Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg? Steinunn Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun