Haraldur og Guðmundur á pari og komust ekki á The Open Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 17:45 Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson freistuðu þess í dag að komast inn á The Open. [email protected] Þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson reyndu báðir fyrir sér á lokaúrtökumótinu fyrir The Open, opna breska meistaramótið í golfi, í dag. Báðir léku þeir hringina tvo á pari og komust því ekki inn á þetta virta risamót. Lokaúrtökumótið fór fram á fjórum völlum samtímis þar sem efstu fjórir af hverjum velli fyrir sig unnu sér inn sæti á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Haraldur og Guðmundur kepptu á The Prince's vellinum á Englandi. Lokaúrtökumótið fór þannig fram að leiknir voru tveir hringir í dag, eða 36 holur, og að þeim loknum voru það þeir fjórir sem léku best á hverjum velli fyrir sig sem unnu sér inn sæti á The Open. Haraldur og Guðmundur léku hringina tvo báðir á pari og enduðu þar með jafnir í 11. sæti ásamt sex öðrum kylfingum. Það voru þeir Matthew Ford frá Englandi og Ronan Mullarney frá Írlandi sem unnu sér inn keppnisrétt á The Open af The Prince's vellinum, en sex aðrir kylfingar enduðu jafnir í þriðja sæti og þurfa því að leika bráðabana um lausu sætin tvö sem eftir eru. Golf Opna breska Tengdar fréttir Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. 28. júní 2022 14:29 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Lokaúrtökumótið fór fram á fjórum völlum samtímis þar sem efstu fjórir af hverjum velli fyrir sig unnu sér inn sæti á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Haraldur og Guðmundur kepptu á The Prince's vellinum á Englandi. Lokaúrtökumótið fór þannig fram að leiknir voru tveir hringir í dag, eða 36 holur, og að þeim loknum voru það þeir fjórir sem léku best á hverjum velli fyrir sig sem unnu sér inn sæti á The Open. Haraldur og Guðmundur léku hringina tvo báðir á pari og enduðu þar með jafnir í 11. sæti ásamt sex öðrum kylfingum. Það voru þeir Matthew Ford frá Englandi og Ronan Mullarney frá Írlandi sem unnu sér inn keppnisrétt á The Open af The Prince's vellinum, en sex aðrir kylfingar enduðu jafnir í þriðja sæti og þurfa því að leika bráðabana um lausu sætin tvö sem eftir eru.
Golf Opna breska Tengdar fréttir Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. 28. júní 2022 14:29 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. 28. júní 2022 14:29