Með réttarstöðu sakbornings vegna sölunnar á Laxfossi og Goðafossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 20:44 Héraðssaksóknari hefur haft kæru vegna sölu tveggja skipa Eimskips til meðferðar. Vísir/Vilhelm Hilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá héraðssaksónara vegna sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss árið 2019. Hann nýtur réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna. Félagið hafnar því að hafa brotið lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem birtist í kauphöllinni í kvöld. Þar kemur einnig fram að Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri félagsins, muni einnig gefa skýrslu vegna málsins. Hann muni gera það sem fyrirsvarsmaður félagsins en fram kemur í tilkynningunni að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi. Málið má rekja til sölu skipanna Laxfoss og Goðafoss. Umhverfisstofnun kærði Eimskip vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Áður hafði fréttaskýringaþátturinnn Kveikur fjallað um örlög skipanna tveggja eftir að þau voru seld. Skipin enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, við Alan-ströngina. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Eimskip hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál þegar skipin voru seld. Er þetta ítrekað í tilkynningu félagsins til kauphallar í kvöld. „Eimskip telur sig hafa fylgt í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli og seldi skipin til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið mun eftir sem áður leitast við að veita héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem um er beðið.“ Félagið baðst í kjölfar umfjöllunar Kveiks afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Eimskip Tengdar fréttir Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13 Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38 Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13 Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gerðu húsleit vegna rannsóknar á sölu tveggja skipa Eimskips Embætti héraðssaksóknara gerði í dag húsleit á aðalskrifstofu Eimskipafélagsins. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaskóknari í samtali við Vísi. Embættið fékk úrskurð til húsleitar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og óskaði eftir afmörkuðum gögnum vegna sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss á árinu 2019 sem Umhverfisstofnun kærði til héraðssaksóknara 2020. 16. desember 2021 14:13
Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupenda tveggja skipa félagsins 30. september 2020 09:38
Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú hvernig bregðast eigi við meintum brotum félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. 25. september 2020 20:13
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13