Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 11:01 Bjarki Aðalsteinsson var að reyna að bjarga marki á marklínunni. Var boltinn kominn inn? Ekki að mati dómara leiksins. Vísir/Hulda Margrét Um tíma leit út fyrir að bræður hefðu skorað sjálfsmark fyrir sitt hvort liðið í sama leiknum í Bestu deild karla í gær. Þegar betur var að gáð þá ætti það ekki að vera þannig. Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Leiknir vann 4-3 sigur á KR í átjándu umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem fyrirliðar liðanna tveggja voru bræðurnir Arnór Sveinn og Bjarki Aðalsteinssynir. Undir lok fyrri hálfleiks komu tvö mörk með fimm mínútna millibili sem fjölmiðlar skráðu bæði sem sjálfsmark á þá bræður. Í fyrra markinu reyndi Bjarki að bjarga á marklínunni en boltinn fór af honum og inn. Í seinna markinu var fékk Arnór Sveinn boltann í sig eftir að markvörður hans hafði varið skot Zean Peetz Dalügge. Svona gekk dómari leiksins frá leiksskýrslunni eftir leik Leiknis og KR í gær. Mörkin sem um ræðir voru skoruð á 42. og 45+2. mínútu leiksins.ksi.is Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins skráði þó aðeins sjálfsmark á Bjarka en ekki á Arnór Svein. Í raun ætti það að vera öfugt ef bara annar þeirra ætti að fá skráð á sig sjálfsmark. Rangur bróðir fékk skráð á sig sjálfsmark. Skot KR-ingsins Stefáns Árna Geirssonar er á leið á markið þegar Bjarki reynir að bjarga á marklínunni og það lítur út fyrir að boltinn sé kominn yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar honum í sjálfan sig. Það er dómarans að meta það hvort skotið hafi verið komið yfir marklínuna þegar Bjarki sparkar boltanum í sjálfan sig. Mögulega sjálfsmark en líklegast bara mark hjá Stefáns Árna. Það er hins vegar rangt að skrá ekki sjálfsmark á Arnór Svein bróður hans fimm mínútum síðar. Beitir Ólafsson, markvörður KR, er þá búinn að verja skot Zean Peetz Dalügge en boltinn er á leið frá markinu þegar hann fer í Arnór og yfir línuna. Í stað þess að skrá þarna sjálfsmark þá gefur dómarinn Zean Peetz Dalügge markið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk af Leiknisvellinum í gær. Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Bjarki Aðalsteinsson, Leikni á móti KR Klippa: Sjálfsmark eða ekki sjálfsmark: Arnór Sveinn Aðalsteinsson, KR á móti Leikni
Besta deild karla KR Leiknir Reykjavík Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira