Þegar börnum er refsað fyrir veikindi foreldra – ómannúðleg og vanvirðandi meðferð barnaverndar á þegnum landsins Sara Pálsson skrifar 29. september 2022 16:00 68. gr. Stjórnarskrár Íslands, nr. 33/1944 ,, Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. “ Kæri Íslendingur. Ef þú hélst að pyntingar væru eitthvað sem var eingöngu stundað á miðöldum eða í fangelsum í miðausturlöndum þá skjátlast þér hrapallega, því miður. Í dag, í íslensku samfélagi, er verið að pynta fólk og láta fólk sæta ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð, líka ungum saklausum börnum. Í barnaverndarkerfi Íslendinga er daglega verið að brjóta gegn mannréttindum og friðhelgi heilu fjölskyldna, refsa ungum saklausum börnum með því að slíta öll tengsl þeirra við fjölskylduna sína og nærumhverfi, sundra fjölskyldum, þvinga aðskilnað milli foreldra og barna þeirra, milli lítilla barna og ömmu þeirra og afa, milli systkina. Bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð er alþjóðlega viðurkennt, ófrávíkjanlegt bann sem gildir alls staðar, um alla, óháð aðstæðum. Skilgreining á pyntingum eða ómannúðlegri meðferð felur einnig í sér svokallað falið form pyntingar og ómannúðlegrar meðferðar, þ.e. nauðungar sem veldur alvarlegum sársauka eða þjáningu þess sem fyrir því verður. Yfirvöld beita stundum földum pyntingum og skýla sér á bakvið göfug markmið, t.d. að slík meðferð sé nauðsynleg til verndar hagsmunum barnanna sem yfirvöld eigi að vera að vernda. Slíkt er blekking sem notuð er til að réttlæta ómannúðlega meðferð sem er undir algildu, alþjóðlegu banni og telst skv. lögum aldrei réttlætanleg. Í barnaverndarkerfi Íslendinga eru einstaklingar og börn á degi hverjum látin sæta pyntingum, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Núna verður þetta rökstutt með vísan til vinnubragða barnaverndar og laga. Hvað gerir barnavernd barni, sem taka þarf að heimili vegna óreglu? Barnavernd á Íslandi telur sig engar skyldur bera til að leitast eftir því að vista barn innan stórfjölskyldunnar. Þvert á móti, hefur framkvæmdin iðulega verið þannig, að barnavernd reynir eftir fremsta megni að vista barn utan stórfjölskyldu, hjá algerlega ótengdum, bláókunnugum fósturforeldrum. Oft búa þeir jafnvel í öðrum landshluta. Þegar meðlimir stórfjölskyldu leitast eftir að fá barnið til sín, t.d. ömmur eða frænkur/frændur eða návinir foreldra, er þeim yfirleitt synjað. Barnavernd lítur á ,,raskið“ sem fylgir því að slíta öll tengsl barnsins ekki bara við foreldri sitt eða foreldra, heldur líka öll tengsl við ömmur og afa, leikskólann og starfsmenn þar og önnur börn, vini sína, nærumhverfi og stórfjölskyldumeðlimi, sem ,,óhjákvæmilegt rask“ þegar barn er sett í fóstur. Oft er barnavernd að taka barn frá foreldri þar sem foreldrið ,,skortir innsæi í þarfir barnsins“, en á sama tíma sýnir barnavernd fullkominn skort á innsæi inn í hið sálræna áfall sem slíkt tengslarof og rask veldur litlu barni, sem er plantað á ókunnugt heimili, hjá ókunnugu fólki, í nýjan leikskóla, nýjar reglur og oft án fullnægjandi útskýringa. Og það á afar viðkvæmum tíma fyrir barnið, sem þarf á stórfjölskyldu sinni að halda meira en nokkru sinni fyrr. Framkoman sem barnið fær er: „Nei litla barn, þú mátt ekki hitta mömmu og pabba og þú mátt heldur ekki hitta ömmu og afa, ekki frænku, ekki frænda og þú færð heldur aldrei að fara aftur á leikskólann þinn. Þér er bannað að fara í jólaboð hjá ömmu, þú mátt heldur ekki hitta vini þína lengur. Hér er ný mamma, nýr pabbi, nýtt heimili, nýr leikskóli.“ Framkoman sem foreldrið fær, óháð stöðu þess er: ,,Nei, þú færð aldrei aftur að hitta barnið þitt, nema tvisvar á ári í tvo klukkutíma í senn, í óboðlegu spes húsnæði þar sem þið eruð lokuð inni og ókunnug manneskja situr yfir ykkur og hefur eftirlit með ykkur allan tímann. Ef svo ótrúlega vill til að þið fáið að fara út í ísbúð eltir ókunnuga manneskjan ykkur þangað. Hlustar á allt sem þið segið og horfið á allt sem þið gerið“. Framkoman sem amma og afi fá: ,,Nei, þið fáið aldrei að hitta barnabarnið ykkar aftur, nema kannski 20 mínútna símtal, einu sinni á ári.“ Flestir, ef ekki allir foreldrar, ömmur og afar myndu frekar kjósa 20 svipuhögg á almannafæri heldur en svona sálræna og tilfinningalega pyntingu sem barnavernd fremur gegn þeim. En hvað svo með börnin? Þau hafa ekkert val. Þau gerðu ekkert rangt. Hvers vegna er talið réttlætanlegt að brjóta svona alvarlega gegn þeim? Hvernig getur þetta ekki flokkast sem pyntingar eða í það minnsta ómannúðleg og vanvirðandi meðferð? Telst þetta ekki vera nauðung sem veldur alvarlegum sársauka og þjáningu þess sem fyrir henni verður? Fyrir utan það að barn myndi hreinlega deyja hlýtur þetta að vera það versta og sársaukafyllsta sem foreldri, sem amma og afi, geta hugsað sér. Og þessir einstaklingar þurfa að upplifa þennan sársauka og þjáningu, út lífið, viðvarandi – í boði yfirvalda. Svo þegar barnið sýnir gríðarleg streitueinkenni, vanlíðan, kvíða, grátur og niðurbrot í kjölfar þessa tengslarofs, þá er sjálfsblekkingin svo mikil að ,,vanrækslu hjá foreldri“ er kennt um líðan þess, en ekkert horft á tengslarofið og algerlega kúvendingu á öllu í þeirra lífi, á öllu því sem skiptir mestu máli í lífi lítils barns, tengslum þeirra við sína nánustu og nærumhverfi. Hversu mikilli sjálfsblekkingu er hægt að vera í ? Svo gefur barnavernd sig út fyrir að vinna af heilindum til að tryggja eftir fremsta megni „stöðugleika“ í lífi barns. Þetta er frasi sem finna má í hverjum einasta úrskurði og greinargerð barnaverndar. Á sama tíma og barnavend sjálf fremur mestu og alvarlegustu stöðugleikaröskun gegn þessum börnum og hugsast getur. Barnavernd er ekki að fara að lögum. Lög og meðalhófsreglan gera ráð fyrir að ávallt eigi að leitast við að beita úrræðum sem eru sem minnst íþyngjandi fyrir borgarana. Það sem verið er að gera þessum fjölskyldum er eins íþyngjandi og hugsast getur. Hvort er meira íþyngjandi fyrir lítið barn, foreldra þess og stórfjölskyldu, að þegar nauðsynlegt er að taka barn úr umsjá foreldra, sem nánast ávallt er vegna vímuefnaneyslu, að leita allra leiða til að vista barn hjá ömmu/afa, frænku/frænda eða þeim sem nákomnir eru fjölskyldunni, leita síðan allra leiða við að tryggja barninu sem mesta umgengni við foreldrið, ef það er unnt, leyfa barninu vera áfram í sama leikskóla, hjá fólki sem það þekkir og treystir, leyfa umgengni á heimili foreldra, eða fara í húsdýragarðinn, eða heima hjá vistunaraðila, við mannúðlegar og eðlilegar aðstæður, eða; slíta öll tengsl barnsins við fjölskyldu og stórfjölskyldu, banna alla umgengni barnsins við foreldrið nema tvisvar eða fjórum sinnum á ári, banna barninu alfarið að hitta ömmu sína nema einu sinni á ári undir eftirliti, barnið fær ekki að fara í jólaboð, afmælisboð innan fjölskyldu, fær ekki að fara á leikskólann sinn, fær þess í stað nýja foreldra, nýtt heimili, nýjan leikskóla, jafnvel nýtt sveitarfélag, ,,nýja ömmu“? Tengsl barnsins við foreldra, systkini, afa og ömmu og aðra í stórfjölskyldunni eru friðhelg, varin í stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og Barnasáttmála SÞ. Þessi friðhelgi er algerlega virt að vettugi af barnavernd. Öll gerræðisleg afskipti af einkalífi, fjölskyldu eða heimili barns eru bönnuð skv. 16. gr. Barnasáttmálans. Þarna fellur t.d. leikskóli barns undir og tengsl við stórfjölskylduna. Eru það gerræðisleg afskipti af einkalífi og fjölskyldu barns að banna því að hitta mömmu og pabba, sem jafnvel eru löngu orðin edrú, lifa eðlilegu heilbrigðu lífi, í nema 2-4 skipti á ári, í hrörlegu húsnæði á vegum barnaverndar, undir eftirliti eftirlitsmanns? Hver vill rökstyðja það, að þetta teljist til mannúðlegrar meðferðar og feli í sér virðingu fyrir friðhelgi fjölskyldunnar? Getur umgengni barns í tvö skipti á ári við foreldri, talist fullnægja skilyrðum 3. mgr. 9. gr. Barnasáttmálans um rétt barnsins til þess að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti? Hvert barn sem taka þarf af heimili sínu og frá aðalumönnunaraðila á margvarinn rétt til að barnavernd leiti allra leiða til að koma því fyrir innan stórfjölskyldu. En barnavernd gerir þveröfugt. Þess í stað fer barnavernd í kostnaðarsama auglýsingaherferð þar sem auglýst er grimmt eftir nýjum fósturforeldrum á sama tíma og ekkert er reynt til að vista börnin innan stórfjölskyldunnar. Hvað er að gerast? Er barnavernd hafin yfir lög, stjórnarskrá og mannréttindi sem gilda fyrir alla í landinu? Hvernig haldið þið að ömmu líði að fá ekki að hitta barnabarn sitt nema einu sinni á ári og þá undir eftirliti? Hvernig haldið þið að litlu barni líði, að fá ekki lengur að hitta ömmu, að fá ekki að hitta mömmu nema fjórum sinnum á ári? Þetta er sársauki og þjáning sem þetta fólk, sem þessi börn þurfa að lifa með dags daglega, út lífið. Af hverju er verið að refsa litlum börnum fyrir veikindi foreldra? Í barnaverndarkerfi Íslendinga er fólk beitt grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð og pyntingum, alvarlegum friðhelgisbrotum sem allt felur í sér brot gegn 71. og 68. gr. stjórnarskrár Íslands, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðalhófsreglu stjórnsýslu og barnaverndarlaga, ofl. Sálrænar pyntingar eru pyntingar, og þær eru miklu verri en líkamlegar. Ég spyr þá sem ábyrgð bera á þessu kerfi, og þá sem hafa völd til að snúa þessu við, ráðherra barnamála, Umboðsmann Alþingis, úrskurðarnefnd velferðarmála, dómstóla, hvað hyggist þið gera? Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
68. gr. Stjórnarskrár Íslands, nr. 33/1944 ,, Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. “ Kæri Íslendingur. Ef þú hélst að pyntingar væru eitthvað sem var eingöngu stundað á miðöldum eða í fangelsum í miðausturlöndum þá skjátlast þér hrapallega, því miður. Í dag, í íslensku samfélagi, er verið að pynta fólk og láta fólk sæta ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð, líka ungum saklausum börnum. Í barnaverndarkerfi Íslendinga er daglega verið að brjóta gegn mannréttindum og friðhelgi heilu fjölskyldna, refsa ungum saklausum börnum með því að slíta öll tengsl þeirra við fjölskylduna sína og nærumhverfi, sundra fjölskyldum, þvinga aðskilnað milli foreldra og barna þeirra, milli lítilla barna og ömmu þeirra og afa, milli systkina. Bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð er alþjóðlega viðurkennt, ófrávíkjanlegt bann sem gildir alls staðar, um alla, óháð aðstæðum. Skilgreining á pyntingum eða ómannúðlegri meðferð felur einnig í sér svokallað falið form pyntingar og ómannúðlegrar meðferðar, þ.e. nauðungar sem veldur alvarlegum sársauka eða þjáningu þess sem fyrir því verður. Yfirvöld beita stundum földum pyntingum og skýla sér á bakvið göfug markmið, t.d. að slík meðferð sé nauðsynleg til verndar hagsmunum barnanna sem yfirvöld eigi að vera að vernda. Slíkt er blekking sem notuð er til að réttlæta ómannúðlega meðferð sem er undir algildu, alþjóðlegu banni og telst skv. lögum aldrei réttlætanleg. Í barnaverndarkerfi Íslendinga eru einstaklingar og börn á degi hverjum látin sæta pyntingum, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð. Núna verður þetta rökstutt með vísan til vinnubragða barnaverndar og laga. Hvað gerir barnavernd barni, sem taka þarf að heimili vegna óreglu? Barnavernd á Íslandi telur sig engar skyldur bera til að leitast eftir því að vista barn innan stórfjölskyldunnar. Þvert á móti, hefur framkvæmdin iðulega verið þannig, að barnavernd reynir eftir fremsta megni að vista barn utan stórfjölskyldu, hjá algerlega ótengdum, bláókunnugum fósturforeldrum. Oft búa þeir jafnvel í öðrum landshluta. Þegar meðlimir stórfjölskyldu leitast eftir að fá barnið til sín, t.d. ömmur eða frænkur/frændur eða návinir foreldra, er þeim yfirleitt synjað. Barnavernd lítur á ,,raskið“ sem fylgir því að slíta öll tengsl barnsins ekki bara við foreldri sitt eða foreldra, heldur líka öll tengsl við ömmur og afa, leikskólann og starfsmenn þar og önnur börn, vini sína, nærumhverfi og stórfjölskyldumeðlimi, sem ,,óhjákvæmilegt rask“ þegar barn er sett í fóstur. Oft er barnavernd að taka barn frá foreldri þar sem foreldrið ,,skortir innsæi í þarfir barnsins“, en á sama tíma sýnir barnavernd fullkominn skort á innsæi inn í hið sálræna áfall sem slíkt tengslarof og rask veldur litlu barni, sem er plantað á ókunnugt heimili, hjá ókunnugu fólki, í nýjan leikskóla, nýjar reglur og oft án fullnægjandi útskýringa. Og það á afar viðkvæmum tíma fyrir barnið, sem þarf á stórfjölskyldu sinni að halda meira en nokkru sinni fyrr. Framkoman sem barnið fær er: „Nei litla barn, þú mátt ekki hitta mömmu og pabba og þú mátt heldur ekki hitta ömmu og afa, ekki frænku, ekki frænda og þú færð heldur aldrei að fara aftur á leikskólann þinn. Þér er bannað að fara í jólaboð hjá ömmu, þú mátt heldur ekki hitta vini þína lengur. Hér er ný mamma, nýr pabbi, nýtt heimili, nýr leikskóli.“ Framkoman sem foreldrið fær, óháð stöðu þess er: ,,Nei, þú færð aldrei aftur að hitta barnið þitt, nema tvisvar á ári í tvo klukkutíma í senn, í óboðlegu spes húsnæði þar sem þið eruð lokuð inni og ókunnug manneskja situr yfir ykkur og hefur eftirlit með ykkur allan tímann. Ef svo ótrúlega vill til að þið fáið að fara út í ísbúð eltir ókunnuga manneskjan ykkur þangað. Hlustar á allt sem þið segið og horfið á allt sem þið gerið“. Framkoman sem amma og afi fá: ,,Nei, þið fáið aldrei að hitta barnabarnið ykkar aftur, nema kannski 20 mínútna símtal, einu sinni á ári.“ Flestir, ef ekki allir foreldrar, ömmur og afar myndu frekar kjósa 20 svipuhögg á almannafæri heldur en svona sálræna og tilfinningalega pyntingu sem barnavernd fremur gegn þeim. En hvað svo með börnin? Þau hafa ekkert val. Þau gerðu ekkert rangt. Hvers vegna er talið réttlætanlegt að brjóta svona alvarlega gegn þeim? Hvernig getur þetta ekki flokkast sem pyntingar eða í það minnsta ómannúðleg og vanvirðandi meðferð? Telst þetta ekki vera nauðung sem veldur alvarlegum sársauka og þjáningu þess sem fyrir henni verður? Fyrir utan það að barn myndi hreinlega deyja hlýtur þetta að vera það versta og sársaukafyllsta sem foreldri, sem amma og afi, geta hugsað sér. Og þessir einstaklingar þurfa að upplifa þennan sársauka og þjáningu, út lífið, viðvarandi – í boði yfirvalda. Svo þegar barnið sýnir gríðarleg streitueinkenni, vanlíðan, kvíða, grátur og niðurbrot í kjölfar þessa tengslarofs, þá er sjálfsblekkingin svo mikil að ,,vanrækslu hjá foreldri“ er kennt um líðan þess, en ekkert horft á tengslarofið og algerlega kúvendingu á öllu í þeirra lífi, á öllu því sem skiptir mestu máli í lífi lítils barns, tengslum þeirra við sína nánustu og nærumhverfi. Hversu mikilli sjálfsblekkingu er hægt að vera í ? Svo gefur barnavernd sig út fyrir að vinna af heilindum til að tryggja eftir fremsta megni „stöðugleika“ í lífi barns. Þetta er frasi sem finna má í hverjum einasta úrskurði og greinargerð barnaverndar. Á sama tíma og barnavend sjálf fremur mestu og alvarlegustu stöðugleikaröskun gegn þessum börnum og hugsast getur. Barnavernd er ekki að fara að lögum. Lög og meðalhófsreglan gera ráð fyrir að ávallt eigi að leitast við að beita úrræðum sem eru sem minnst íþyngjandi fyrir borgarana. Það sem verið er að gera þessum fjölskyldum er eins íþyngjandi og hugsast getur. Hvort er meira íþyngjandi fyrir lítið barn, foreldra þess og stórfjölskyldu, að þegar nauðsynlegt er að taka barn úr umsjá foreldra, sem nánast ávallt er vegna vímuefnaneyslu, að leita allra leiða til að vista barn hjá ömmu/afa, frænku/frænda eða þeim sem nákomnir eru fjölskyldunni, leita síðan allra leiða við að tryggja barninu sem mesta umgengni við foreldrið, ef það er unnt, leyfa barninu vera áfram í sama leikskóla, hjá fólki sem það þekkir og treystir, leyfa umgengni á heimili foreldra, eða fara í húsdýragarðinn, eða heima hjá vistunaraðila, við mannúðlegar og eðlilegar aðstæður, eða; slíta öll tengsl barnsins við fjölskyldu og stórfjölskyldu, banna alla umgengni barnsins við foreldrið nema tvisvar eða fjórum sinnum á ári, banna barninu alfarið að hitta ömmu sína nema einu sinni á ári undir eftirliti, barnið fær ekki að fara í jólaboð, afmælisboð innan fjölskyldu, fær ekki að fara á leikskólann sinn, fær þess í stað nýja foreldra, nýtt heimili, nýjan leikskóla, jafnvel nýtt sveitarfélag, ,,nýja ömmu“? Tengsl barnsins við foreldra, systkini, afa og ömmu og aðra í stórfjölskyldunni eru friðhelg, varin í stjórnarskrá, mannréttindasáttmála Evrópu og Barnasáttmála SÞ. Þessi friðhelgi er algerlega virt að vettugi af barnavernd. Öll gerræðisleg afskipti af einkalífi, fjölskyldu eða heimili barns eru bönnuð skv. 16. gr. Barnasáttmálans. Þarna fellur t.d. leikskóli barns undir og tengsl við stórfjölskylduna. Eru það gerræðisleg afskipti af einkalífi og fjölskyldu barns að banna því að hitta mömmu og pabba, sem jafnvel eru löngu orðin edrú, lifa eðlilegu heilbrigðu lífi, í nema 2-4 skipti á ári, í hrörlegu húsnæði á vegum barnaverndar, undir eftirliti eftirlitsmanns? Hver vill rökstyðja það, að þetta teljist til mannúðlegrar meðferðar og feli í sér virðingu fyrir friðhelgi fjölskyldunnar? Getur umgengni barns í tvö skipti á ári við foreldri, talist fullnægja skilyrðum 3. mgr. 9. gr. Barnasáttmálans um rétt barnsins til þess að halda persónulegum tengslum og beinu sambandi við foreldra sína með reglubundnum hætti? Hvert barn sem taka þarf af heimili sínu og frá aðalumönnunaraðila á margvarinn rétt til að barnavernd leiti allra leiða til að koma því fyrir innan stórfjölskyldu. En barnavernd gerir þveröfugt. Þess í stað fer barnavernd í kostnaðarsama auglýsingaherferð þar sem auglýst er grimmt eftir nýjum fósturforeldrum á sama tíma og ekkert er reynt til að vista börnin innan stórfjölskyldunnar. Hvað er að gerast? Er barnavernd hafin yfir lög, stjórnarskrá og mannréttindi sem gilda fyrir alla í landinu? Hvernig haldið þið að ömmu líði að fá ekki að hitta barnabarn sitt nema einu sinni á ári og þá undir eftirliti? Hvernig haldið þið að litlu barni líði, að fá ekki lengur að hitta ömmu, að fá ekki að hitta mömmu nema fjórum sinnum á ári? Þetta er sársauki og þjáning sem þetta fólk, sem þessi börn þurfa að lifa með dags daglega, út lífið. Af hverju er verið að refsa litlum börnum fyrir veikindi foreldra? Í barnaverndarkerfi Íslendinga er fólk beitt grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð og pyntingum, alvarlegum friðhelgisbrotum sem allt felur í sér brot gegn 71. og 68. gr. stjórnarskrár Íslands, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 16. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðalhófsreglu stjórnsýslu og barnaverndarlaga, ofl. Sálrænar pyntingar eru pyntingar, og þær eru miklu verri en líkamlegar. Ég spyr þá sem ábyrgð bera á þessu kerfi, og þá sem hafa völd til að snúa þessu við, ráðherra barnamála, Umboðsmann Alþingis, úrskurðarnefnd velferðarmála, dómstóla, hvað hyggist þið gera? Höfundur er lögmaður
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar