Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:08 Alþjóðlega geimstöðin sést hér fyrir ofan Persaflóa. NASA Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00