Ráðgjafarnir eru lykilfólk SÁÁ Þráinn Farestveit skrifar 16. júní 2022 15:30 Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun