Jafnvægi heimilis og vinnu: Haustrútínan Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. september 2022 07:00 Börn finna oft vel fyrir streitu foreldra og líður þá ekki eins vel sjálfum. Að koma öllu í góða rútínu heima fyrir og í vinnu er vel þess virði. Því þegar okkur líður betur, gengur betur bæði heima fyrir og í vinnunni. Vísir/Getty Jæja. Nú er nokkuð liðið frá því að skólarnir byrjuðu, flestir kláruðu fríin sín og vinnan farin aftur á fullt. Eða hvað? September er oft mánuður þar sem við virðumst vera með mjög marga bolta á lofti og töluvert vinna og orka sem fer í að halda utan um allt skipulagið og láta hlutina ganga: Heima fyrir og í vinnu. Allir nánast of seinir á morgnana, jafnvel frekar úrillir. Erum að ná áttum með skutl-rútínuna hjá krökkunum yfir vikuna. Skiptingu foreldra hver skutlar á morgnana eða sækir. Síðan er það vinnan. Reyna að mæta á réttum tíma. Ná utan um verkefnin sem þar eru farin á fullt. Reyna að vera ekki of lengi að klára þar þannig að það að sækja á leikskólann eða fara út í búð verði ekki allt of mikið á síðustu stundu. Svo ekki sé talað um að ná þessum tímum í ræktinni sem við ætluðum að setja í gang eftir sumarfrí. Og síðan eru vinahittingar og matarboð framundan. Kannist þið við þetta? Við gátum þetta síðasta vetur og munum auðvitað geta þetta allt saman aftur í vetur. En til þess að stytta þennan árlega aðlögunartíma á haustin þar sem við eigum fullt í fangi með að ná utan um skipulagið á ný og koma öllu og öllum aftur í rútínu, eru hér þrjú atriði sem gott er að hafa í forgangi: 1. Háttatíminn: Börn og fullorðnir! Auðvitað er sumarið oft sá tími sem að háttatíminn riðlast aðeins hjá öllum krökkum og unglingum. Sem er bara allt í lagi. Hér erum við þó ekki aðeins að tala um að koma svefninum í gott horf hjá krökkunum, heldur að horfa svolítið á það hver æskilegur háttatími er fyrir alla heima fyrir: Börn og fullorðna. Því dagsformið okkar í vinnunni og/eða getan til að vera afkastamikil og eiga auðvelt með yfirsýn og skipulag byggir að miklu leyti á því að við séum úthvíld. Það sama á auðvitað við um börn og unglinga sem þurfa svo sannarlega á sínum svefni að halda líka. Verkefni #1 er því: Að koma svefninum hjá öllum í gott horf. #2: Matmálstímar: Hver ætlar að sjá um hvað og hvenær? Æi það er svo notalegt á sumrin að skella á grillið ef sólin skín, borða á aðeins öðruvísi tímum eða stöðum þegar við erum í fríi og svo framvegis. En nú er bara komið að því að koma öllu aftur í rútínu. Þar á meðal matmálstímum og matmálsvenjum. Þetta þýðir skipulag í innkaupum og hver ætlar að elda hvern dag og hvað. Ágætis leið til að skipuleggja innkaup getur verið að stökkva í búðina þegar krakkarnir eru á æfingum og nýta þannig skutl-ferðirnar. Eins að vera búin að plana matseðilinn svolítið fyrirfram. Og til að fá alla til að ganga í takt er gott að leggja áherslu á að allir fjölskyldumeðlimir setjist niður og borði kvöldmat saman. Líka unglingarnir því það að vera með matmálstíma í föstum skorðum, getur hjálpað til við að koma öðrum atriðum í rútínu líka, sbr. háttatími, svefn og fleira. #3: Vertu fyrirmynd: Verum öguð og jákvæð Í stað þess að boða reglur og bönn er gott að koma öllum í rútínu með því að leggja áherslu á að vera góðar fyrirmyndir sjálf. Til dæmis að ná góðum svefni, vera jákvæð og hress á morgnana og ekki á síðustu stundu sjálf. Stunda hreyfingu og hvetja krakkana til að leika og gera skemmtilega hluti frekar en að vera mikið við skjáinn. Nýta tímann vel og skipulega í vinnunni, alveg eins og krakkarnir gera með skóla, heimavinnu og frístundir. Horfa á markmiðið um haust- og vetrarrútínuna eins og hvert annað verkefni sem þú ætlar að innleiða með góðum árangri. Hvernig myndir þú til dæmis skipuleggja haustrútínuna ef þetta væri verkefni í vinnunni? Að skapa gott jafnvægi á milli heimilis og vinnu skiptir miklu máli. En þá þarf ekkert síður að horfa á hvernig hlutirnir ganga heima fyrir því þegar það gengur vel þar. Að sama skapi skiptir máli að skilja vinnuna eftir í vinnunni þegar vinnudegi lýkur. Og einbeita sér þá að því sem skiptir máli fyrir heimili og fjölskyldu. Vinnustaðurinn Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Hvetja vinnustaði til að lengja fæðingarorlofið í 15 til 18 mánuði 26. maí 2021 07:01 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
September er oft mánuður þar sem við virðumst vera með mjög marga bolta á lofti og töluvert vinna og orka sem fer í að halda utan um allt skipulagið og láta hlutina ganga: Heima fyrir og í vinnu. Allir nánast of seinir á morgnana, jafnvel frekar úrillir. Erum að ná áttum með skutl-rútínuna hjá krökkunum yfir vikuna. Skiptingu foreldra hver skutlar á morgnana eða sækir. Síðan er það vinnan. Reyna að mæta á réttum tíma. Ná utan um verkefnin sem þar eru farin á fullt. Reyna að vera ekki of lengi að klára þar þannig að það að sækja á leikskólann eða fara út í búð verði ekki allt of mikið á síðustu stundu. Svo ekki sé talað um að ná þessum tímum í ræktinni sem við ætluðum að setja í gang eftir sumarfrí. Og síðan eru vinahittingar og matarboð framundan. Kannist þið við þetta? Við gátum þetta síðasta vetur og munum auðvitað geta þetta allt saman aftur í vetur. En til þess að stytta þennan árlega aðlögunartíma á haustin þar sem við eigum fullt í fangi með að ná utan um skipulagið á ný og koma öllu og öllum aftur í rútínu, eru hér þrjú atriði sem gott er að hafa í forgangi: 1. Háttatíminn: Börn og fullorðnir! Auðvitað er sumarið oft sá tími sem að háttatíminn riðlast aðeins hjá öllum krökkum og unglingum. Sem er bara allt í lagi. Hér erum við þó ekki aðeins að tala um að koma svefninum í gott horf hjá krökkunum, heldur að horfa svolítið á það hver æskilegur háttatími er fyrir alla heima fyrir: Börn og fullorðna. Því dagsformið okkar í vinnunni og/eða getan til að vera afkastamikil og eiga auðvelt með yfirsýn og skipulag byggir að miklu leyti á því að við séum úthvíld. Það sama á auðvitað við um börn og unglinga sem þurfa svo sannarlega á sínum svefni að halda líka. Verkefni #1 er því: Að koma svefninum hjá öllum í gott horf. #2: Matmálstímar: Hver ætlar að sjá um hvað og hvenær? Æi það er svo notalegt á sumrin að skella á grillið ef sólin skín, borða á aðeins öðruvísi tímum eða stöðum þegar við erum í fríi og svo framvegis. En nú er bara komið að því að koma öllu aftur í rútínu. Þar á meðal matmálstímum og matmálsvenjum. Þetta þýðir skipulag í innkaupum og hver ætlar að elda hvern dag og hvað. Ágætis leið til að skipuleggja innkaup getur verið að stökkva í búðina þegar krakkarnir eru á æfingum og nýta þannig skutl-ferðirnar. Eins að vera búin að plana matseðilinn svolítið fyrirfram. Og til að fá alla til að ganga í takt er gott að leggja áherslu á að allir fjölskyldumeðlimir setjist niður og borði kvöldmat saman. Líka unglingarnir því það að vera með matmálstíma í föstum skorðum, getur hjálpað til við að koma öðrum atriðum í rútínu líka, sbr. háttatími, svefn og fleira. #3: Vertu fyrirmynd: Verum öguð og jákvæð Í stað þess að boða reglur og bönn er gott að koma öllum í rútínu með því að leggja áherslu á að vera góðar fyrirmyndir sjálf. Til dæmis að ná góðum svefni, vera jákvæð og hress á morgnana og ekki á síðustu stundu sjálf. Stunda hreyfingu og hvetja krakkana til að leika og gera skemmtilega hluti frekar en að vera mikið við skjáinn. Nýta tímann vel og skipulega í vinnunni, alveg eins og krakkarnir gera með skóla, heimavinnu og frístundir. Horfa á markmiðið um haust- og vetrarrútínuna eins og hvert annað verkefni sem þú ætlar að innleiða með góðum árangri. Hvernig myndir þú til dæmis skipuleggja haustrútínuna ef þetta væri verkefni í vinnunni? Að skapa gott jafnvægi á milli heimilis og vinnu skiptir miklu máli. En þá þarf ekkert síður að horfa á hvernig hlutirnir ganga heima fyrir því þegar það gengur vel þar. Að sama skapi skiptir máli að skilja vinnuna eftir í vinnunni þegar vinnudegi lýkur. Og einbeita sér þá að því sem skiptir máli fyrir heimili og fjölskyldu.
Vinnustaðurinn Heilsa Starfsframi Tengdar fréttir Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Hvetja vinnustaði til að lengja fæðingarorlofið í 15 til 18 mánuði 26. maí 2021 07:01 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? 19. apríl 2022 07:01
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01