„Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana“ Elísabet Hanna skrifar 25. júní 2022 06:00 Alma Ómarsdóttir gerði heimildarmyndina: Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum. Karlmennskan Fréttakonan Alma Ómarsdóttir gerði heimildamynd Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum þar sem hún skoðaði sérstaklega upptökuheimilið Kleppjárnsreyki sem var komið á laggirnar til þess að vista ungar stúlkur sem höfðu átt í samskiptum við hermenn á „ástandsárunum“ svokölluðu hér á Íslandi. Voru kallaðar „kanamellur“ Myndina vann hún sem lokaverkefnið sitt í frétta- og blaðamennsku og var því með áherslu á fjölmiðla frá þeim tíma. Hún segist sjálf ekki hafa gert sér grein fyrir því hvernig ástandið hafi verið á þessum tíma en hafi þó alist upp við að heyra orðin: „ástandið“ og „kanamella“. Alma var gestur í hlaðvarpinu Karlmennskan í umsjón Þorsteins V. Einarssonar þar sem hún ræðir hvernig ástandið var raunverulega á „ástandsárunum“ líkt og þau hafa verið kölluð. Þáttinn má heyra í heild sinni neðst í greininni. Miklar áhyggjur Alma segir það hafa komið sér á óvart hversu fordæmdar stúlkurnar voru fyrir það eitt að eiga í samskiptum við hermenn sem komu fyrst til landsins árið 1940. Hún segir áhyggjur ráðherra, þáverandi landlæknis, Alþingis og almennings hafa verið miklar þegar kom að samskiptum stúlknanna við hermennina. Sérstakur dómstóll Vegna áhyggjanna var settur á fót sérstakur dómstóll sem við athugun Ölmu virðist aðeins hafa verið gerður til þess að dæma stúlkur fyrir samskipti við hermenn. Ungmennaeftirlit var stofnað og ungmennadómstóll sem áttu að taka á afbrotum allra ungmenna. „En öll málin snerust bara um þetta. Það var ekki einn strákur á þriggja ára tímabili sem fór fyrir þennan dómstól,“ Segir Alma og bætir við: „Það var settur á sérstakur dómstóll. Þannig þetta er gert að sakamáli, þær eru afbrotamenn fyrir það að eiga í samskiptum við hermenn. [...] Ef við hugsum um þessa stimplun og skömmun, að þú ert orðin afbrotamaður fyrir að hafa hitt einhvern á balli.“ Kleppjárnsreykir Upptökuheimilið á Kleppjárnsreykjum var starfrækt í tæplega eitt ár, frá nóvember 1942 fram í október 1943. Á tímabilinu sættu fjórtán stúlkur vistun á hælinu. „Stúlkurnar voru síðan sendar á upptökuheimili og ef þær reyndu að strjúka voru þær settar í fangaklefa,“ segir Alma einnig. Hún segir að eftir að svokölluð ástandsnefnd sem í sátu þrír karlmenn hafi skilað inn niðurstöðum hafi verið sett neyðarlög í landinu: „Vegna þess að talið var að það þurfti að bregðast við því að ungar konur væru að hitta erlenda hermenn. Meira að segja sjálfræðisaldurinn var færður úr 16 í 20 ár. Konur voru sem sagt sviptar sjálfræði svo hægt væri að banna þeim að hitta hermenn.“ segir Alma. „Þær eru teknar frá fjölskyldum sínum, vistaðar fjarri heimahögum, sendar í greindarpróf, læknisskoðanir og yfirheyrslur og allt var þetta mjög niðurlægjandi ferli. Þær áttu þess aldrei nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér,“ sagði Alma í viðtali við Vísi við útgáfu myndarinnar. „Í opinberum skjölum eru þær kallaðar lauslætisdrósir og það er talað um hæli fyrir lauslátar stúlkur og þannig nota ég skjölin til þess að sýna það svart á hvítu hvernig þær voru niðurlægðar,“ sagði hún einnig í viðtalinu á sínum tíma. Fyrsta lögreglukonan Alma segir fyrstu lögreglukonu landsins, Jóhönnu Knudsen, hafa gengið hart að stúlkum á þessum tíma og stundað persónunjósnir. Hún segir þær njósnir sem fóru fram á þessum tíma jafnvel geta talist mestu persónunjósnir landsins. Hún segir hana hafa haft heimild til þess að þvinga stúlkur í kynfæraskoðun ef þær neituðu því að hafa verið með hermanni til þess að athuga hvort þær hafi stundað kynlíf. „Stúlka sem ekki vill láta skoða á sér kynfærin er neydd til þess. Og svo ertu dæmd af sakadómi.“ Vill að stjórnvöld beri ábyrgð Eftir að hafa kynnt sér framkomu stjórnvalda við ungar konur á þessum tíma vill Alma að þær konur sem komið var fram við af slíkum hætti hljóti uppreist æru og að skömminni sé skilað. Hún segir norsk stjórnvöld hafa nýverið beðist afsökunar á þessari framkomu við konur sem voru gerðar útlægar eða stimplaðar af þeirra yfirvöldum á sínum tíma. „Forsætisráðherra Noregs gerði það fyrir nokkrum árum síðan, hún baðst opinberlega afsökunar á framkomu norskra yfirvalda á stríðsárunum, en það hefur ekki gerst hér,“ segir hún. „Við erum að tala um það voru hundruð kvenna sem var njósnað um, sem voru ásóttar af lögregluyfirvöldum eða hreinlega teknar úr umferð fyrir þetta.“ Alma vill einnig að rétt sé sagt frá þessu tímabili í sögubókum en ekki sett upp í skemmtilegan búning og fjallað um á léttúðlegan hátt líkt og gert sé í dag. Tenging við nútímann „Samfélagið er alltaf frekar fljótt að setja sig í dómarasætið um eitthvað sem það þekkir ekki, hræðslan við það óþekkta að æskan sé alltaf eitthvað á villigötum og að fara sér að voða og eldra fólkið þykist vita betur,“ segir hún um það hvernig hægt sé að yfirfæra þessi ár yfir á nútíma samfélag. Hún segir drusluskömmina einnig enn vera til staðar, þó í minna mæli en þá og segir samfélagið fljótt að grípa í orðræðu eins og „hún kom sér í þessar aðstæður“ og „afhverju var hún með honum“ ef greint er frá kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Kleppjárnsreykir hafa ekki verið skoðaðir Þorsteinn bendir á það að flest þau mál sem hafa verið tekin upp úr fortíðinni, rannsökuð og leitað rétta á hafa tengst karlmönnum og veltir því fyrir sér hvort að þessar ásóknir á konur á þessum tíma hafi ekki verið skoðaðar nánar því um konur sé að ræða en ekki karlmenn. Alma tekur í sama streng og segir ýmis upptökuheimili hafa verið skoðuð líkt og Breiðavíkurmálið en að Kleppjárnsreykir hafi aldrei verið skoðað nánar. Gögnin valda óhug Hún segir gögnin sem hún hefur séð frá heimilinu hafa valdið sér óhug en hún hafi ekki haft heimild til þess að hafa samband við einstaklingana líkt og sérskipaðar nefndir hafa. „Ég fékk aðgang að gögnum heimilisins og aðgang að gögnum lögregluyfirvalda og sakadómsins,“ segir hún er til eru afrit af öllum bréfunum sem stúlkurnar sendu fjölskyldum sínum á þessum tíma. „Þá eru þær að lýsa þar sem þær eru dregnar með valdi, lokaðar inni í litlum klefa. [...] Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana svo þær kæmust ekki út.“ Þorsteinn óskaði eftir svörum frá Katrínu Í kjölfar þáttarins sendi stjórnandi Karlmennskunnar Þorsteinn skilaboð á Katrínu Jakobsdóttur og spurðist fyrir um upptöku málsins. „Ég sendi fyrirspurn á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, og spurði hvað henni þætti um þessar aðfarir, um uppgjörsleysi stjórnvalda, hvort til stæði að gera upp þetta tímabil eða hvort hún teldi sig geta réttlætt aðgerðirnar. Hún svaraði spurningunum ekki beint en sendi mér þetta,“ sagði Þorsteinn á miðli Karlmennskunnar. Svarið sem Þorsteinn segir Katrínu hafa sent sér var eftirfarandi: „Frá því að ég kom inn í forsætisráðuneytið þá hef ég unnið að nokkrum málum sem lúta að uppgjöri eldri mála. Frumvarp mitt um sanngirnisbætur til fatlaðs fólks sem hafði dvalið sem börn á heimilum ríkisins varð að lögum í lok árs 2020. Næsta verkefni er að undirbúa almennan lagaramma fyrir slíkar bætur þannig að ekki þurfi alltaf rannsókn til og þar gæti þessi hópur hugsanlega heyrt undir.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Hernaður Vistheimili Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01 „Stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti“ Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa kynnt sér þriðju vaktina betur en flestir og geta tengt við hana úr sínu eigin sambandi. Þau leggja mikið upp úr því að fræða aðra um verkaskiptinguna innan heimilisins og eru nú að byrja með námskeið. 8. júní 2022 12:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Voru kallaðar „kanamellur“ Myndina vann hún sem lokaverkefnið sitt í frétta- og blaðamennsku og var því með áherslu á fjölmiðla frá þeim tíma. Hún segist sjálf ekki hafa gert sér grein fyrir því hvernig ástandið hafi verið á þessum tíma en hafi þó alist upp við að heyra orðin: „ástandið“ og „kanamella“. Alma var gestur í hlaðvarpinu Karlmennskan í umsjón Þorsteins V. Einarssonar þar sem hún ræðir hvernig ástandið var raunverulega á „ástandsárunum“ líkt og þau hafa verið kölluð. Þáttinn má heyra í heild sinni neðst í greininni. Miklar áhyggjur Alma segir það hafa komið sér á óvart hversu fordæmdar stúlkurnar voru fyrir það eitt að eiga í samskiptum við hermenn sem komu fyrst til landsins árið 1940. Hún segir áhyggjur ráðherra, þáverandi landlæknis, Alþingis og almennings hafa verið miklar þegar kom að samskiptum stúlknanna við hermennina. Sérstakur dómstóll Vegna áhyggjanna var settur á fót sérstakur dómstóll sem við athugun Ölmu virðist aðeins hafa verið gerður til þess að dæma stúlkur fyrir samskipti við hermenn. Ungmennaeftirlit var stofnað og ungmennadómstóll sem áttu að taka á afbrotum allra ungmenna. „En öll málin snerust bara um þetta. Það var ekki einn strákur á þriggja ára tímabili sem fór fyrir þennan dómstól,“ Segir Alma og bætir við: „Það var settur á sérstakur dómstóll. Þannig þetta er gert að sakamáli, þær eru afbrotamenn fyrir það að eiga í samskiptum við hermenn. [...] Ef við hugsum um þessa stimplun og skömmun, að þú ert orðin afbrotamaður fyrir að hafa hitt einhvern á balli.“ Kleppjárnsreykir Upptökuheimilið á Kleppjárnsreykjum var starfrækt í tæplega eitt ár, frá nóvember 1942 fram í október 1943. Á tímabilinu sættu fjórtán stúlkur vistun á hælinu. „Stúlkurnar voru síðan sendar á upptökuheimili og ef þær reyndu að strjúka voru þær settar í fangaklefa,“ segir Alma einnig. Hún segir að eftir að svokölluð ástandsnefnd sem í sátu þrír karlmenn hafi skilað inn niðurstöðum hafi verið sett neyðarlög í landinu: „Vegna þess að talið var að það þurfti að bregðast við því að ungar konur væru að hitta erlenda hermenn. Meira að segja sjálfræðisaldurinn var færður úr 16 í 20 ár. Konur voru sem sagt sviptar sjálfræði svo hægt væri að banna þeim að hitta hermenn.“ segir Alma. „Þær eru teknar frá fjölskyldum sínum, vistaðar fjarri heimahögum, sendar í greindarpróf, læknisskoðanir og yfirheyrslur og allt var þetta mjög niðurlægjandi ferli. Þær áttu þess aldrei nokkurn kost að bera hönd fyrir höfuð sér,“ sagði Alma í viðtali við Vísi við útgáfu myndarinnar. „Í opinberum skjölum eru þær kallaðar lauslætisdrósir og það er talað um hæli fyrir lauslátar stúlkur og þannig nota ég skjölin til þess að sýna það svart á hvítu hvernig þær voru niðurlægðar,“ sagði hún einnig í viðtalinu á sínum tíma. Fyrsta lögreglukonan Alma segir fyrstu lögreglukonu landsins, Jóhönnu Knudsen, hafa gengið hart að stúlkum á þessum tíma og stundað persónunjósnir. Hún segir þær njósnir sem fóru fram á þessum tíma jafnvel geta talist mestu persónunjósnir landsins. Hún segir hana hafa haft heimild til þess að þvinga stúlkur í kynfæraskoðun ef þær neituðu því að hafa verið með hermanni til þess að athuga hvort þær hafi stundað kynlíf. „Stúlka sem ekki vill láta skoða á sér kynfærin er neydd til þess. Og svo ertu dæmd af sakadómi.“ Vill að stjórnvöld beri ábyrgð Eftir að hafa kynnt sér framkomu stjórnvalda við ungar konur á þessum tíma vill Alma að þær konur sem komið var fram við af slíkum hætti hljóti uppreist æru og að skömminni sé skilað. Hún segir norsk stjórnvöld hafa nýverið beðist afsökunar á þessari framkomu við konur sem voru gerðar útlægar eða stimplaðar af þeirra yfirvöldum á sínum tíma. „Forsætisráðherra Noregs gerði það fyrir nokkrum árum síðan, hún baðst opinberlega afsökunar á framkomu norskra yfirvalda á stríðsárunum, en það hefur ekki gerst hér,“ segir hún. „Við erum að tala um það voru hundruð kvenna sem var njósnað um, sem voru ásóttar af lögregluyfirvöldum eða hreinlega teknar úr umferð fyrir þetta.“ Alma vill einnig að rétt sé sagt frá þessu tímabili í sögubókum en ekki sett upp í skemmtilegan búning og fjallað um á léttúðlegan hátt líkt og gert sé í dag. Tenging við nútímann „Samfélagið er alltaf frekar fljótt að setja sig í dómarasætið um eitthvað sem það þekkir ekki, hræðslan við það óþekkta að æskan sé alltaf eitthvað á villigötum og að fara sér að voða og eldra fólkið þykist vita betur,“ segir hún um það hvernig hægt sé að yfirfæra þessi ár yfir á nútíma samfélag. Hún segir drusluskömmina einnig enn vera til staðar, þó í minna mæli en þá og segir samfélagið fljótt að grípa í orðræðu eins og „hún kom sér í þessar aðstæður“ og „afhverju var hún með honum“ ef greint er frá kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Kleppjárnsreykir hafa ekki verið skoðaðir Þorsteinn bendir á það að flest þau mál sem hafa verið tekin upp úr fortíðinni, rannsökuð og leitað rétta á hafa tengst karlmönnum og veltir því fyrir sér hvort að þessar ásóknir á konur á þessum tíma hafi ekki verið skoðaðar nánar því um konur sé að ræða en ekki karlmenn. Alma tekur í sama streng og segir ýmis upptökuheimili hafa verið skoðuð líkt og Breiðavíkurmálið en að Kleppjárnsreykir hafi aldrei verið skoðað nánar. Gögnin valda óhug Hún segir gögnin sem hún hefur séð frá heimilinu hafa valdið sér óhug en hún hafi ekki haft heimild til þess að hafa samband við einstaklingana líkt og sérskipaðar nefndir hafa. „Ég fékk aðgang að gögnum heimilisins og aðgang að gögnum lögregluyfirvalda og sakadómsins,“ segir hún er til eru afrit af öllum bréfunum sem stúlkurnar sendu fjölskyldum sínum á þessum tíma. „Þá eru þær að lýsa þar sem þær eru dregnar með valdi, lokaðar inni í litlum klefa. [...] Þær voru bara lokaðar inni í kjallaraherbergi í marga daga og neglt fyrir gluggana svo þær kæmust ekki út.“ Þorsteinn óskaði eftir svörum frá Katrínu Í kjölfar þáttarins sendi stjórnandi Karlmennskunnar Þorsteinn skilaboð á Katrínu Jakobsdóttur og spurðist fyrir um upptöku málsins. „Ég sendi fyrirspurn á forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, og spurði hvað henni þætti um þessar aðfarir, um uppgjörsleysi stjórnvalda, hvort til stæði að gera upp þetta tímabil eða hvort hún teldi sig geta réttlætt aðgerðirnar. Hún svaraði spurningunum ekki beint en sendi mér þetta,“ sagði Þorsteinn á miðli Karlmennskunnar. Svarið sem Þorsteinn segir Katrínu hafa sent sér var eftirfarandi: „Frá því að ég kom inn í forsætisráðuneytið þá hef ég unnið að nokkrum málum sem lúta að uppgjöri eldri mála. Frumvarp mitt um sanngirnisbætur til fatlaðs fólks sem hafði dvalið sem börn á heimilum ríkisins varð að lögum í lok árs 2020. Næsta verkefni er að undirbúa almennan lagaramma fyrir slíkar bætur þannig að ekki þurfi alltaf rannsókn til og þar gæti þessi hópur hugsanlega heyrt undir.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Hernaður Vistheimili Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir „Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01 „Stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti“ Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa kynnt sér þriðju vaktina betur en flestir og geta tengt við hana úr sínu eigin sambandi. Þau leggja mikið upp úr því að fræða aðra um verkaskiptinguna innan heimilisins og eru nú að byrja með námskeið. 8. júní 2022 12:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Ég hef marg oft upplifað gjaldfellingu á mér sem leikara af því að ég er hinsegin“ Leikarinn Bjarni Snæbjörnsson segist hafa óskað sér þess að vera ekki samkynhneigður, þóst hafa áhuga á stelpum og bælt niður tilfinningar sínar í langan tíma áður en hann kom út úr skápnum. 31. maí 2022 07:01
„Stór ástæða hjónaskilnaða, óhamingju og viðheldur ójafnrétti“ Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson hafa kynnt sér þriðju vaktina betur en flestir og geta tengt við hana úr sínu eigin sambandi. Þau leggja mikið upp úr því að fræða aðra um verkaskiptinguna innan heimilisins og eru nú að byrja með námskeið. 8. júní 2022 12:01