„Eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2022 10:30 Vala Matt hitti Betu Reynis á dögunum eftir að hún varð að fara í aðgerð vegna húðkrabbameins. Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin. Ísland í dag Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira
Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Elísabet segir sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er að fara í sund og er að fara í bikiníbrjóstahaldara og er að reyna reima hann á mig. Ég er að fylgjast með í speglinum og vindi svona rosalega upp á mig að ég sé pínulítinn svartan fæðingarblett. Ég hugsa að þetta sé nú eitthvað skrýtið og ég þurfi nú að panta tíma í haus, þar sem þetta var í júní,“ segir Elísabet og heldur áfram. „Síðan atvikast þetta þannig að ég þarf að fara suður í enda júní og ég var með einhvern blett á nefinu sem ég hafði fengið á Flateyri. Ég fer til læknis og vill láta skoða þetta. Hann segir við mig, frekar hastarlega þar sem hann er vinur minn. Þú verður bara að passa þig, þú ert svo dökk og húðkrabbamein byrjar oft í andlitinu. Þú verður að passa þig á sólinni.“ Beta hafði því næst samband við Húðlæknastöðina. Aðgerðin var umtalsvert stærri en Elísabet gerði sér grein fyrir. „Ég spyr hvort það sé hægt að skanna nefið mitt því ég sé að fara á Flateyri daginn eftir. Hún kemur mér að. Þau skoða nefið á mér og segja strax að þetta sé allt í lagi. En þarna var ég lítið að pæla í bakinu. Ég er síðan á leiðinni út af stofunni þegar ég segi, má ég trufla þig aðeins meira. Ég er með einn lítinn svartan blett á bakinu. Hann skoðar blettinn og segir strax við mig, þetta lítur ekki vel út.“ Bletturinn var rannsakaður og sendur í ræktun. Elísabet fer daginn eftir á Flateyri með það í huga að mögulega þyrfti hún að stökkva til og fara í aðgerð á Ísafirði. „Hann hringir í mig svona viku síðar og ég tilkynnir mér að um sortuæxli sér að ræða. Hann sagði að þetta væri á fyrsta stigi en það væri samt sem áður ekki hægt að segja neitt til um alvarleikann á þessu stigi. Ég fór pínulítið í þann fasa að treysta því að þetta færi vel. Ég fer í aðgerð tíu dögum síðar og þá var tekið meira en þeir ætluðu. Þannig að þessi litli blettur var að valda alveg gríðarlegu tjóni og ég vaknaði í pínu áfalli,“ segir Elísabet sem óttaðist þarna að meinið væri komið í eitlana. „Þegar ég vakna eftir aðgerðina óttast ég það versta og byrja bara að gráta og græt stjórnlaust. Hjúkrunarfræðingurinn hélt bara í höndina á mér og grét með mér. Þetta var bara frekar fallegt. Ég þurfti að taka þessu og þeir töku eitla til að vera alveg viss. Ég bað læknana að taka allt og skilja ekkert eftir. Ég skildi labba héðan út krabbameinslaus og það er það sem gerðist og þau stóðu við það,“ segir Elísabet sem er í dag heilsuhraust þrátt fyrir að vera jafna sig eftir veikindin.
Ísland í dag Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Sjá meira