Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2022 12:32 Phil Mickelson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að hann gekk til liðs við LIV-mótaröðina sem yfirvöld í Sádí-Arabíu kosta. getty/Matthew Lewis Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins. PGA mótaröðin setti þá sautján kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í bann. Meðal þeirra voru Bryson DeChambeau, Phil Mickelson og Dustin Johnson. PGA mótaröðin hefur ekki umsjón með risamótunum og því fengu uppreisnarseggirnir að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í síðustu viku. Og þeir fá að keppa á Opna breska í næsta mánuði. Mótið, sem er það 150. í röðinni, fer fram á St. Andrews í Skotlandi 14.-17. júlí. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel hrósaði sigri á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar sem var haldið í London fyrr í mánuðinum. Næsta mót fer fram í Portland í byrjun næsta mánaðar. Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa á titil að verja á Opna breska. Hann hefur þvertekið fyrir það að hann stökkvi frá borði PGA-mótaraðarinnar og í fang LIV-mótaraðarinnar. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
PGA mótaröðin setti þá sautján kylfinga sem tóku þátt á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar í bann. Meðal þeirra voru Bryson DeChambeau, Phil Mickelson og Dustin Johnson. PGA mótaröðin hefur ekki umsjón með risamótunum og því fengu uppreisnarseggirnir að keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í síðustu viku. Og þeir fá að keppa á Opna breska í næsta mánuði. Mótið, sem er það 150. í röðinni, fer fram á St. Andrews í Skotlandi 14.-17. júlí. Suður-Afríkumaðurinn Charl Schwartzel hrósaði sigri á fyrsta móti LIV-mótaraðarinnar sem var haldið í London fyrr í mánuðinum. Næsta mót fer fram í Portland í byrjun næsta mánaðar. Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa á titil að verja á Opna breska. Hann hefur þvertekið fyrir það að hann stökkvi frá borði PGA-mótaraðarinnar og í fang LIV-mótaraðarinnar.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira