Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2022 11:52 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta leyst framboðsvandann á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum og þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum á meðan verðið sé í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sjá meira
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20