísar, sem fer með íþróttamál í borginni, réttlæti ákvörðunina með vísan í skilyrði fyrir skipulagningu heimsmeistaramótsins, bæði hvað varðar umhverfis- og félagslega þætti. Þá hjálpi ekki heldur til að viðburðurinn fari fram að vetri til. Katarar hafa sætt harðri gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu vegna meintra mannréttindabrota í kringum heimsmeistaramótið. Samkvæmt tölum frá þarlendum yfirvöldum hafa þrír látist við uppbyggingu mótsins en vestrænir fjölmiðlar og mannréttindasamtök segja dauðsföllin talin í þúsundum.
HM 2022 í Katar Katar Frakkland Tengdar fréttir Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30 Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Gekk á hnjánum yfir allan völlinn Andlitið dettur af sumum: Mourinho hrósaði dómaranum eftir tapleik Sjáðu frábær tilþrif Cecilíu í sögulegum leik á San Siro Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Messi ekki í liði ársins í fyrsta sinn í sautján ár Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið. 29. september 2022 12:30
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Danir spila í mótmælatreyjum á HM Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. 28. september 2022 16:31