Frumsýning: Gusgus og Æði strákarnir í eina sæng Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 13:30 Æði strákarnir leika í nýju tónlistarmyndbandi Gusgus við lagið Hold me in your arms again. Stikla úr myndbandi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við glænýtt lag hljómsveitarinnar Gusgus. Lagið ber nafnið „Hold me in your arms again“ og hér skína Æði strákarnir skært við grípandi tóna en Jóhann Kristófer Stefánsson, leikstjóri Æði þáttanna, er einnig leikstjóri myndbandsins. Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Jóhanni Kristófer. „Biggi Veira hafði samband við mig í sumar og sagði mér frá því að GusGus væru að fara gefa út smáskífu með remixi af gömlu Italo Disco lagi sem heitir Bolero. Hann langaði að gera myndband og verandi mikill aðdáandi Æði vildi hann fá þá í myndbandið og mig til að leikstýra því,“ segir Jóhann um upphaf samstarfsins. Lagið kom út á labeli sem heitir The Weird & The Wonderful og auk Bigga Veiru syngur John Grant á því. Dýrmæt lexía Söguþráðurinn er með sanni áhugaverður: „Í myndbandinu sjáum við þá Patta Jaime, Bassa Maraj og tvíburanna Gunnar og Sæmund í myndatöku hjá hinum geðþekka ljósmyndara Franz Aragosta, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Patti virðist eiga erfitt uppdráttar, finnst allt ómögulegt og kemur illa saman við ljósmyndarann sem og alla aðra á settinu. Óþægindi hans stigmagnast og þegar þau ná hámarki hverfur hann inn í aðra vídd þar sem Veiran sjálf kennir honum dýrmæta lexíu,“ segir Jóhann. Patrekur Jaime hverfur í aðra vídd.Stikla úr myndbandi Æði gengið augljóst val Að sögn Bigga Veiru kom ekkert annað til greina en að fá Æði strákana í lið með sér: „Hold me in your arms again eða Bolero eins og frumútgáfan heitir, er fyrir mér gleðismellur fyrir ástina í sjálfum þér, þá er ég að meina þá ást sem þú gefur öðrum. Að elska óeigingjarnt krefst sjálfsástar sem er einungis möguleg ef sá lifir ekki í skömm. Sumir eru hataðir fyrir það sem þeir eru í kjarnanum. Æði gengið var augljóst fyrsta val í verkið.“ Patrekur Jaime og Biggi Veira í faðmlögum.Stikla úr myndbandi Klassískur boðskapur „Boðskapur myndbandsins er fyrir mér klassískur, að komast í gegnum ótta og inn í ástina,“ segir Jóhann og bætir við: „Þegar manneskjur leyfa sér að vera, sleppa takinu á kvíða og endalausum hugsunum byggðum á því sem áður hefur gengið, þá er allt hægt.“ Myndbandið var skotið og klippt af Tómasi Sturlusyni, um búninga og listræna stjórnun sá Júlía Gronvaldt og þær Kolbrún Anna Vignisdóttir og Elín Arna Ringsted sáu um förðun. Tónlist Menning Æði Tengdar fréttir Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Jóhanni Kristófer. „Biggi Veira hafði samband við mig í sumar og sagði mér frá því að GusGus væru að fara gefa út smáskífu með remixi af gömlu Italo Disco lagi sem heitir Bolero. Hann langaði að gera myndband og verandi mikill aðdáandi Æði vildi hann fá þá í myndbandið og mig til að leikstýra því,“ segir Jóhann um upphaf samstarfsins. Lagið kom út á labeli sem heitir The Weird & The Wonderful og auk Bigga Veiru syngur John Grant á því. Dýrmæt lexía Söguþráðurinn er með sanni áhugaverður: „Í myndbandinu sjáum við þá Patta Jaime, Bassa Maraj og tvíburanna Gunnar og Sæmund í myndatöku hjá hinum geðþekka ljósmyndara Franz Aragosta, leikinn af Hákoni Jóhannessyni. Patti virðist eiga erfitt uppdráttar, finnst allt ómögulegt og kemur illa saman við ljósmyndarann sem og alla aðra á settinu. Óþægindi hans stigmagnast og þegar þau ná hámarki hverfur hann inn í aðra vídd þar sem Veiran sjálf kennir honum dýrmæta lexíu,“ segir Jóhann. Patrekur Jaime hverfur í aðra vídd.Stikla úr myndbandi Æði gengið augljóst val Að sögn Bigga Veiru kom ekkert annað til greina en að fá Æði strákana í lið með sér: „Hold me in your arms again eða Bolero eins og frumútgáfan heitir, er fyrir mér gleðismellur fyrir ástina í sjálfum þér, þá er ég að meina þá ást sem þú gefur öðrum. Að elska óeigingjarnt krefst sjálfsástar sem er einungis möguleg ef sá lifir ekki í skömm. Sumir eru hataðir fyrir það sem þeir eru í kjarnanum. Æði gengið var augljóst fyrsta val í verkið.“ Patrekur Jaime og Biggi Veira í faðmlögum.Stikla úr myndbandi Klassískur boðskapur „Boðskapur myndbandsins er fyrir mér klassískur, að komast í gegnum ótta og inn í ástina,“ segir Jóhann og bætir við: „Þegar manneskjur leyfa sér að vera, sleppa takinu á kvíða og endalausum hugsunum byggðum á því sem áður hefur gengið, þá er allt hægt.“ Myndbandið var skotið og klippt af Tómasi Sturlusyni, um búninga og listræna stjórnun sá Júlía Gronvaldt og þær Kolbrún Anna Vignisdóttir og Elín Arna Ringsted sáu um förðun.
Tónlist Menning Æði Tengdar fréttir Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. 13. júlí 2022 12:15