Koddahjal Gunnar Dan Wiium skrifar 20. júní 2022 11:02 Konan mín spyr mig í gærkvöld hvort að ég sé enn svona svartsýnn eins og ég var í COVID. Hún er þá að vísa í meinta yfirtöku og endurræsingu hinna fáu, svikamyllu lyfjarisana og óttastjórnun alríkisins, hinn stökkbreytta super kapitalisma sem sér hag sinn í fækka mönnum hér á jörðu og gera framleiðsluna sem og markaðinn skilvirkari og á allan hátt hlýðnari með lyfjun, kúgun og harðstjórn. Ég sagðist halda að um svokallað “foul play” væri í gangi undir yfirborðinu. Hagsmunaaðilar eiga í raun alla miðla og eru þar af leiðandi að stýra hugsunum okkar og viðhorfum í ákveðna átt. Þessi stýring hefur áhrif á hvað við eða hvort við kjósum yfir okkur stjórnendur og fulltrúa sem í lok dags þurfa einnig að kaupa brauð og Teslur eins og við hin. Vitundin er þjökuð af möru efnishyggjunar í formi hinna ýmsu hugmynda og kennisetninga. Fyrir vikið er samkenndin rýrð því samkennd nærist aðeins og dafnar í því rými sem hugmyndin étur upp. Við erum greind og lyfjuð, óháð aldri og stöðu. Börn greind og lyfjuð, fullorðnir greind og lyfjuð, gamalmenni greind og lyfjuð. Okkur er talin í trú um að sársaukinn sé óviðeigandi og krónískur nema að honum sé þrýst aftur í hellinn í stað þess að hlusta á hvað hann er í raun að segja okkur því sársaukinn er röddinn sem færir okkur mikilvægustu skilaboðin. Ég er ekki þunglyndið sem ég upplifi, ég er ekki kvíðinn sem ég upplifi, né ranghugmyndirnar. Ég er sá sem leitar sjálfs síns en veit ekki af því. Konan mín spyr hvort ég sé enn svartsýnn og ég íhuga spurninguna og virkt innsæi færir mér svarið. Málið er að ef sá sem leitar af lýginni innra með sjálfum sér, sínum innri einræðisherra og kúgara, sá mun öðlast getu til raunsæis. Því lýgin þrífst í myrkri og skugga, sýn mín á lýgina mun uppræta hana, hún koðnar og eftir stendur rýmið sem fær ég´ið til sjá sína eigin spegilmynd í tærri tjörn vitundar. Þá mun ég komast að því að ég´ið leitar sjálfs síns, þar er greiningin og að ég er mitt eigið apótek. Ég sé lýgina í heiminum því ég sé hana innra með mér, þessi sýn er ekki svartsýni, hún er ljós og raunsæ. Svo nei, ég er ekki lengur svartsýnn, ég er raunsær. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Konan mín spyr mig í gærkvöld hvort að ég sé enn svona svartsýnn eins og ég var í COVID. Hún er þá að vísa í meinta yfirtöku og endurræsingu hinna fáu, svikamyllu lyfjarisana og óttastjórnun alríkisins, hinn stökkbreytta super kapitalisma sem sér hag sinn í fækka mönnum hér á jörðu og gera framleiðsluna sem og markaðinn skilvirkari og á allan hátt hlýðnari með lyfjun, kúgun og harðstjórn. Ég sagðist halda að um svokallað “foul play” væri í gangi undir yfirborðinu. Hagsmunaaðilar eiga í raun alla miðla og eru þar af leiðandi að stýra hugsunum okkar og viðhorfum í ákveðna átt. Þessi stýring hefur áhrif á hvað við eða hvort við kjósum yfir okkur stjórnendur og fulltrúa sem í lok dags þurfa einnig að kaupa brauð og Teslur eins og við hin. Vitundin er þjökuð af möru efnishyggjunar í formi hinna ýmsu hugmynda og kennisetninga. Fyrir vikið er samkenndin rýrð því samkennd nærist aðeins og dafnar í því rými sem hugmyndin étur upp. Við erum greind og lyfjuð, óháð aldri og stöðu. Börn greind og lyfjuð, fullorðnir greind og lyfjuð, gamalmenni greind og lyfjuð. Okkur er talin í trú um að sársaukinn sé óviðeigandi og krónískur nema að honum sé þrýst aftur í hellinn í stað þess að hlusta á hvað hann er í raun að segja okkur því sársaukinn er röddinn sem færir okkur mikilvægustu skilaboðin. Ég er ekki þunglyndið sem ég upplifi, ég er ekki kvíðinn sem ég upplifi, né ranghugmyndirnar. Ég er sá sem leitar sjálfs síns en veit ekki af því. Konan mín spyr hvort ég sé enn svartsýnn og ég íhuga spurninguna og virkt innsæi færir mér svarið. Málið er að ef sá sem leitar af lýginni innra með sjálfum sér, sínum innri einræðisherra og kúgara, sá mun öðlast getu til raunsæis. Því lýgin þrífst í myrkri og skugga, sýn mín á lýgina mun uppræta hana, hún koðnar og eftir stendur rýmið sem fær ég´ið til sjá sína eigin spegilmynd í tærri tjörn vitundar. Þá mun ég komast að því að ég´ið leitar sjálfs síns, þar er greiningin og að ég er mitt eigið apótek. Ég sé lýgina í heiminum því ég sé hana innra með mér, þessi sýn er ekki svartsýni, hún er ljós og raunsæ. Svo nei, ég er ekki lengur svartsýnn, ég er raunsær. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar