Ármann fékk loks að fara á æfingu í Laugardalshöll: „Vonandi er þetta komið til að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 20:00 Fyrsta æfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Fyrsta íþróttaæfingin í tvö ár fór fram í Laugardalshöll í dag eftir langvinnar framkvæmdir á húsnæðinu. Frekari vinnu er þó þörf í aðstæðum barnastarfs í Laugardal. Körfuknattleiksdeild Ármanns er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu og hefur missirinn af Laugardalshöll því reynst félaginu erfiður. Liðið hefur þurft að æfa í smáum húsum í Laugarnes- og Langholtsskóla auk íþróttahúss Kennaraháskólans sem er utan hverfisins sem Ármann þjónustar. Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari Ármanns.Vísir/Sigurjón Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari hjá Ármanni segir erfiða tíma að baki: „Tveggja ára bið og búin að vera rosaleg eftirvænting að komast hingað inn. Mikil tilhlökkun í öllum. Lýst mjög vel á höllina, lítur vel út eins og við sjáum. Þetta verður frábært þegar við fáum að vera hérna inni.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki búið að vera bölvað hark þá stóð ekki á svörum: „Algjört neyðarástand, alveg hræðilegt hjá okkur í rauninn. Við erum glöð að vera loksins komin aftur og geta haldið áfram með starfið. Það hefur haldist gangandi en með herkjum, það hefur verið erfitt síðustu tvö ár. Vonandi er þetta komið til að vera.“ „Betur má ef duga skal“ „Þetta mun umturna starfsemi félagsins. Félagið er nú þegar stærsta körfuknattleiksdeild Reykjavíkur og sú næststærsta á landinu. Þannig að betur má ef duga skal í íþróttahúsamálum, þetta er bara brot af okkar starfsemi sem fer hérna inn.“ „Þetta er gífurlegur munur og nær að setja okkur aftur nær eðlilegri starfsemi en þetta er bara plástur á sár. Deildin mun stækka á næstu árum, markmiðið er að tvöfaldast á næstu árum og það eru góðar líkur á því. Höllin hjálpar okkur náttúrulega að vaxa, erum inn í okkar hverfi. Krakkarnir geta mætt og stunda aðrar íþróttir líka, með körfunni. Við búumst við að fjöldinn aukist töluvert,“ sagði Oddur að lokum í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Körfubolti Ármann Ný þjóðarhöll Íþróttir barna Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Ármanns er sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu og hefur missirinn af Laugardalshöll því reynst félaginu erfiður. Liðið hefur þurft að æfa í smáum húsum í Laugarnes- og Langholtsskóla auk íþróttahúss Kennaraháskólans sem er utan hverfisins sem Ármann þjónustar. Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari Ármanns.Vísir/Sigurjón Oddur Jóhannsson, yfirþjálfari hjá Ármanni segir erfiða tíma að baki: „Tveggja ára bið og búin að vera rosaleg eftirvænting að komast hingað inn. Mikil tilhlökkun í öllum. Lýst mjög vel á höllina, lítur vel út eins og við sjáum. Þetta verður frábært þegar við fáum að vera hérna inni.“ Aðspurður hvort þetta sé ekki búið að vera bölvað hark þá stóð ekki á svörum: „Algjört neyðarástand, alveg hræðilegt hjá okkur í rauninn. Við erum glöð að vera loksins komin aftur og geta haldið áfram með starfið. Það hefur haldist gangandi en með herkjum, það hefur verið erfitt síðustu tvö ár. Vonandi er þetta komið til að vera.“ „Betur má ef duga skal“ „Þetta mun umturna starfsemi félagsins. Félagið er nú þegar stærsta körfuknattleiksdeild Reykjavíkur og sú næststærsta á landinu. Þannig að betur má ef duga skal í íþróttahúsamálum, þetta er bara brot af okkar starfsemi sem fer hérna inn.“ „Þetta er gífurlegur munur og nær að setja okkur aftur nær eðlilegri starfsemi en þetta er bara plástur á sár. Deildin mun stækka á næstu árum, markmiðið er að tvöfaldast á næstu árum og það eru góðar líkur á því. Höllin hjálpar okkur náttúrulega að vaxa, erum inn í okkar hverfi. Krakkarnir geta mætt og stunda aðrar íþróttir líka, með körfunni. Við búumst við að fjöldinn aukist töluvert,“ sagði Oddur að lokum í viðtali við Stöð 2 og Vísi.
Körfubolti Ármann Ný þjóðarhöll Íþróttir barna Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu