Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 12:38 Franz segir umræðuna um kynjahalla á tónleikunum bjagaða og að í íslenskri rokksenu skorti fleiri rokkhljómsveitir með konum. Samsett/Aðsent/Vilhelm Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. Tónleikarnir Rokk í Reykjavík eru fyrirhugaðir 17. september næstkomandi í Kaplakrika og er fjöldi hljómsveita að spila, þar á meðal Skálmöld, Dimma og Dr. Spock. Tónleikarnir hafa vakið töluverða athygli en aðallega vegna gífurlegs kynjahalla. ...meira svona Cock í Reykjavík? pic.twitter.com/4Pk8hh9bhh— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 15, 2022 Salka Sól Eyfeld birti mynd af plakati tónleikanna á Twitter í gær þar sem hún skaut á skipuleggjendur með því að segja „...meira svona Cock í Reykjavík?“ Í kjölfarið upphófst mikil umræða á miðlinum um tónleikana og þá staðreynd að einungis karlar væru að spila á þeim. Nafn tónleikanna er vísun í samnefnda heimildarmynd Friðriks Þór Friðrikssonar frá 1982 sem fjallaði um rokk- og pönksenuna í Reykjavík. Það hefur vakið kátínu og undrun netverja að fyrirhugaðir tónleikarnir séu ekki einu sinni haldnir í Reykjavík heldur Hafnarfirði og þá staðreynd að kynjahlutfallið hafi verið mikið betra fyrir 40 árum. Meira svona kallar í Hafnarfirði https://t.co/TqAea9GYJi— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) July 15, 2022 Ekki séu margar kvenkyns rokkhljómsveitir starfandi í dag Blaðamaður hafði samband við Franz Gunnarsson, tónlistarmann og einn skipuleggjanda tónleikanna, til að spyrja út í gagnrýni sem tónleikarnir hafa hlotið fyrir algjöran skort á konum. Hann byrjaði á að segja að það væri ekki rétt að engar konur kæmu fram á tónleikunum, Ragga Gísla væri sérstakur gestur. Franz segir að Ragnhildur Gísladóttir muni spila á tónleikunum sem sérstakur gestur og taki þar lög eftir Grýlurnar.vísir/vilhelm Hann sagði einnig að þær hljómsveitir sem skipuleggjendur hefðu haft samband við hefðu ekki svarað tölvupóstum. Skipuleggjendur væru þó að reyna að bæta slottum við fyrir kvenkyns hljómsveitir en bætti við „Ef þú kíkir á hvaða kvenkyns rokkhljómsveitir eru starfandi í dag þá eru þær ekki margar.“ Blaðamaður nefndi þá hljómsveitirnar Hórmóna, Kolrössu krókríðandi, Mammút og Gróu sem voru allar nefndar í þræði við færslu Sölku Sólar. Franz svaraði þá að fyrstu þrjár hljómsveitirnar væru ekki starfandi en varðandi Gróu sagði hann erfiðara að bæta smærri hljómsveitum inn í dagskránna. „Við viljum hafa breitt svigrúm á tónleikunum en ef þú lítur á lineup-ið þá er ákveðin stemming sem er þarna í gangi. Ef við tökum fyrir bönd eins og Gróu þá passar Gróa ekkert þarna inn. Maður verður að hugsa um það líka,“ sagði Franz. Staðan í senunni byði upp á kynjahalla Þá sagðist Franz ekki skilja inntakið í umræðunni út frá forsendum senunnar. Það væri einfalt að kasta fram tvíti sem fjölmiðlar fjalli um gagnrýnilaust en ef senan væri skoðað sæist að bransinn byði einfaldlega ekki upp á margar hljómsveitir með konum. Meðal þeirra rokkhljómsveita sem Twitter-verjar hafa nefnt sem hefði verið hægt að bóka er pönkhljómsveitin Gróa sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónleika.Aðsent Hann tók sem dæmi rokkhátíðina Eistnaflug þar sem hann sagði að 41 hljómsveit hefði spilað, þar af hefðu verið 169 karlmenn en einungis ellefu konur. Blaðamaður nefndi þá að það væru samt betri kynjahlutföll en á tónleikunum. „En þarna ertu með fjögurra daga hátíð en við erum með nokkurra klukkustunda viðburð. Ef Mammút og Kolrassa hefðu verið starfandi og svona bönd sem hefði verið hægt að bóka þá að sjálfsögðu væru þau með,“ sagði Franz. Hann sagði einnig að í umræðunni hefði fjöldi hljómsveita verið nefndur en þær væru því miður lítt þekktar. Viðburðurinn væri þannig að það þyrfti að selja miða til að tónleikarnir stæðu undir sér og þess vegna væri verið að sækja stór nöfn. „Því miður er staðan þannig að við erum við ekki með stórar rokksveitir skipaðar konum. Við erum ekki með Grýlurnar í dag. Sem er sorglegt og þessu þarf að breyta,“ sagði Franz. Fagnar umræðunni en segir hana ósanngjarna „Við sem erum í rokksenunni viljum að sjálfsögðu kalla eftir því og hvetja konur til að vera aktívari og taka þátt. Það er hundleiðinlegt fyrir okkur karlanna að vera að spila bara í karlkyns fíling,“ sagði Franz. Blaðamaður spurði þá hvort að þáttur í því væri ekki að reyna að draga fram þær hljómsveitir með konum sem eru að spila í dag. Franz játaði því en sagði að þær hljómsveitir sem skipuleggjendur hefðu haft samband við hefðu ekki svarað kallinu og aðrar stórar hljómsveitar væru hættar. Franz sagðist fagna umræðunni en að það þyrfti að halda henni á sanngjörnum nótum. Umfjöllunin ætti frekar að snúast um stærð þessara stóru alíslensku rokktónleika frekar en að rífa þá niður „út af einhverjum kynjahalla sem við höfum ekkert control yfir af því að bransinn býður einfaldlega ekki upp á það.“ Að lokum hvatti Franz ungar og upprennandi kvenrokkhljómsveitir til að hafa samband. Tónlist Jafnréttismál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Tónleikarnir Rokk í Reykjavík eru fyrirhugaðir 17. september næstkomandi í Kaplakrika og er fjöldi hljómsveita að spila, þar á meðal Skálmöld, Dimma og Dr. Spock. Tónleikarnir hafa vakið töluverða athygli en aðallega vegna gífurlegs kynjahalla. ...meira svona Cock í Reykjavík? pic.twitter.com/4Pk8hh9bhh— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 15, 2022 Salka Sól Eyfeld birti mynd af plakati tónleikanna á Twitter í gær þar sem hún skaut á skipuleggjendur með því að segja „...meira svona Cock í Reykjavík?“ Í kjölfarið upphófst mikil umræða á miðlinum um tónleikana og þá staðreynd að einungis karlar væru að spila á þeim. Nafn tónleikanna er vísun í samnefnda heimildarmynd Friðriks Þór Friðrikssonar frá 1982 sem fjallaði um rokk- og pönksenuna í Reykjavík. Það hefur vakið kátínu og undrun netverja að fyrirhugaðir tónleikarnir séu ekki einu sinni haldnir í Reykjavík heldur Hafnarfirði og þá staðreynd að kynjahlutfallið hafi verið mikið betra fyrir 40 árum. Meira svona kallar í Hafnarfirði https://t.co/TqAea9GYJi— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) July 15, 2022 Ekki séu margar kvenkyns rokkhljómsveitir starfandi í dag Blaðamaður hafði samband við Franz Gunnarsson, tónlistarmann og einn skipuleggjanda tónleikanna, til að spyrja út í gagnrýni sem tónleikarnir hafa hlotið fyrir algjöran skort á konum. Hann byrjaði á að segja að það væri ekki rétt að engar konur kæmu fram á tónleikunum, Ragga Gísla væri sérstakur gestur. Franz segir að Ragnhildur Gísladóttir muni spila á tónleikunum sem sérstakur gestur og taki þar lög eftir Grýlurnar.vísir/vilhelm Hann sagði einnig að þær hljómsveitir sem skipuleggjendur hefðu haft samband við hefðu ekki svarað tölvupóstum. Skipuleggjendur væru þó að reyna að bæta slottum við fyrir kvenkyns hljómsveitir en bætti við „Ef þú kíkir á hvaða kvenkyns rokkhljómsveitir eru starfandi í dag þá eru þær ekki margar.“ Blaðamaður nefndi þá hljómsveitirnar Hórmóna, Kolrössu krókríðandi, Mammút og Gróu sem voru allar nefndar í þræði við færslu Sölku Sólar. Franz svaraði þá að fyrstu þrjár hljómsveitirnar væru ekki starfandi en varðandi Gróu sagði hann erfiðara að bæta smærri hljómsveitum inn í dagskránna. „Við viljum hafa breitt svigrúm á tónleikunum en ef þú lítur á lineup-ið þá er ákveðin stemming sem er þarna í gangi. Ef við tökum fyrir bönd eins og Gróu þá passar Gróa ekkert þarna inn. Maður verður að hugsa um það líka,“ sagði Franz. Staðan í senunni byði upp á kynjahalla Þá sagðist Franz ekki skilja inntakið í umræðunni út frá forsendum senunnar. Það væri einfalt að kasta fram tvíti sem fjölmiðlar fjalli um gagnrýnilaust en ef senan væri skoðað sæist að bransinn byði einfaldlega ekki upp á margar hljómsveitir með konum. Meðal þeirra rokkhljómsveita sem Twitter-verjar hafa nefnt sem hefði verið hægt að bóka er pönkhljómsveitin Gróa sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónleika.Aðsent Hann tók sem dæmi rokkhátíðina Eistnaflug þar sem hann sagði að 41 hljómsveit hefði spilað, þar af hefðu verið 169 karlmenn en einungis ellefu konur. Blaðamaður nefndi þá að það væru samt betri kynjahlutföll en á tónleikunum. „En þarna ertu með fjögurra daga hátíð en við erum með nokkurra klukkustunda viðburð. Ef Mammút og Kolrassa hefðu verið starfandi og svona bönd sem hefði verið hægt að bóka þá að sjálfsögðu væru þau með,“ sagði Franz. Hann sagði einnig að í umræðunni hefði fjöldi hljómsveita verið nefndur en þær væru því miður lítt þekktar. Viðburðurinn væri þannig að það þyrfti að selja miða til að tónleikarnir stæðu undir sér og þess vegna væri verið að sækja stór nöfn. „Því miður er staðan þannig að við erum við ekki með stórar rokksveitir skipaðar konum. Við erum ekki með Grýlurnar í dag. Sem er sorglegt og þessu þarf að breyta,“ sagði Franz. Fagnar umræðunni en segir hana ósanngjarna „Við sem erum í rokksenunni viljum að sjálfsögðu kalla eftir því og hvetja konur til að vera aktívari og taka þátt. Það er hundleiðinlegt fyrir okkur karlanna að vera að spila bara í karlkyns fíling,“ sagði Franz. Blaðamaður spurði þá hvort að þáttur í því væri ekki að reyna að draga fram þær hljómsveitir með konum sem eru að spila í dag. Franz játaði því en sagði að þær hljómsveitir sem skipuleggjendur hefðu haft samband við hefðu ekki svarað kallinu og aðrar stórar hljómsveitar væru hættar. Franz sagðist fagna umræðunni en að það þyrfti að halda henni á sanngjörnum nótum. Umfjöllunin ætti frekar að snúast um stærð þessara stóru alíslensku rokktónleika frekar en að rífa þá niður „út af einhverjum kynjahalla sem við höfum ekkert control yfir af því að bransinn býður einfaldlega ekki upp á það.“ Að lokum hvatti Franz ungar og upprennandi kvenrokkhljómsveitir til að hafa samband.
Tónlist Jafnréttismál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira