Að hneppa þjóð í þrældóm Dagur Ingi Ólafsson skrifar 5. september 2022 11:00 Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun