Börn í Laugardal föst í hamsturhjóli ferlagreininga borgarinnar Ingibjörg Vilbergdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Kæru Borgarfulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, Íbúar í Laugardal eru langþreyttir að bíða eftir ákvörðun borgaryfirvalda um framkvæmdir á skólahúsnæði við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtskóla. Skýrslur sérfræðinga,umsagnir og skilabréf hafa verið birtar, þar sem allir er sammála að þörf sé á endurbótum og viðbyggingum, og að mikill vandi sé framundan ef ekki verður ráðist strax í framkvæmdir. Síðan 7. bekkur var færður vegna plássleysis úr Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla fyrir rúmum tuttugu árum hafa skólastjórnendur endurtekið bent á þörfina á endurbótum og viðgerðum á skólabyggingum. Núna er þolinmæði hverfasamfélagsins á þrotum. Stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna við Laugardalinn hafa skrifað opinberlega um afstöðu sína og ítrekað að sviðsmynd 1 verði fyrir valinu, þ.e. að byggt verði nú þegar við alla skólanna í grein sem birtist 1. mars 2022. Eftir 8 ár er spáð að 429 börn í Laugardal hafi ekki rými inn í skólanum sínum Spár um stöðugan vaxandi nemendafjölda í skýrslu samráðshóps skóla- og frístundasviðs um framtíðarskipulag í Laugardalnum segja að eftir 8 ár skorti 429 börnum viðeigandi rými inni í sínum hverfisskóla. Þetta er óafsakanleg staðreynd en réttlætir alls ekki þær gífurlegu hverfislegubreytingar sem sviðmyndir II og III munu hafa í för með sér. Laugarnes- og Langholtshverfi eru rótgróin hverfi þar sem ríkir sátt um hverfa- og skólaskipulagningu. Stjórnir foreldrafélaganna kæra sig ekki um að gjörbreyta hverfaskipulaginu einungis breytinganna vegna, eins og aðrar tillögur en sviðsmynd I gerir ráð fyrir. Í skýrslu sem kom út í september 2022 um mat á kostnaði, áhættu- og styrkleikamati kemur margt fram sem að þegar hafði verið gagnrýnt í sameiginlegri grein stjórnar foreldrafélaganna s.s. að endurbætur á núverandi skólum þurfi að eiga sér stað, að óvissa sé um staðsetningar, hönnun, skipulag og framkvæmdir. Aðrar sviðsmyndir en sviðsmynd I skauta fram hjá dýrmættum gildum hvers skóla s.s sögu, hefðum og öðrum séreinkennum. Hverfin eru ekki samliggjandi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar Því má ekki gleyma að Laugarnes- og Langholtshverfi eru ekki samliggjandi hverfi heldur klofin af einu stærsta græna svæði höfuðborgarinnar. Fáar lausar lóðir eru á borgarlandi nema í útjöðrum hverfisins og því óhjákvæmilegt að með byggingu unglingaskóla er hverfinu kollvarpað með lengri göngufjarlægðir fyrir hundruði unglinga milli heimilis og skóla. Hætta er á að minni hvati yrði fyrir nemendur að ganga og hjóla og meiri hvati fyrir foreldraskutl. Aukin bílaumferð innan hverfis væri óumflýjanleg af þeim sökum, með tilheyrandi mengun og umferðartöfum. Sviðmyndir II og III ganga því þvert á yfirlýstan vilja Reykjavíkurborgar að grænum lífstíl og hugmyndir um 15 mínútna hverfið. Einungis sviðmynd I tekur tillit til þeirra sátta sem ríkir nú þegar hjá íbúum um hverfaskipulagið, verðmæta sem fólgin er í skólabrag, hefðum, mannauði í hverjum skóla fyrir sig. Fólkið í Laugardalnum er að stórum hluta fjölskyldufólk sem hefur kosið að búa á þeim stað í borginni þar sem ekki er safnskóli á unglingastigi. Þegar hafa heyrst sterk andmæli vegna sviðmynda II og III sem munu valda óafturkræfum breytingum á hverfisskipan skólanna. Skólarnir eru þungamiðja í félagslegu tilliti barnanna og því hafa foreldrar valið heimili sem næst skólanum sem það kýs að senda börnin sín. Áhyggjur af unglingum sem þurfa að ganga í gegnum Laugardalinn í myrkri er skiljanlegur en fá ekki mikið vægi nema í sviðmynd I. Breyting á skólaskipulagi er áhætta sem hefur vakið upp fleiri spurningar en það hefur haldbær rök fyrir. Sviðsmynd I tekur tillit til þeirra sátta og vilja sem ríkir hjá íbúum í hverfinu, þeim dýrmætta arfi sem hver skóli býr yfir í skólabrag, hefðum og mannauði. Stjórnir foreldrafélaganna neita af þeim sökum að taka þátt í tilraunakenndum breytingum í þeim eina tilgangi að búa til skjóta lausn uppsafnaðs vanda. Við viljum heildstæðar lausnir fyrir skólanna þar sem tímasettar áætlanir eru gerðar. Kæru borgarfulltrúar - Við viljum að hverfisskipulagið í Laugarnes- og Langholtshverfi verði hverfisskipulag fyrir fólkið sem þar býr – ekki öfugt! Höfundur er Ingibjörg Vilbergdóttir móðir í Laugarnesi, fulltrúi í skólaráði og stjórn foreldrafélags Laugalækjarskóla
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun