Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 08:39 Konan var handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta Suður-Kóreu eftir margra vikna leit lögreglu. AP Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Málið hefur skekið nýsjálensku þjóðina, en líkin fundust af fjölskyldu sem hafði keypt töskurnar á uppboði í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær á uppboði á netinu. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um væri að ræða lík af börnum frá Suður-Kóreu sem höfðu verið sjö og tíu ára þegar þau voru myrt. Leit hófst þó að móður barnanna í Suður-Kóreu sem hefur nú verið handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta landsins. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa farið fram á að konan, sem er 42 ára, verði framseld til Nýja-Sjálands til að hægt verði að rétta yfir konunni. Lögregluyfirvöld í Auckland og í Suður-Kóreu hafa unnið náið að rannsókn landsins, en talið er að konan, sem er nýsjálenskur ríkisborgari af suðurkóreskum uppruna, hafi flúið til Suður-Kóreu í kjölfar dauða barnanna árið 2018. Nýsjálenskir fjölmiðlar segja fjölskylduna hafa búið í Auckland í nokkur ár og að faðir barnanna hafi látist af völdum krabbameins áður en konan myrti börnin. Þá segir að afar og ömmur barnanna búi enn í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Suður-Kórea Erlend sakamál Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47 Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Málið hefur skekið nýsjálensku þjóðina, en líkin fundust af fjölskyldu sem hafði keypt töskurnar á uppboði í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær á uppboði á netinu. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um væri að ræða lík af börnum frá Suður-Kóreu sem höfðu verið sjö og tíu ára þegar þau voru myrt. Leit hófst þó að móður barnanna í Suður-Kóreu sem hefur nú verið handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta landsins. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa farið fram á að konan, sem er 42 ára, verði framseld til Nýja-Sjálands til að hægt verði að rétta yfir konunni. Lögregluyfirvöld í Auckland og í Suður-Kóreu hafa unnið náið að rannsókn landsins, en talið er að konan, sem er nýsjálenskur ríkisborgari af suðurkóreskum uppruna, hafi flúið til Suður-Kóreu í kjölfar dauða barnanna árið 2018. Nýsjálenskir fjölmiðlar segja fjölskylduna hafa búið í Auckland í nokkur ár og að faðir barnanna hafi látist af völdum krabbameins áður en konan myrti börnin. Þá segir að afar og ömmur barnanna búi enn í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Suður-Kórea Erlend sakamál Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47 Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42
Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47
Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47