Styttist í fyrstu tunglferðina Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 13:11 Orion-geimfar á toppi SLS-eldflaugar í Flórída. NASA/Aubrey Gemignani Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. Geimskotið markar upphaf nýs tímabils tunglferða en skotglugginn svokallaði mun opnast klukkan 12:33 (að íslenskum tíma) þann 29. ágúst og verður opinn í um tvo tíma. Náist ekki að skjóta eldflauginni á loft þá, stendur til að reyna 2. eða 5. september. Orion-geimfari verður skotið út í geim með nýrri tegund eldflauga sem kallast Space Launch System. Um borð í geimfarinu verða gínur, sem búnar verða hinum ýmsu skynjurum og vonast vísindamenn til að fá svör við því hvaða áhrif tunglferð hefði á mannslíkamann. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimferð Orion-geimfarsins á að taka um 42 daga. Takist að skjóta farinu á loft þann 29. ágúst á að lenda því aftur á jörðinni þann 10. október. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Fyrsta mannaða tunglferðin verður Artemis-3 og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Artemis-1 snýr þó ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Frekari upplýsingar um CubeSat má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vilja afla mikilla upplýsinga Starfsmenn NASA birtu nýverið yfirlit yfir hvaða markmiðum þeir vildu ná með Artemis-1. efst á listanum var það að ganga úr skugga um að hitaskjöldur Orion-geimfarsins þoldi hitann sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar eftir ferð til tunglsins. Auk þess vilja þeir kanna hreyfla Orion en geimfarið er búið 24 smáum hreyflum sem eiga að hreyfa geimfarið til og frá og jafnvel snúa því. Á braut um tunglið verða hreyflarnir keyrðir í gang og geta þeirra könnuð ítarlega. Einnig á að kanna stýrikerfi Orion. Geimfarið á að vita hvar það er á hverjum tímapunkti og hvert það snýr. Til þess notar geimfarið tvær myndavélar sem taka myndir af stjörnunum í kringum geimfarið og reina út frá þeim hvar það er staðsett. Vara-staðsetningarkerfi geimfarsins greinir staðsetningu þess út frá tunglinu og jörðinni. Myndavélar verða festar við sólarrafhlöður Orion og verður geimferðin notuð til að finna bestu leiðirnar til að safna myndefni úr þeim og senda til jarðarinnar. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði einn af forsvarsmönnum NASA að reynt yrði að hafa beinar útsendingar frá þessum myndavélum. Myndefnið yrði þó í samkeppni við vísindagögn og því færu allar útsendingar eftir því hversu vel gengur að streyma gögnum frá Orion aftur til jarðarinnar. Vonast er til þess að mannkynið muni svo nota tunglið sem stökkpall til Mars og lengra út í sólkerfið. Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tunglið Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Geimskotið markar upphaf nýs tímabils tunglferða en skotglugginn svokallaði mun opnast klukkan 12:33 (að íslenskum tíma) þann 29. ágúst og verður opinn í um tvo tíma. Náist ekki að skjóta eldflauginni á loft þá, stendur til að reyna 2. eða 5. september. Orion-geimfari verður skotið út í geim með nýrri tegund eldflauga sem kallast Space Launch System. Um borð í geimfarinu verða gínur, sem búnar verða hinum ýmsu skynjurum og vonast vísindamenn til að fá svör við því hvaða áhrif tunglferð hefði á mannslíkamann. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimferð Orion-geimfarsins á að taka um 42 daga. Takist að skjóta farinu á loft þann 29. ágúst á að lenda því aftur á jörðinni þann 10. október. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Fyrsta mannaða tunglferðin verður Artemis-3 og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Artemis-1 snýr þó ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Frekari upplýsingar um CubeSat má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vilja afla mikilla upplýsinga Starfsmenn NASA birtu nýverið yfirlit yfir hvaða markmiðum þeir vildu ná með Artemis-1. efst á listanum var það að ganga úr skugga um að hitaskjöldur Orion-geimfarsins þoldi hitann sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar eftir ferð til tunglsins. Auk þess vilja þeir kanna hreyfla Orion en geimfarið er búið 24 smáum hreyflum sem eiga að hreyfa geimfarið til og frá og jafnvel snúa því. Á braut um tunglið verða hreyflarnir keyrðir í gang og geta þeirra könnuð ítarlega. Einnig á að kanna stýrikerfi Orion. Geimfarið á að vita hvar það er á hverjum tímapunkti og hvert það snýr. Til þess notar geimfarið tvær myndavélar sem taka myndir af stjörnunum í kringum geimfarið og reina út frá þeim hvar það er staðsett. Vara-staðsetningarkerfi geimfarsins greinir staðsetningu þess út frá tunglinu og jörðinni. Myndavélar verða festar við sólarrafhlöður Orion og verður geimferðin notuð til að finna bestu leiðirnar til að safna myndefni úr þeim og senda til jarðarinnar. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði einn af forsvarsmönnum NASA að reynt yrði að hafa beinar útsendingar frá þessum myndavélum. Myndefnið yrði þó í samkeppni við vísindagögn og því færu allar útsendingar eftir því hversu vel gengur að streyma gögnum frá Orion aftur til jarðarinnar. Vonast er til þess að mannkynið muni svo nota tunglið sem stökkpall til Mars og lengra út í sólkerfið.
Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tunglið Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Sjá meira
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01