Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 07:30 Það vantaði ekki myndavélar og fjölmiðlamenn þegar Ryan Giggs mætti í Manchester Minshull Street Crown réttarsalinn. AP/Danny Lawson Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur sagt frá því sem kom fram í réttinum en þar var Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið og að hann væri allt annar maður en menn þekkja til hans frá fótboltaferlinum. 'Sinister side' to Ryan Giggs, trial hears, as he is accused of attacking and controlling ex-girlfriend.Live updates https://t.co/dJ5Jj538YC— Sky News (@SkyNews) August 8, 2022 Hinn 48 ára gamli Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrum kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi sem og að ráðast á yngri systur hennar. Saksóknarinn Peter Wright sagði frá því að samband Giggs við Kate Greville hafi einkennst af ofbeldi og óvissu. Hann sagði að í einkalífinu hafi Giggs stundað valdbeitingu bæði líkamlega og andlega. Wright sagði að þetta væri saga um nauðungarstjórn og þvinganir gegn konu sem hélt að hún væri elskuð og virt. Ryan Giggs leaves court after the first day of his trial, he is accused of attacking and controlling his ex-girlfriend and assaulting her sister. Giggs has entered a plea of not guilty against three charges. pic.twitter.com/tBZFYukInQ— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 8, 2022 Þegar Kate vildi enda sambandið þá hafi það kallað á ofbeldi þar sem Giggs hafi skallað hana í andlitið og gefið síðan systur hennar olnbogaskot í kjálkann. Hann sagði að fröken Greville hafi komist að því að Giggs hefði einu sinni sem oftar haldið fram hjá henni og hún hafi sagt systur sinni frá því að hún ætlaði að enda samband þeirra. Giggs missti algjörlega stjórn á sér við þessar fréttir. Day one of Ryan Giggs' trial, the 13-time Premier League winner was accused of a "litany of abuse, both physical & psychological, of a woman he professed to love".The defence argued "there's a line Giggs would not cross" & "the allegations are simply not true". @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 8, 2022 Emma Greville fékk olnbogaskotið frá Giggs þegar hún reyndi að toga hann af systur sinni. Við þetta missti Giggs algjörlega stjórn á sér, skallaði Kate í andlitið. Emma hringdi þá í lögregluna sem handtók Ryan. Giggs var sagður sýna henni elskulegheit og sára iðrun á milli þess að hann beitti hana ofbeldi. Hann hélt því líka fram að hún hafi misskilið hann og að hann væri í raun fórnarlambið. Giggs heldur fram sakleysi í málinu. Bæði Sir Alex Ferguson og fyrrum liðfélagi Giggs, Gary Neville, verða kallaðir til sem vitni í málinu.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Michail Antonio lenti í alvarlegu bílslysi Frábært gengi Brentford á heimavelli heldur áfram City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Sjá meira