Brynjar Þór hættur í körfubolta | „Hungrið ekki til staðar“ Atli Arason skrifar 26. ágúst 2022 19:31 Brynjar Þór Björnsson fagnar fyrir framan stuðningsmenn KR. Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR í körfubolta, hefur ákveðið að segja þetta gott og ætlar að leggja skóna á hilluna. „Ætli það sé ekki bara kominn tími á þetta. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í Vesturbænum, við erum að yngjast ansi hratt og maður er orðinn gamli úlfurinn í klefanum. Svo finnur maður líka að sama hungrið er ekki til staðar og þá er bara eins gott að stíga til hliðar,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Stöð 2 í dag. Brynjar hóf meistaraflokksferil sinn með KR árið 2004 og lýkur honum einnig sem leikmaður KR. Brynjar lék líka með Tindastól tímabilið 2018/19 ásamt einu ári í atvinnumennsku í Svíþjóð með Jämtland tímabilið 2011/12. Brynjar sneri þó alltaf aftur í Vesturbæinn. „Þetta hefur verið forréttinda ferill ef svo má segja. Svo margir úrslitaleikir og góðar minningar héðan úr Vesturbænum og annars staðar,“ sagði Bynjar og bætti við að fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum þau félög sem hann hefur spilað með vera það sem helst stendur upp úr, þó svo að titlarnir séu sætir. Á 18 ára ferli sínum vann Brynjar átta Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla, allt með KR-ingum. „Þetta var mikill vinna og ákveðin heppni. Við komum saman ákveðinn kjarni sem hélst saman ansi lengi, frá 2006 til síðasta titils árið 2019. Kjarni sem vildi bara vinna og spila saman, var alveg sama um einstaklingsmarkmið. Það er svo fallegt þegar þetta gerist en þetta gerist ekki á mörgum stöðum og hvað þá átta sinnum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson að lokum. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan en viðtalið við Brynjar í heild mun birtast á Vísi í fyrramálið. Subway-deild karla KR Reykjavík Tímamót Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
„Ætli það sé ekki bara kominn tími á þetta. Það eru ákveðin kynslóðaskipti í Vesturbænum, við erum að yngjast ansi hratt og maður er orðinn gamli úlfurinn í klefanum. Svo finnur maður líka að sama hungrið er ekki til staðar og þá er bara eins gott að stíga til hliðar,“ sagði Brynjar Þór í viðtali við Stöð 2 í dag. Brynjar hóf meistaraflokksferil sinn með KR árið 2004 og lýkur honum einnig sem leikmaður KR. Brynjar lék líka með Tindastól tímabilið 2018/19 ásamt einu ári í atvinnumennsku í Svíþjóð með Jämtland tímabilið 2011/12. Brynjar sneri þó alltaf aftur í Vesturbæinn. „Þetta hefur verið forréttinda ferill ef svo má segja. Svo margir úrslitaleikir og góðar minningar héðan úr Vesturbænum og annars staðar,“ sagði Bynjar og bætti við að fólkið sem hann hefur kynnst í gegnum þau félög sem hann hefur spilað með vera það sem helst stendur upp úr, þó svo að titlarnir séu sætir. Á 18 ára ferli sínum vann Brynjar átta Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla, allt með KR-ingum. „Þetta var mikill vinna og ákveðin heppni. Við komum saman ákveðinn kjarni sem hélst saman ansi lengi, frá 2006 til síðasta titils árið 2019. Kjarni sem vildi bara vinna og spila saman, var alveg sama um einstaklingsmarkmið. Það er svo fallegt þegar þetta gerist en þetta gerist ekki á mörgum stöðum og hvað þá átta sinnum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson að lokum. Innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan en viðtalið við Brynjar í heild mun birtast á Vísi í fyrramálið.
Subway-deild karla KR Reykjavík Tímamót Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu