Tabúið um hugvíkkandi efni í edrúmennsku Gunnar Dan Wiium skrifar 26. júlí 2022 11:00 Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram. Fólk talaði um að meðhöndla hinn sjúkdóm sinn með viðeigandi lyfjum og ítrekaði mikilvægi þess sem að taka ábyrgð. Ég sem er með sturlfræðilegar skoðanir á gerðfráviksgreiningum og svokallaðri viðeigandi lyfjagjöf ætla ekki að deila henni kannski í þessum pistli eitthvað í díteilum enda kannski ekki efnið sem ég vildi taka til umræðu eða hugleiðslu.Málið er að það þykir sjálfsagt mál að fólk tjái sig um þessar misjöfnu geðfráviksgreiningar og lyfin sem þau taka samkvæmt svokölluðu læknisráði en svo eru önnur “efni” sem form af mjög árungursríkri lækningu sem þykir algjört tabú og má alls ekki ræða. Ég er að vísa í notkun í misjöfnu formi og á misjöfnum efnum sem stuðla að hugvíkkun, notkun hugvíkkandi efna í edrúmennsku. Þetta er auðvitað frekar nýmóðins í umræðunni og í iðkun hér á Íslandi þó að fræðin spanni árþúsundir bæði austur og vestur. Notkun á svokölluðum plöntulæknum við andlegu meini er ævaforn og af náttúrunni komin.Ég horfi á ár eftir ár menn og konur sitja föst, spólandi í gelyfjabatterís þokunni og allt frá hefðbundnum Concertum og yfir í þessi SSRi lyf sem eru að sýna sig samkvæmt einhverjum rannsóknum að séu bara hálfgerð lyfleysa með massífum aukaverkunum. Ég lofaði sjálfum mér að fara ekki á rantið hvað varðar geðlyfjarisan og þá glæpi gegn mannkyni mér finnst og tel mig vita að hafi verið framin af risanum í skjóli nætur síðustu 40 ár eða svo. En það sem mig langaði að segja er að á meðan ég horfi á liðið frosið á kantinum í vanlíðan og vonlausri von um að lyfin virki einn daginn sé ég stóran hóp fólks læknast af andlegu meini með hjálp hugvíkkandi efna.Þegar ég tala um hugvíkkandi efni er að tala sveppinn einna helst eða Psilosobin, ég er líka að tala um Mescalin eða Peyote, DMT sem eitt virka efnið í Ayahuasca, MDMA sem kannski í vitlausu setti og blönduðu formi er þekkt sem Ecstasy. Ég vill einnig minnast á CBD og rétt magn THC sem og annara 130 Kannbínóða sem undraplantan Kannabis Sativa inniheldur, í líkama okkar er heilt kerfi sem uppgvötvaðist í kringum 1990 sem er skammstafað sem ECS og stendur fyrri Endocannabinoid system, þetta kerfi er bókstaflega svelt eftir að hampur var gerður ólöglegur í hákapitalískri öfgaáróðurherferð hagsmunaðila innan stóriðnaðarins einna helst. Þar á undan var hampurinn og fylgjandi kannabínóðar ríkjandi fæðubót í matvælum manna og búfénaðar, en það er kannski önnur saga.Á meðan ég hef aldrei séð neinn læknast af sínu andlegu meini eða greindu geðfráviki með hjálp geðlyfja er ég að horfa á fólk í hrönnum lifna til gleði og hamingju með hjálp þessara hugvíkkandi efna. Það er risin upp viss bylgja og er að aukast reynsla fólks í þessum fræðum hvað varðar efnin, umgjörð, magn, ásetning, undirbúning, umönnun og eftirvinnslu. Ég er í alvörunni að horfa upp á fólk kasta frá sér lyfjum við hinu og þessu nánast samdægurs eftir vel heppnuð ferðalög. Ég veit að nú verður allt vitlaust og ég eflasut cancelaður fyrir að láta svona “hættulegar” upplýsingar út úr mér en málið er það að ég er aðeins að lýsa því sem ég sé á meðan ég mæti í jarðafarir hjá hinum sem aldrei fengu lækningu heldur sátu fastir eða föst í viðjum eins gróðamesta iðnaðar jarðar, samkvæmt læknisráði frá lækni sem er eflaust nýbúin sækja ráðstefnur og luncha í boði jakkafataklæddra manna og kvenna.Þetta er algjört tabú innan 12 spora samfélagsins sem hefur með fíknisjúkdóma að gera. Þetta er meira að segja svo mikið tabú að reynt hefur ítrekað að gera lítið úr eða véfengja sögulegar staðreyndir um stofnanda AA samtakana, sjálfan Bill Wilson og hans yfir áratuga löngu tilraunir með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD. Fyrsta trippið hans fór hann í umsjá lækna í ágúst 1956 á spítala í Kaliforniu. Ástæðan fyrir þessu fyrsta trippi hans var fyrst og fremst að reyna að komast aftur í þessa andlegu reynslu sem hann varð fyrir 14 desember árið 1934 í sinni fjórðu innlögn á Towns spítala, reynslu sem átti sér stað án efa enda lýsingar hans trúverðugar en það sem kannski ekki fylgdi sögunni í AA bókinni sem skrifuð var af edrú ölkum árið 1938, til dæmis var að þegar hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum 3 degi í innlögn og einnig á sínum 3 degi í svokallaðri Towns Lambert meðhöndlun sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane sem eru plöntur sem valda miklum vímuáhrifum sé tekið í réttu magni. En áralangar tilraunir hans á LSD voru til þess að komast aftur í þessa reynslu sem og að vinna bug á eða finna leið á að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó að aldrei hafi horfið alveg en hann náði að finna leið til að sjá það í skýrara ljósi og lifa með því sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans.Fyrsta skiptið sem hann trippaði á LSD var tekið upp á filmu en þær upptökur eru víst glataðar en manuscript var tekið af upptökunni og það fysta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að láta verða vart sig var “fólk á að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, við óttumst að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur. Það er ósköp eðlilegt en á sama stað kol óheilbrigt þar sem við fyrir vikið hunsum eigið innsæi oft á tíðum og fyrir vikið verðum af þeirri reynslu að vera sjálfum okkur samkvæm, hugrökk og með vissu í hjarta um að heimurinn sé okkur vinveittur.Ég er að sjá fólk með fíknisjúkdóma ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna. Ýmist í smáskammtaformi sem og leiddum fullskammta meðferðum eða serómónium. Ég er að sjá fólk sækja undirbúningsnámskeið sem leidd eru af sálfræðingum, námskeið þar sem viðkomandi er undirbúin fyrir ferðalag sem svo eru leidd af aðilum sem sérhæfa sig í þeim. Ég er ekki að halda því fram að þessir einstaklingar gangi endilega burt frá 12 spora leiðinni og hætti “prógrammi” en það sem þessi ferðalög gera er að auka á sköpun hvað varðar tengingu við æðri mátt eða guð samkvæmt skilningi hvers og eins, einnig er óhætt að segja að þessir einstaklingar ná að komast á staði í vitund sinni þar sem áður óaðgengilegar afleiðingar allskonar áfalla liggja og rotna i myrkrinu. Þessar afleiðingar hefur ferðalangurinn tækifæri til að vinna með, endurforrita eða einfaldlega kasta burt þeirri neikvæðu orku sem hefur kannski virkað sem uppsretta þjáninga heilt lífskeið eða fleyrri. Rými fyrir andlegan og félagslegan þroska eykst og maðurinn verður frjáls.Ég geri mér grein fyrir að sögurnar eru eflaust allskonar og í því samhengi vill ég bara ítreka að ég er aðeins að deila eigin reynslu sem og reynslu þeirra sem ég sé í kringum mig, ef ég verð dæmdur fyrir það og brenndur á báli, so be it. Svona í lokin langar mig að deila smá texta sem ég fann á fjésinu um daginn, ekki minn eigin en hann sökk í mig eins og glitrandi gimsteinar.„Þú ert gerð úr 84 steinefnum, 23 frumefnum og 8 lítrum af vatnidreift yfir 38 trilljónir frumur.Þú varst smíðuð frá grunni af varahlutum jarðarinnar sem þú neyttir, samkvæmt leiðbeiningum sem felast í tvöfaldri skrúfu og nægilega litlu til að nota af sæði.Þau eru endurunnin fiðrildi, plöntur, steinar, lækir, eldiviður, úlfaskinn og hákarlatennur, brotin niður í smæstu hlutina og endurbyggð í flóknustu lífveru á plánetunni okkar.Þú býrð ekki á jörðinni. Þú ert jörðin.“ Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahúsið hlaðvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Gunnar Dan Wiium Hugvíkkandi efni Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hlustaði 12 spora fund í kvöld þar sem fjöldi fólks tjáði sig hver á fætur öðrum um sína tvöföldu sjúkdómsgreiningu. Fíknisjúkdóm og athyglisbrest, fíknisjúkdóm og ADHD, fíknisjúkdóm og ofsakvíða, fíknisjúkdóm og geðhvarfarsýki og ég gæti haldið eitthvað áfram. Fólk talaði um að meðhöndla hinn sjúkdóm sinn með viðeigandi lyfjum og ítrekaði mikilvægi þess sem að taka ábyrgð. Ég sem er með sturlfræðilegar skoðanir á gerðfráviksgreiningum og svokallaðri viðeigandi lyfjagjöf ætla ekki að deila henni kannski í þessum pistli eitthvað í díteilum enda kannski ekki efnið sem ég vildi taka til umræðu eða hugleiðslu.Málið er að það þykir sjálfsagt mál að fólk tjái sig um þessar misjöfnu geðfráviksgreiningar og lyfin sem þau taka samkvæmt svokölluðu læknisráði en svo eru önnur “efni” sem form af mjög árungursríkri lækningu sem þykir algjört tabú og má alls ekki ræða. Ég er að vísa í notkun í misjöfnu formi og á misjöfnum efnum sem stuðla að hugvíkkun, notkun hugvíkkandi efna í edrúmennsku. Þetta er auðvitað frekar nýmóðins í umræðunni og í iðkun hér á Íslandi þó að fræðin spanni árþúsundir bæði austur og vestur. Notkun á svokölluðum plöntulæknum við andlegu meini er ævaforn og af náttúrunni komin.Ég horfi á ár eftir ár menn og konur sitja föst, spólandi í gelyfjabatterís þokunni og allt frá hefðbundnum Concertum og yfir í þessi SSRi lyf sem eru að sýna sig samkvæmt einhverjum rannsóknum að séu bara hálfgerð lyfleysa með massífum aukaverkunum. Ég lofaði sjálfum mér að fara ekki á rantið hvað varðar geðlyfjarisan og þá glæpi gegn mannkyni mér finnst og tel mig vita að hafi verið framin af risanum í skjóli nætur síðustu 40 ár eða svo. En það sem mig langaði að segja er að á meðan ég horfi á liðið frosið á kantinum í vanlíðan og vonlausri von um að lyfin virki einn daginn sé ég stóran hóp fólks læknast af andlegu meini með hjálp hugvíkkandi efna.Þegar ég tala um hugvíkkandi efni er að tala sveppinn einna helst eða Psilosobin, ég er líka að tala um Mescalin eða Peyote, DMT sem eitt virka efnið í Ayahuasca, MDMA sem kannski í vitlausu setti og blönduðu formi er þekkt sem Ecstasy. Ég vill einnig minnast á CBD og rétt magn THC sem og annara 130 Kannbínóða sem undraplantan Kannabis Sativa inniheldur, í líkama okkar er heilt kerfi sem uppgvötvaðist í kringum 1990 sem er skammstafað sem ECS og stendur fyrri Endocannabinoid system, þetta kerfi er bókstaflega svelt eftir að hampur var gerður ólöglegur í hákapitalískri öfgaáróðurherferð hagsmunaðila innan stóriðnaðarins einna helst. Þar á undan var hampurinn og fylgjandi kannabínóðar ríkjandi fæðubót í matvælum manna og búfénaðar, en það er kannski önnur saga.Á meðan ég hef aldrei séð neinn læknast af sínu andlegu meini eða greindu geðfráviki með hjálp geðlyfja er ég að horfa á fólk í hrönnum lifna til gleði og hamingju með hjálp þessara hugvíkkandi efna. Það er risin upp viss bylgja og er að aukast reynsla fólks í þessum fræðum hvað varðar efnin, umgjörð, magn, ásetning, undirbúning, umönnun og eftirvinnslu. Ég er í alvörunni að horfa upp á fólk kasta frá sér lyfjum við hinu og þessu nánast samdægurs eftir vel heppnuð ferðalög. Ég veit að nú verður allt vitlaust og ég eflasut cancelaður fyrir að láta svona “hættulegar” upplýsingar út úr mér en málið er það að ég er aðeins að lýsa því sem ég sé á meðan ég mæti í jarðafarir hjá hinum sem aldrei fengu lækningu heldur sátu fastir eða föst í viðjum eins gróðamesta iðnaðar jarðar, samkvæmt læknisráði frá lækni sem er eflaust nýbúin sækja ráðstefnur og luncha í boði jakkafataklæddra manna og kvenna.Þetta er algjört tabú innan 12 spora samfélagsins sem hefur með fíknisjúkdóma að gera. Þetta er meira að segja svo mikið tabú að reynt hefur ítrekað að gera lítið úr eða véfengja sögulegar staðreyndir um stofnanda AA samtakana, sjálfan Bill Wilson og hans yfir áratuga löngu tilraunir með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD. Fyrsta trippið hans fór hann í umsjá lækna í ágúst 1956 á spítala í Kaliforniu. Ástæðan fyrir þessu fyrsta trippi hans var fyrst og fremst að reyna að komast aftur í þessa andlegu reynslu sem hann varð fyrir 14 desember árið 1934 í sinni fjórðu innlögn á Towns spítala, reynslu sem átti sér stað án efa enda lýsingar hans trúverðugar en það sem kannski ekki fylgdi sögunni í AA bókinni sem skrifuð var af edrú ölkum árið 1938, til dæmis var að þegar hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum 3 degi í innlögn og einnig á sínum 3 degi í svokallaðri Towns Lambert meðhöndlun sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane sem eru plöntur sem valda miklum vímuáhrifum sé tekið í réttu magni. En áralangar tilraunir hans á LSD voru til þess að komast aftur í þessa reynslu sem og að vinna bug á eða finna leið á að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó að aldrei hafi horfið alveg en hann náði að finna leið til að sjá það í skýrara ljósi og lifa með því sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans.Fyrsta skiptið sem hann trippaði á LSD var tekið upp á filmu en þær upptökur eru víst glataðar en manuscript var tekið af upptökunni og það fysta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að láta verða vart sig var “fólk á að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, við óttumst að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur. Það er ósköp eðlilegt en á sama stað kol óheilbrigt þar sem við fyrir vikið hunsum eigið innsæi oft á tíðum og fyrir vikið verðum af þeirri reynslu að vera sjálfum okkur samkvæm, hugrökk og með vissu í hjarta um að heimurinn sé okkur vinveittur.Ég er að sjá fólk með fíknisjúkdóma ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna. Ýmist í smáskammtaformi sem og leiddum fullskammta meðferðum eða serómónium. Ég er að sjá fólk sækja undirbúningsnámskeið sem leidd eru af sálfræðingum, námskeið þar sem viðkomandi er undirbúin fyrir ferðalag sem svo eru leidd af aðilum sem sérhæfa sig í þeim. Ég er ekki að halda því fram að þessir einstaklingar gangi endilega burt frá 12 spora leiðinni og hætti “prógrammi” en það sem þessi ferðalög gera er að auka á sköpun hvað varðar tengingu við æðri mátt eða guð samkvæmt skilningi hvers og eins, einnig er óhætt að segja að þessir einstaklingar ná að komast á staði í vitund sinni þar sem áður óaðgengilegar afleiðingar allskonar áfalla liggja og rotna i myrkrinu. Þessar afleiðingar hefur ferðalangurinn tækifæri til að vinna með, endurforrita eða einfaldlega kasta burt þeirri neikvæðu orku sem hefur kannski virkað sem uppsretta þjáninga heilt lífskeið eða fleyrri. Rými fyrir andlegan og félagslegan þroska eykst og maðurinn verður frjáls.Ég geri mér grein fyrir að sögurnar eru eflaust allskonar og í því samhengi vill ég bara ítreka að ég er aðeins að deila eigin reynslu sem og reynslu þeirra sem ég sé í kringum mig, ef ég verð dæmdur fyrir það og brenndur á báli, so be it. Svona í lokin langar mig að deila smá texta sem ég fann á fjésinu um daginn, ekki minn eigin en hann sökk í mig eins og glitrandi gimsteinar.„Þú ert gerð úr 84 steinefnum, 23 frumefnum og 8 lítrum af vatnidreift yfir 38 trilljónir frumur.Þú varst smíðuð frá grunni af varahlutum jarðarinnar sem þú neyttir, samkvæmt leiðbeiningum sem felast í tvöfaldri skrúfu og nægilega litlu til að nota af sæði.Þau eru endurunnin fiðrildi, plöntur, steinar, lækir, eldiviður, úlfaskinn og hákarlatennur, brotin niður í smæstu hlutina og endurbyggð í flóknustu lífveru á plánetunni okkar.Þú býrð ekki á jörðinni. Þú ert jörðin.“ Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi Þvottahúsið hlaðvarp.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar