Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 15:36 Stöð 2 og Vodafone eru meðal annars í eigu Sýnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Fundurinn verður haldinn þann 31. ágúst næstkomandi í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut. Í tilkynningunni segir boðað sé til fundarins að kröfu Gavia Invest, en fyrirtækið fer með atkvæðisrétt að 16,08 prósent af heildarhlutafé félagsins. Krefst Gavia Invest ehf. að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Telur Gavia Invest ehf. „að vegna umtalsverðra breytinga sem orðið hafa á hluthafahópi Sýnar hf. nú nýverið sé rétt að umboð stjórnar félagsins verði endurnýjað og að stjórnarkjör fari fram,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Á dagskrá fundarins er tillaga Gavia Invest um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar Sýnar. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör, auk þess sem að dagskrárliðurinn „önnur mál“ er einnig á dagskrá. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Sýnar að undanförnu eftir að Heiðar Guðjónsson, þáverandi forstjóri Sýnar, seldi 12,7 prósent eignarhlut sinn í félaginu til Gavia Invest og lét af störfum. Gavia Invest bætti sig við hlutum og á nú 16,1 prósent í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest og var um árabil framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum, sagði í samtali við Innherja á dögunum að fjárfestahópurinn hefði „fylgst lengi“ með Sýn. „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tengdar fréttir Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01 „Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26 Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Fundurinn verður haldinn þann 31. ágúst næstkomandi í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut. Í tilkynningunni segir boðað sé til fundarins að kröfu Gavia Invest, en fyrirtækið fer með atkvæðisrétt að 16,08 prósent af heildarhlutafé félagsins. Krefst Gavia Invest ehf. að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Telur Gavia Invest ehf. „að vegna umtalsverðra breytinga sem orðið hafa á hluthafahópi Sýnar hf. nú nýverið sé rétt að umboð stjórnar félagsins verði endurnýjað og að stjórnarkjör fari fram,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Á dagskrá fundarins er tillaga Gavia Invest um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar Sýnar. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör, auk þess sem að dagskrárliðurinn „önnur mál“ er einnig á dagskrá. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Sýnar að undanförnu eftir að Heiðar Guðjónsson, þáverandi forstjóri Sýnar, seldi 12,7 prósent eignarhlut sinn í félaginu til Gavia Invest og lét af störfum. Gavia Invest bætti sig við hlutum og á nú 16,1 prósent í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest og var um árabil framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum, sagði í samtali við Innherja á dögunum að fjárfestahópurinn hefði „fylgst lengi“ með Sýn. „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tengdar fréttir Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01 „Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26 Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39
Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26
Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34