Biðja um leyfi stjórnvalda til að hækka verð á núðlum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. ágúst 2022 12:55 Skyndinúðlur eru afar vinsælar um allan heim. Getty Fimm af stærstu núðluframleiðendum Taílands hafa óskað eftir því að fá að hækka verðið á skyndinúðlum sínum. Verðið á núðlunum þar í landi hefur ekki hækkað í fjórtán ár. Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði. Taíland Matur Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í Taílandi eru lög sem setja verðþak á nokkrar nauðsynjavörur til þess að vernda neytendur. Meðal þeirra vara sem eru vernduð með þakinu eru egg, matarolía og núðlur. Nú vilja fimm framleiðendur hækka þakið á núðlunum. Framleiðendurnir fimm eru Mama, Yum Yum, Nissin, Wai Wai og Suesat en núðlurnar frá Yum Yum hafa verið með þeim vinsælustu á Íslandi til margra ára. Núðlurnar eru afar vinsælar á Íslandi.Yum Yum Framleiðendurnir óska eftir því að verðþakið hækki úr 23 krónum fyrir hvern skammt í 31 krónu fyrir hvern skammt. Verðþakið var síðast hækkað árið 2008 en verðbólgan í Taílandi er nú 7,6 prósent. Hún hefur ekki verið hærri síðan núðluverðið var hækkað síðast. Thai Food Products Factory, fyrirtækið sem á framleiðandann Wai Wai, segir að sumar vörur séu seldar með tapi vegna þaksins. Því sé líklegt á að þeir minnki hlutdeild sína á taílenskum markaði til þess að selja meira erlendis þar sem ekkert verðþak er. Framleiðendurnir halda því fram að innrás Rússa í Úkraínu hafi orðið til þess að hveiti og olía hækkuðu í verði og framleiðslukostnaðurinn því meiri en hann var í byrjun árs. The Guardian hefur eftir Jurin Laksanawisit, viðskiptaráðherra Taílands, að hann telji að hækkunin sé of mikil og að hún muni koma neytendum í vandræði.
Taíland Matur Neytendur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira