Vísar ummælum Gumma Ben á bug: „Við erum ekki í einhverri pólitík hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 07:30 Rúnar Kristinsson segir engar ástæður aðrar en fótboltalegar liggja því að baki að Kjartan Henry Finnbogason hefur þurft að gera bekkjarsetu sér að góðu undanfarið. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu. „Auðvitað er ég ósáttur við þetta, ég vil byrja alla leiki og mér finnst ekki gaman að vera ekki að spila,“ sagði Kjartan Henry í samtali við Fótbolti.net á mánudag þar sem hann staðfesti að hann væri 100 prósent heill og finndist hann hafa helling fram að færa í Vesturbænum. Staða Kjartans hjá KR og ummæli hans í viðtalinu voru til umræðu í Stúkunni á mánudagskvöldið þar sem gagnrýnt var að hann hefði ekki spilað mínútu í markalausu jafntefli KR og FH á sunnudaginn var. Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson kvaðst þá hafa heyrt af því að KR væri ekki að spila Kjartani sökum ákvæðis í samningi hans sem segði til um að samningurinn myndi framlengjast eftir ákveðið magn leikja. Klippa: Stúkan - Umræða um Kjartan Henry „Það hefur verið orðrómur um það að Kjartan Henry sé með eitthvað ákvæði í samningi, ef hann spilar ákveðið mikið að þá framlengist hann um eitt ár, eða eitthvað svoleiðis. Eru þá KR-ingar að nýta sér það í stað þess að setja hann inn á?“ sagði Guðmundur. „Þetta er ákvörðun þeirra sem ráða úti í KR, að spila Kjartani ekki meira heldur en þetta. Það er gagnrýnivert, ég held að það sé alveg ljóst. Hver svo sem ástæðan er, hvort það eru samningamál eða einhver framganga á æfingum eða eitthvað slíkt, þá er þetta í besta falli undarlegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson í þættinum, sem segir jafnframt að svör Kjartans í fyrrnefndu viðtali bendi til þess að ástæðurnar séu ekkert endilega fótboltalegs eðlis en umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Best að spyrja þjálfarann „Ég held það sé kannski bara best að spyrja þjálfarann eða þá sem taka þessar ákvarðanir - hverjir svo sem það eru,“ sagði Kjartan í samtali við Fótbolti.net. Því var slegið á þráðinn til Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem fagnar því að Kjartan sé fúll með bekkjarsetuna. „Ég hef í raun litlu við það að bæta [sem kemur fram í viðtalinu við Kjartan]. Það er bara þjálfarinn sem velur liðið og leikmennirnir sem spila. Ég vel það bara alltaf út frá frammistöðu og hvað ég tel vera best fyrir okkur hverju sinni fyrir hvern leik sem við erum að fara út í,“ segir Rúnar og bætir við: „Ég skil hann mjög vel að vera fúll. Þjálfarar vilja leikmenn sem eru fúlir þegar þeir spila ekki. Þeir eiga að berjast fyrir sínu. Það er jafnt með hann og alla aðra, hann er engin undantekning á því,“ Velur ekki í liðið af persónulegum ástæðum heldur faglegum Rúnar vísar því á bug að Kjartan sé ekki í liðinu af vegna persónulegs ágreinings á milli þeirra. Hann velji það lið sem hann telji líklegast til sigurs hverju sinni, og hafi ávallt gert. „Ég mun aldrei velja liðið af einhverjum persónulegum ástæðum. Ég er nú búinn að vera svo lengi í þessu að ég fer ekki að láta einhvern segja mér hvernig á að gera hlutina eða hvernig ég á að vinna hlutina. Ég vel lið sem ég tel best hverju sinni bara til að vinna næsta fótboltaleik,“ segir Rúnar. Engin pólitík að baki Aðspurður um ummæli Guðmundar Benediktssonar í Stúkunni segist Rúnar ekki þekkja samningsmál leikmanna það vel. Burt séð frá því myndi hann ekki velja í liðið á slíkum forsendum. „Ég þekki bara ekki samninga allra leikmanna og ég mun aldrei vera að spá í það [þegar hann velur í liðið]. Við erum ekki í einhverri pólitík hérna. Þetta snýst um það í KR, og hefur alltaf gert í minni tíð sem þjálfari, að vinna næsta fótboltaleik. Það er það eina sem skiptir okkur máli, við erum ekki að spá í neina aðra hluti,“ segir Rúnar. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
„Auðvitað er ég ósáttur við þetta, ég vil byrja alla leiki og mér finnst ekki gaman að vera ekki að spila,“ sagði Kjartan Henry í samtali við Fótbolti.net á mánudag þar sem hann staðfesti að hann væri 100 prósent heill og finndist hann hafa helling fram að færa í Vesturbænum. Staða Kjartans hjá KR og ummæli hans í viðtalinu voru til umræðu í Stúkunni á mánudagskvöldið þar sem gagnrýnt var að hann hefði ekki spilað mínútu í markalausu jafntefli KR og FH á sunnudaginn var. Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson kvaðst þá hafa heyrt af því að KR væri ekki að spila Kjartani sökum ákvæðis í samningi hans sem segði til um að samningurinn myndi framlengjast eftir ákveðið magn leikja. Klippa: Stúkan - Umræða um Kjartan Henry „Það hefur verið orðrómur um það að Kjartan Henry sé með eitthvað ákvæði í samningi, ef hann spilar ákveðið mikið að þá framlengist hann um eitt ár, eða eitthvað svoleiðis. Eru þá KR-ingar að nýta sér það í stað þess að setja hann inn á?“ sagði Guðmundur. „Þetta er ákvörðun þeirra sem ráða úti í KR, að spila Kjartani ekki meira heldur en þetta. Það er gagnrýnivert, ég held að það sé alveg ljóst. Hver svo sem ástæðan er, hvort það eru samningamál eða einhver framganga á æfingum eða eitthvað slíkt, þá er þetta í besta falli undarlegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson í þættinum, sem segir jafnframt að svör Kjartans í fyrrnefndu viðtali bendi til þess að ástæðurnar séu ekkert endilega fótboltalegs eðlis en umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Best að spyrja þjálfarann „Ég held það sé kannski bara best að spyrja þjálfarann eða þá sem taka þessar ákvarðanir - hverjir svo sem það eru,“ sagði Kjartan í samtali við Fótbolti.net. Því var slegið á þráðinn til Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, sem fagnar því að Kjartan sé fúll með bekkjarsetuna. „Ég hef í raun litlu við það að bæta [sem kemur fram í viðtalinu við Kjartan]. Það er bara þjálfarinn sem velur liðið og leikmennirnir sem spila. Ég vel það bara alltaf út frá frammistöðu og hvað ég tel vera best fyrir okkur hverju sinni fyrir hvern leik sem við erum að fara út í,“ segir Rúnar og bætir við: „Ég skil hann mjög vel að vera fúll. Þjálfarar vilja leikmenn sem eru fúlir þegar þeir spila ekki. Þeir eiga að berjast fyrir sínu. Það er jafnt með hann og alla aðra, hann er engin undantekning á því,“ Velur ekki í liðið af persónulegum ástæðum heldur faglegum Rúnar vísar því á bug að Kjartan sé ekki í liðinu af vegna persónulegs ágreinings á milli þeirra. Hann velji það lið sem hann telji líklegast til sigurs hverju sinni, og hafi ávallt gert. „Ég mun aldrei velja liðið af einhverjum persónulegum ástæðum. Ég er nú búinn að vera svo lengi í þessu að ég fer ekki að láta einhvern segja mér hvernig á að gera hlutina eða hvernig ég á að vinna hlutina. Ég vel lið sem ég tel best hverju sinni bara til að vinna næsta fótboltaleik,“ segir Rúnar. Engin pólitík að baki Aðspurður um ummæli Guðmundar Benediktssonar í Stúkunni segist Rúnar ekki þekkja samningsmál leikmanna það vel. Burt séð frá því myndi hann ekki velja í liðið á slíkum forsendum. „Ég þekki bara ekki samninga allra leikmanna og ég mun aldrei vera að spá í það [þegar hann velur í liðið]. Við erum ekki í einhverri pólitík hérna. Þetta snýst um það í KR, og hefur alltaf gert í minni tíð sem þjálfari, að vinna næsta fótboltaleik. Það er það eina sem skiptir okkur máli, við erum ekki að spá í neina aðra hluti,“ segir Rúnar.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira