Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2022 10:01 Handboltalið Fram hefja nýtt líf á nýjum heimavelli í vetur. vísir/daníel Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum. Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur og að liðið klífi því upp um tvö sæti frá síðasta tímabili. Eftir fjögur ár í limbóinu sem enginn vill vera í, 9. og 10. sæti Olís-deildarinnar, komst Fram í úrslitakeppnina á síðasta tímabili, þökk sé ævintýralegum endaspretti. Nokkrir leikmenn Frammara heltust úr lestinni vegna meiðsla en ungir og efnilegir menn, þeir Kjartan Þór Júlíusson, Reynir Þór Stefánsson og Stefán Orri Arnalds, tóku við keflinu og áttu stóran þátt í því að Fram komst í átta-liða úrslit. Þar reyndist Valur hins vegar allt of stór biti. Fram hefur sennilega verið liða virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Alexander Má Egan frá Selfossi, Ólaf Brim Stefánsson og Ívar Loga Styrmisson frá Gróttu og tvo leikmenn frá Bregenz í Austurríki; línumanninn Marko Coric og hægri skyttuna Luka Vukicevic. Þeir eiga að fylla skörð Færeyinganna Rógva Dals Christiansen og Vilhelms Poulsen. Það eru ekki bara ný andlit í leikmannahópi Fram heldur er félagið komið á nýjan völl á nýju heimasvæði þess í Úlfarsárdalnum. Frammarar kvöddu Safamýrina eftir síðasta tímabil og afhentu Víkingum lyklana að henni. Fram er með einna breiðasta hópinn í deildinni og fínustu blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Leikmenn liðsins er flestir svipaðir að getu en það vantar fleiri afgerandi spilara til að velgja sterkustu liðum landsins undir uggum. En eftir ládeyðu, nánast alveg eftir Íslandsmeistaratitilinn 2013, horfir til betri vegar hjá Fram og að komast í úrslitakeppnina á að vera lágmarkskrafa hjá liðinu í vetur. Gengi Fram undanfarinn áratug 2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari Lykilmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í kunnuglegri stöðu.vísir/hulda margrét Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sneri aftur til Fram fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu. Hann er afar beittur sóknarmaður, skýtur mikið og skorar mikið. Þorsteinn Gauti klárar flestar sóknir Fram og þarf að eiga gott tímabil fyrir þá bláu í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Fram hefur allajafna státað af framúrskarandi hægri skyttum og það er kannski staðan sem Einar Jónsson myndi helst vilja styrkja. Vukievic og Kjartan Þór eru mjög efnilegir og munu þó eflaust skila sínum hlutverkum vel í vetur. En það væri gaman að sjá Fram með kanónu í hægri skyttustöðunni. Og hver væri betri en sá besti, að eigin mati, sjálfur Jóhann Gunnar Einarsson. Það er þó vonandi að Einar fái engar grillur um að hringja í sinn gamla lærisvein sem hefur nóg að gera í Seinni bylgjunni og kenna börnum.
2021-22: 8. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari
Komnir: Luka Vukievic frá Bregenz (Austurríki) Alexander Már Egan frá Selfossi Marko Coric frá Bregenz (Austurríki) Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig (Danmörku) Kristinn Elísberg Bjarkason hættur Valtýr Már Hákonarson hættur Sigurður Örn Þorsteinsson hættur Rógvi Dal Christiansen Markaðseinkunn (A-C): A
Olís-deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00