Elsku hjartans starfsfólk hjúkrunarheimila Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:30 Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég er að flytja í annan landsfjórðung en mamma mín og þarf að treysta á að þið hugsið vel hana. Þetta er eina mamman sem ég á og hún hefur átt alveg ótrúlega ævi, gengið í gegnum svo margt, afrekað mikið, fært ýmsar fórnir, upplifað erfiðleika og óbærilegar sorgir, alið mig vel upp og elskað mig skilyrðislaust, umborið mig þegar ég var ósanngjörn og heimtufrek, huggað mig þegar þurfti. Mig langar helst að halda áfram að hugsa sjálf um mömmu mína en hún þarf orðið svo mikla umönnun vegna heilabilunar að ég og systkini mín ráðum ekki við verkefnið lengur. Þess vegna felum við hana í ykkar hendur og treystum ykkur til að gera ykkar allra besta. Ég verð ykkur ævinlega þakklát fyrir að hafa valið þetta göfuga starf og ef ég mætti ráða fengjuð þið miklu meira borgað en nú er því ég hef sjálf reynslu af umönnunarstörfum og starfi með heilabiluðum og veit því fullvel hversu krefjandi það er, sem er í litlu samræmi við það sem kemur upp úr launaumslaginu. En ég veit líka að þetta er gefandi starf, starf sem skiptir svo óskaplega miklu máli. Þið unga fólk sem starfið við þetta með námi eigið mögulega aldrei eftir að starfa við neitt eins mikilvægt og ég lofa ykkur því að þið munið búa að þessari reynslu alla ævina. Þið megið vita að við aðstandendur metum starf ykkar mikils, án ykkar værum við buguð af þreytu og sorg og gætum ekki lifað eðlilegu lífi, sótt vinnu og skóla, borgað reikninga, átt hefðbundið fjölskyldulíf, verið skilvirkir samfélagsþegnar. Mamma mín var skilvirkur þjóðfélagsþegn í marga áratugi og starfaði lengst af við umönnun aldraðra og sjúkra. Nú er komið að henni. Mér finnst mamma mín eiga allt það besta skilið, en svo á við um alla aðstandendur myndi ég halda. Svo, takk fyrir að hugsa um mömmu mína, ég vona að þið sjáið í henni þá manneskju sem hún eitt sinn var – glettin, hjálpleg, hugulsöm og eldklár. Takk fyrir að láta henni líða vel, þótt hún geti kannski ekki talað mikið lengur þá skiptir máli að skilja hvað hana vantar, lofa henni að finna að hún er ekki ein, láta hana finna fyrir öryggi og áhyggjuleysi, hjálpa henni að brosa með því að brosa við henni að fyrra bragði. Á meðan hún er róleg, örugg og líður vel þá er hún sátt. Ég treysti því að þið gætið þess að hún drekki nægan vökva, því aldrað fólk er frekar óduglegt við það og heilabilað fólk enn frekar. Ég treysti því að þið fylgist með hvort hún taki sopa og kyngi en beri ekki bara glasið upp að vörunum. Ég vil þakka ykkur fyrir að setja fyrir hana matardiskinn þótt hún haldi því fram að hún sé nýbúin að borða, bita fyrir hana matinn og hjálpa henni að matast. Ég treysti því að þið gætið þess að hún sé alltaf snyrtileg til fara, því þannig var hún alltaf áður en sjúkdómurinn tók völdin. Þakka ykkur fyrir að klæða hana daglega í hrein föt (ég veit að þau óhreinkast fljótt eftir matartímana, en samt), greiða hárið, þvo henni í framan, bursta tennurnar, bera á hana rakakrem og jafnvel setja á hana dulítið ilmvatn. Hún myndi ekki vilja vera illa til höfð, hvað þá illa lyktandi, innan um annað fólk. Þakka ykkur fyrir að lofa henni að halda virðingu sinni og reisn, þrátt fyrir heilabilunina. Þakka ykkur fyrir að halda í höndina á henni þegar ég get ekki verið þarna, hlusta á hana þegar hún reynir að segja ykkur eitthvað, strjúka henni um vangann þegar hún er þreytt og faðma hana þegar hún er ráðvillt. Ég treysti því að þið hugsið jafn vel um mömmu mína og þið mynduð hugsa um ykkar eigin móður, eða ömmu, langömmu já eða einhvern ástvin sem ekki getur séð um sig sjálfur lengur. Ég veit að hún á ekki langan tíma eftir svo ég er þakklát fyrir að þið gerið hann henni, og okkur, sem þægilegastan. TAKK. Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir konu með Alzheimer.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun