Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 14:02 Galadriel er mikil stríðskona í Rings of Power. Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent. Ákveðin barátta um einkunn þáttanna virðist vera að eiga sér stað á IMDB þar sem þættirnir eru með 6,7 í einkunn af tíu. Þegar þetta er skrifað hafa 27,1 prósent þeirra sem gefið hafa þáttunum einkunn gefið þeim einn í einkunn. Aftur á móti hafa 33,5 prósent gefið þáttunum tíu í einkunn. Búið er að loka á umsagnir um þættina á vef Amazon. Einkunnir Rings of Power á Rotten Tomatoes. Tveir fyrstu þættir þáttaraðarinnar voru frumsýndir á Amazon Prime í fyrrakvöld. Heimildarmaður Hollywood Reporter innan raða Amazon segir að lokað hafi verið á umsagnir í 72 klukkustundir á meðan svokölluð „tröll“ séu síuð út. Auðvitað er ekki hægt að slá alla gagnrýni á þættina af borðinu sem „tröllaskap“ en mikið af gagnrýninni virðist snúa að því að þættirnir tveir þykja ekki fylgja bókunum nægilega vel eftir og margir aðrir segja fyrstu þættina tvo langdrægna. Það er þó þannig að mikilli heift hefur verið beint að Rings of Power í aðdraganda frumsýningarinnar. Stór hluti þeirrar heiftar hefur borið keim rasisma og kvennhaturs og hefur snúið að því að þeldökkt fólk og konur skipa stóra rullu í þáttunum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sjónvarpsþættir verða fyrir barðinu á drullusokkum sem þessum en nýjasta dæmið um það er eflaust She-Hulk á Disney +, sem fjallar um frænku Bruce Banner sem verður einnig að Hulk. Svipaðri heift var einnig beint að House of the Dragon, nýjum þáttum úr söguheimi George RR Martin, vegna þeldökks leikara. Það hefur þó aldrei ná því stigi sem heiftin í garð Rings of Power virðist vera. Gerast þúsundum árum fyrir Hringadróttinssögu Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ákveðin barátta um einkunn þáttanna virðist vera að eiga sér stað á IMDB þar sem þættirnir eru með 6,7 í einkunn af tíu. Þegar þetta er skrifað hafa 27,1 prósent þeirra sem gefið hafa þáttunum einkunn gefið þeim einn í einkunn. Aftur á móti hafa 33,5 prósent gefið þáttunum tíu í einkunn. Búið er að loka á umsagnir um þættina á vef Amazon. Einkunnir Rings of Power á Rotten Tomatoes. Tveir fyrstu þættir þáttaraðarinnar voru frumsýndir á Amazon Prime í fyrrakvöld. Heimildarmaður Hollywood Reporter innan raða Amazon segir að lokað hafi verið á umsagnir í 72 klukkustundir á meðan svokölluð „tröll“ séu síuð út. Auðvitað er ekki hægt að slá alla gagnrýni á þættina af borðinu sem „tröllaskap“ en mikið af gagnrýninni virðist snúa að því að þættirnir tveir þykja ekki fylgja bókunum nægilega vel eftir og margir aðrir segja fyrstu þættina tvo langdrægna. Það er þó þannig að mikilli heift hefur verið beint að Rings of Power í aðdraganda frumsýningarinnar. Stór hluti þeirrar heiftar hefur borið keim rasisma og kvennhaturs og hefur snúið að því að þeldökkt fólk og konur skipa stóra rullu í þáttunum. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sjónvarpsþættir verða fyrir barðinu á drullusokkum sem þessum en nýjasta dæmið um það er eflaust She-Hulk á Disney +, sem fjallar um frænku Bruce Banner sem verður einnig að Hulk. Svipaðri heift var einnig beint að House of the Dragon, nýjum þáttum úr söguheimi George RR Martin, vegna þeldökks leikara. Það hefur þó aldrei ná því stigi sem heiftin í garð Rings of Power virðist vera. Gerast þúsundum árum fyrir Hringadróttinssögu Hringadróttinssaga gerist á þriðju öld Miðgarðs en þættirnir á annarri öld. Þá voru hringar Saurons og hinir hringarnir smíðaðir og hjarðir orka og drýsla herjuðu á gervallan Miðgarð, þar til álfar og menn frá Númenor tóku höndum saman og mynduðu hið svokallaða síðasta bandalag álfa og manna. Meðal annars fjalla þættirnir um Galadriel, álfadrottninguna sem Kate Blanchet lék í þríleiknum. Hún er leikin af Morfydd Clark en í upphafi hennar sögu mun hún vera að elta uppi þá sem þjónuðu hinum illa Melkor/Morgoth/Bauglir en fróðir lesendur vita ef til vill að Sauron sjálfur var einn þeirra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið