Ef við hefðum ekki átt nál værum við öll nakin út í móa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2022 20:05 Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi og Margrét Tryggvadóttir, hugmyndasmiður sýningarinnar (t.h.) eru alsælar með sýninguna í Goðalandi í Fljótshlíð, sem opnaði um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Margt verður til í kvenna höndum“ er yfirskrift á sýningu, sem konur í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi eru með í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Saumnálin spilar þar stærsta hlutverkið. Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er [email protected]Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er [email protected]Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira