Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 16:51 Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira