Saman sköpum við góða orku fyrir samfélagið Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 07:00 Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur skipað sér í fremstu röð í heiminum þegar kemur að öflun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Þennan árangur ber okkur að nýta betur með því að hlúa að og efla þekkingu enn frekar á þessu sviði, í þágu samfélagsins, til uppbyggingu nýrra viðskiptatækifæra og tengsla, og síðast en ekki síst til að laða að nýja þekkingu til landsins. Þörfin fyrir öflun endurnýjanlegrar orku hefur sjaldan verið meiri en um þessar mundir í heiminum. Við Íslendingar eigum mikil tækifæri í þessum efnum sem við þurfum að sækja, nýta, virkja og efla. Mikil eftirspurn er að fá að læra og heyra af því sem vel hefur tekist hér á landi þegar kemur að orkunýtingu. Við höfum gert okkur gildandi á þessu sviði og eigum mikil verðmæti sem okkur ber að miðla áfram til heimsins þegar við tökumst á við loftslagsbreytingar. Í því felast mikil verðmæti fyrir okkur öll, en virðisauka má einnig skapa fyrir okkur Íslendinga með því að standa fyrir viðburðum um sjálfbæra orkunýtingu og framþróun á þessu sviði. Með því að taka skýrari stöðu í umræðu um ábyrga orkunýtingu getum við sem þjóð skapað aukin verðmæti með nýsköpun og samvinnu milli ólíkra greina. Tekist á við samfélagslegar áskoranir í gegnum klasa Nýlega tók ég við sem framkvæmdastjóri Orkuklasans. Klasasamstarfi sem ætlað að byggja brýr á milli ólíkra aðila og leiða vettvang sem styrkir tengsl og samvinnu ólíkra aðila í nýsköpun sem leiða til aukinna framþróunar. Á þann hátt er hægt að ná sameiginlegum markmiðum hraðar en ella. Í gegnum klasa geta þekkingarsamfélagið, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og frumkvöðlar sótt og deilt þekkingu sín á milli og eflt starf sitt með samvinnu. Í Danmörku hafa klasar hafa verið öflugt verkfæri og er áhugavert er að sjá að nýjustu klasarnir eru á sviði umhverfis- og orkutækni, líftækni og skapandi greina sem eiga það sameiginlegt að byggja á nýsköpun og takast á við samfélagslegar áskoranir. Áherslur dönsku klasanna gefa lýsandi mynd af alþjóðlegum áskorunum framtíðarinnar og eiga margt sammerkt með þeim áskorunum sem Íslendingar standa frammi fyrir. Við Íslendingar höfum margt fram að færa en þurfum líka að nýta þá þekkingu til að fá að læra af öðrum. Á hádegisfundi í Húsi Orkuveitu Reykjavíkur sem ber yfirskriftina Clusters - The Driving Force of Innovation eða Klasar - drifkraftar nýsköpunnar, mun Glenda Napier, framkvæmdastjóra Danska Orkuklasans fara yfir starfsemi Danska orkuklasans – Energy Cluster Danmark. Fleiri öflugir sérfræðingar greina stöðuna, áskoranir og tækifærin framundan auk þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun taka þátt í umræðunni. Samfélag okkar hefði ekki náð þeim árangri sem við getum státað okkur af, ef ekki hefði verið fyrir hugrekki, fjárfestingu, samtal og samvinnu í nýtingu náttúruauðlinda. Það þarf að hlúa að því starfi og byggja áfram um. Ég hef þá trú að samstarf í gegnum klasa sé öflug leið í því starfi og vonast til að sjá sem flest ykkar á fundi Orkuklasans í húsi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun kl. 11-13:30, það er að segja á meðan pláss er en hægt er að skrá sig á slóðinni hér að neðan. Látum okkur málin varða og vinnum saman að góðum lausnum. https://energycluster.is/ Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun