Öldungadeildin samþykkir sögulegt frumvarp í baráttunni gegn loftslagsbreytingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2022 07:15 Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, var kátur að atkvæðagreiðslu lokinni. Samþykkt frumvarpsins er mikill sigur fyrir hann og Joe Biden Bandaríkjaforseta. AP/Lisa Mascaro Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær löggjöf sem kveður á um eina umfangsmestu fjárfestingu Bandaríkjanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og til að lækka smásöluverð á lyfseðilsskyldum lyfjum. Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Fjárfestingin nemur um 370 milljörðum Bandaríkjadala og miðar að því að gera Bandaríkjunum kleift að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030, frá því sem var árið 2005. Lögin kveða einnig á um heimild til handa opinbera sjúkratryggingakerfinu Medicare til að semja beint við lyfjaframleiðendur og setja 2.000 dollara þak á þann kostnað sem sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa á hverju ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Atkvæði með og á móti frumvarpinu féllu eftir flokkslínum en það var samþykkt með 51 atkvæði gegn 50. Samþykkt laganna er mikill sigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta en þó er um að ræða nokkuð útþynntar hugmyndir frá því sem lagt var upp með, þar sem taka þurfti út ákvæði um milljarða framlög til niðurgreiðslu barnagæslu og foreldraorlofs, sem og ákvæði er vörðuðu breytingar á skattalöggjöf repúblikana frá 2017. Þetta þurfti að gera til að tryggja atkvæði tveggja demókrata sem hafa verði til nokkurra vandræða fyrir flokkinn, þeirra Joe Manchin frá Vestur-Virginíu og Kyrsten Sinema frá Arizona. Today, Senate Democrats voted to lower the cost of Rx drugs, health insurance, and energy all while reducing the deficit and making the richest corporations pay their fair share. I ran to make government work for working families again.That s what this bill does period.— President Biden (@POTUS) August 7, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira