Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2022 07:57 Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum. Sigurjón Ólason Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31